Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 29. nóvember 1987 ð Flóki hvatti mig áframu - segir Nína Björk Árnadóttir í spjalli um fyrstu skáldsögu sína, „Móðir, kona meyja“ í REYKJAVÍK og á AKUREYRI laugardag og sunnudag, 28. og 29. nóvember kl.13 til 17 OPEL CHEVROLET MONZA verö frá kr. 536.000,- OPEL BiLVANGUR HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 (REYKJAVÍK) VELADEILD óseyrí 2 Sími 22997/21400 (AKUREYRI) Nína Björk Árnadóttir er löngu þekkt af Ijóðum sínum, sem þótt hafa bera vitni um næmleika og viðkvæmni sem minnir á grein sem bærist fyrir minnsta andvara og kannske hefur engin kona túlkað kvensálina eins vel í íslenskri Ijóðlist og hún, allt frá því er hún fyrst kom fram með Ijóðakverið „Ung ljóð,“ árið 1965. Ýmsum kom því á óvart að einmitt hún skyldi verða til þess að vekja upp mesta storm sem risið hefur í kring um íslenskt skáldverk í seinni tíð, eins og öllum er í fersku minni að gerðist eftir sýningu sjónvarps á leikriti hennar „Líf til einhvers,“ nú á þessu ári. Og Nína heldur áfram að sýna á sér nýjar hliðar, því fyrir skemmstu kom út fyrsta skáldsaga hennar, „Móðir, kona meyja“, sem þegar hef- ur fengið mjög góðar viðtök- ur gagnrýnenda. Við heim- sóttum Nínu nú í vikunni og ræddum við hana um hina nýju bók - sem hún tileinkar Alfreð Flóka, myndlistar- manni, sem Iátinn er fyrir skömmu. „Já, við Flóki vorum gífurlega náin, en honum kynntist ég um það leyti sem ég var að útskrifast úr leiklistarskólanum og þá var ég byrjuð að slá mér upp með honum Braga, sem ég enn er skotin í. Þá þekktust þeir Flóki frá árunum á Laugavegi 11, þar sem þeir voru saman í gömlu intelligensíunni. Dagur Sigurð- arson kynnti mig honum og Annettu vinkonu sinni. Bragi var þá úti á landi að kenna og ég sat í festum hér í Reykjavík og þá heimsótti ég Flóka oft og við töluðum um Braga og ljóðin mín. Þetta var 1965 og Flóki teiknaði fyrir mig mynd, sem ég átti að gefa Braga. Hann teikn- aði líka fleiri myndir fyrir mig og þar á meðal eina af mér, sem þú sérð hérna. Hann var gífurlegur brunnur og það var eiginlega allt svo gott og gaman við hann. Bókina tileinka ég honum og m.a. vegna þess að fyrir hann las ég fyrstu kaflana og hann hvatti mig áfram. Það var mikils virði, því það eru svo fáir sem maður hefur til að tala við um þetta - fáir sem skilja það, hafa tíma og talent til þess og eru innspirer- andi. Ég lauk við bókina á klaustri í Kaupmannahöfn, en þar hef ég aðgang að til vinnu og þar var ég stödd, þegar ég frétti látið hans. Það lá því beint við að tileinka honum bókina. Ég sakna hans mikið.“ Var það gamall draumur að rita skáldsögu? „Nei, ég hafði ekki mikið hugsað um þetta, en margir höfðu sagt mér að ég gæti það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.