Tíminn - 29.11.1987, Side 14

Tíminn - 29.11.1987, Side 14
14 Tíminn Sunnudagur 29. nóvember 1987 Gripið niður í Sögu Ólafs Þórhallasonar, sem út kom hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu í vikunni: Olafur hittir Þórhildi álfkonu Út er komin á vegum bókaútgáfunnar Þjóðsögu og umsjónarmanna, Þorsteins Antonssonar og Maríu Önnu Þorsteinsdóttur, Saga Ólafs Þórhallasonar, sem sumir vilja telja hina fyrstu íslensku nútímaskáldsögu, er þetta fyrsta útgáfa þessarar bókar. Af þessu tilefni hefur Helgarblað Tímans fengið heimild útgefenda til að birta sýnishorn úr bókinni. Gripið er niður nærri upphafi sögunnar. Olafur er skagfirskur bóndasonur, heimkynni hans Gauksstaðir á Skaga. Hann hefur ekki þótt mannvænleg- ur unglingur, legið í eldaskála og lítt sinnt búverkum. Eftir að vantað hefur Gauksstaðaféð allt í nokkur dægur kemur faðir Ólafs heim frá fuglaveiðum í Drangey og þverr nú þolinmæði Þórhalla er hann verður þess var að sonur hans hefur ekkert gert til að hafa uppi á fénu, talar hann yfir hausamótunum á Ólafi. Daginn eftir tekur Ólafur að leita fjárins en Þórhalli heldur til Drangeyjar á ný, að vitja um fleka sína og fuglasnörur: Á mánudagsmorguninn, þeg- ar Ólafur byrjaði sitt fimmtánda ár og var orðinn fulltíða að vexti, stendur liann uppog tekur klæði sín og býr sig nokkuð vandliga. Nú þegar hann er klæddur gengur hann út og sér að hestur nokkur cr utan viö garöshliðið. Tekur Ólafur hann og leiöir lieim og leggur á reið- ver, stígur síðan á bak og ríður upp á Skagaheiði; kannar hann þar öll ummcrki sem fé var vant að fara og finnur ekki; fer hann nú krókótt mjög og eyðist því dagurinn. Nærri nóntíma cr hann kom- inn vestur á Refshalann og dimmdi nú að með þoku því hingað til hafði heiðbjart veður verið. Nú með því hann var lítt kunnugur villist hann svo hann veit ekkert frá sér, leitast hann við aö komast á réttan veg en gat ekki; fór því alla nóttina í villu þessari. Um síðir kemur hann að á nokkurri, með hverri hann hyggur að ríða ef hann kynni með því móti að finna nokkrar mannabyggðir. Með ánni ríöur hann til þess hann kemur að geysistóru vatni og hefir hann þá mætt geysistórum torfærum og kafhlaupum. Með vatninu lá löng fjallshlíð og þar í voru margir fjárhópar en þó svo styggir að þegar þeir sáu mann- inn hlupu þeir allir út í þokuna. Nú ríður hann alla leið með vatninu þar til hann kemur að tanga nokkrum, ærið löngum. Þeim megin við tangann, sem hann reið, rann lækur stór og í vatnið, með honum voru sléttur nokkrar, allar grasi vaxnar. Var þá orðið framorðið nætur; tekur hann mjög til að þyngjast af svefni því maðurinn var mjög óvanur næturvökum, vill hann því leita sér hælis hvar hann kynni að leggja sig til svefns en finnur ekki því döggfall var svo mikið úr þokunni að honum þótti, ef hann legðist fyrir, sem hann mundi allur alvotur verða. Ríður hann þá upp með læknum til hann kemur í dal nokkurn; fer hann nokkra stund fram eftir dalnum þar til hann kemur í botninn, horfir hann þá allt um kring ef hann kynni nokkurs staðar skjól að fá. Um síðir sér hann hellisskúta nokkurn og ríð- ur hann þangað í skyndi, stígur af baki hestinum, tekur af hon- um reiðver og sleppir honum á beit en leggur reiðverið við dyrn- ar á skútanum. Og ætlar síðan að taka það og leggja það undir sig. Eftir aö hann hefir þessu starfi aflokið gengur hann í hellisskút- ann og verður hann lengri en honum