Tíminn - 29.11.1987, Side 8

Tíminn - 29.11.1987, Side 8
8 Tíminn Sunnudagur 29. nóvember 1987 Persónuleikinn breyttist við umferðarslys Átakanlegir harmleikir geta legið Bíll ók á ganganai mann að baki litlum fyrirsögnum í blöð- og þar með gjörbreyttist líf unum.Hér segirfrá einum slíkum Vikum saman hafði Helen Fearon verið að kaupa léttan sumarfatnað og vegabréfin og farmiðarnir var tilbúið. Þá varð slys sem breytti öllum áætlunum. Helen og Michael maður hennar höfðu aðeins verið gift í tíu mánuði og eftir þrjár vikur hugðust þau yfirgefa heimili sitt í ungrahjóna... Lincoln í Englandi, Uytja til Grikk- lands og hefja nýtt líf þar. Helen er 22 ára og það tekur á hana að rifja upp það sem gerðist 22. maí 1987. Þann dag glataði hún ástkærum eiginmanni sínum, en bláókunnugur maður kom í hans stað. Helen rifjar upp: - Ég var viku í Winchester með foreldrum mínum, svona ti) að kveðja, áður en við Michael færum úr landi. Hann varð eftir í Lincoln. Einn daginn, þegar hann gekk yfir götu á leið til vinnu eftir hádegismat, ók bíll á hann. Lögreglan hafði uppi á Helen eftir slysið. - Þeir hringdu dyrabjöllunni klukkan rúmlega fimm og tilkynntu ósköp blátt áfram: - Það er varðandi manninn þinn, hann varð fyrir slysi. Við vitum ekki meira. Mér fannst þetta draumur, svo mikið varð áfall- ið. Ég róaðist smám saman og Debor- ah systir mín hringdi til sjúkrahúss- ins, ég gat það ekki.,Henni var sagt að Michael væri handleggsbrotinn, fótbrotinn, þríhálsbrotinn, með sprungna lifur og lægi í dái. Þessar fréttir ollu því að ég féll í yfirlið. Seinna sama kvöldið hringdi Hel- en til foreldra Michaels. - Ég spurði: - Hvernig líður Mike? Hafið þið frétt eitthvað? Það var bara þögn í hinum endanum góða stund. - Við hvað áttu? spurði móðir hans og þá gerði ég mér ljóst, að þau vissu ekkert. Það að sjá Michael allan vafinn umbúðum í sjúkrahúsinu í Lincoln, varð Helen næstum um megn. - Það var hræðilegt að sjá hann, ekkert nema umbúðir og slöngur alls staðar. Ég leit á hann og sneri mér undan. Það olli mér beinlínis líkamlegum sársauka að horfa á hann svona. Helen hætti þegar í vinnu sinni í verksmiðju í Lincoln ogeyddi hverri aukastund við sjúkrabeð Michaels. Sjúkrahúsið varð hennar annað heimili þær fimm vikur, sem hann var í gjörgæslu. - Eg var hjá honum frá 9 á morgnana til 10 á kvöldin, hélt í hendina á honum, sagði honum, hvað ég hcfði gert og reyndi að tala við hann eins og ég hafði alltaf gert. Þá stakk læknirinn upp á að ég útvegaði segulband svo hægt væri að leika fyrir hann eftirlætislögin hans. Michael Fearon, sem þá var 22 ára, hafði verið plötusnúður kvöld og kvöld, svo Helen hafði fjöldann allan af plötum heima. Nú tók hún upp allar þær nýjustu og þær gömlu, sem hún vissi að hann hélt uppá. Meðan hún var ekki að leika lög eða lesa fyrir hann úr nýjum blöðum, sat hún bara og vonaði að Michael kæmi til meðvitundar. - Þegar maður situr svona, hugsar maður ekki um nokkurn skapaðan hlut. Það er eins og maður sé í leiðslu, segir Helen. - Allan tím- ann segir maður innra með sér: Vaknaðu, vaknaðu. Læknarnir sögðu mér að gera mér ekki of miklar vonir, því ekki væri víst að hann rankaði nokkurn tíma við sér, en ef hann gerði það, gæti hann ef til vill þurft að dveljast á stofnun alla ævi. Ég vildi ekki trúa því, var sannfærð um að hann yrði sá sami og áður, þegar hann vakn- aði... Á fjórðu viku, var Helen sannfærð um að hafa fengið bænheyrslu, þegar Michael opnaði augun. -Ég hugsaði með mér: - Stórkostlegt! Nú fer honum að batna. En þó Michael færi vel fram, var hann ekki að fullu kominn til sjálfs sín um hríð. Þá gerðist eins konar kraftaverk. Michael komst til fullrar meðvitund- ar á eins árs brúðkaupsdegi þeirra Helen, 16. júlí. - Þá var Paul bróðir hans með mér. Við vorum vön að dreypa vökva á Michael og einmitt þá spurði ég, hvort hann vildi vatn eða mjólk í dag. Hann hafði aldrei svarað, en nú heyrðum við hann hvísla: - Ég vil mjólk. Ég trúði þessu tæpast og leit á Paul. - Ég held að hann sé kominn til meðvitundar, sagði ég tárfellandi og Paul faðmaði mig. Við gátum varla beðið eftir að segja fjölskyld- unni fréttirnar. Ekkert átti að halda upp á brúð- kaupsafmælið, þar sem Michael vissi ekki hvað var að gerast, en samt var haldin svolítil veisla á deildinni, fyrst svona vildi til. - Ég er viss um T Nú málum viö jólin 3ECKERSBUÐIN IBQRGARTÚNI BQUAR BIUÐMILLI GOÐSVERDS OGGÆÐA Nú geta allir drifið í að mála hjá sér fyrir jólin, því Beckersbúðin býður gæða málningu - á góðu verði. Einnig fæst úrvals spartl frá Dalaspack og auðvitað allt sem þarf við málningarvinnu. Veitum sérfræðilega ráðgjöf og blöndum á staðnum þá liti sem þú velur. Leigjum sandspartlvélar og útvegum vana menn í spartl- og málningarvinnu. Vegg og gólfflísar í úrvali. Vikuna 18.-24. nóv. verður danskur sérfræðingur í endurmálun eldri húsa staddur hjá okkur. Erik Michelsen mun veita viðskiptavinum okkar ókeypis ráðgjöf. OPIÐ í DAG KL. 0800-1600. BECKERSBUÐIN BÆJARPRÝÐI BORGARTÚNI 31, SÍMI: 623999

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.