sýnist hann í fyrstu. Kemur nú að honum forvitni mikil að kanna hellinn til enda, og gengur því áfram og þegar hann hefir lengi gengið verður myrkt fyrir augum hans. Gengur hann lengi í myrkri, og þykir honum, sem hann sé millum heims og helju. Um síðir sér hann birta fyrir augum og gengur hann enn nokkra stund í hálfskímu til þess fullbjart varð fyrir augum hans. Sér hann þá fyrir sér húsa- bygging mikla og þil á báðar hendur sér og margar dyr á. En það furðaði hann sig mjög á hvað ljóst og bjart var þar inni því hann meinti að það væri niðri í jörðunni. Um síðir sér hann einar litlar dyr og var þar hurð hnigin á klofa. Hrindir hann á hurðina og gengur inn. Sér hann að þar er stofa ein alþiljuð, voru þar borð og bekkir - með stórum glergluggum; var þar svo bjart að hvergi bar skugga á. Sæng var þar ein uppbúin og mjög kræsi- Íegur matur stóð á borðinu. Ólafur var matlystugur og geng- ur að borðinu, sest niður og neytir; og þá hann var mettur drekkur hann líka sem hann væri í kunnugum stað. Fellur nú á hann þungi mikill og tekur hann það fangaráð að hann leggur sig í þá uppbúnu hvílu og sofnar bráðum. Nýtur hann þar langrar og rósamrar værðar, vaknar hann ekki fyrri en mjög síðla; þenkir hann þá um hvað hann séð hafði og ætlar það muni draumur vera. En þá hann fullvaknaður tók betur aðgæta, sá hann það engu minna vera en þegar hann lauk saman augunum, því hér sér hann allt vel um gengið svo hann þóttist ekki fyrr í þvílíkan stað komið hafa. Margir kost- gripir héngu þar uppi sem hon- um þótti ekki líkindi til að þar væri komnir og margt sá hann þar sem hann ekki vissi, hvar til að þénaði. - Þegar hann liggur sem mest í þessum þönkum sér hann hvar dyrunum á stofunni er upp lokið og þar kemur inn kona ein, mjög fögur að ásýndum svo hann þóttist ekki fegri konu litið hafa. Hún var sem honum virtist ung að aldri og svo mikinn þokka bauð hún af sér að hann mátti ekki annars staðar hafa augu sín, en horfa á hana. Hún var sönnu gráleit að andlitsfarfa með móleit augu en myndin og niðurraðan ásýndarinnar fegraði svo litinn að honum þótti hún því yndislegri sem hann fremur aðgætti hana. Þar með var bún- ingur hennar svo fagur að hann gekk mjög í augu honum; því hann þóttist aldrei jafnfagran séð hafa. Hún talar til hans að fyrra bragði en þó ekki með þjóðmáli því hún mátti oft endurtaka það sama og útfæra það á ýmsa vegi fyrri en hann skildi það og komst í vana þar með sem þó ekki skeði fyrr en síðar. Ekki þurfti hann minnur að ítreka sín orð við hana og var það nokkurn tíma að þau komu sér ekki saman. Þó var það fyrsta, er hún við hann talaði, þessar meiningar: „Hér er kunnuglega um gengið og víst má það djarfur maður vera sem gengið hefir inn í hús mín að óleyfðu. Matur sá, sem ég hafði sett hér á borð og ætlaði mér sjálfri til nautnar, er allur uppetinn." Ólafur svarar: „Til þess er matur á borð borinn að menn skyldu neyta.“ Því svaraði hún engu heldur hélt fram ræðu sinni, svo mæl- andi: „Þetta er þó lítilræði því hús mín eru ekki svo fríð að fólk megi ekki hafa þar umgang um; heldur er ég ekki svo matsár að ég sjái eftir þó matur sé etinn því heimill er hverjum manni matur sem til mín kemur. En það þykir djörfung öllum fremri að þú skyldir leggjast í sæng mína, í hverja enginn karlmaður hefir enn nú lagt sig, hvorki með eður móti mínum vilja hingað til ævi minnar." Ólafur mælti: „Óspillt mey ertu þar fyrir, stúlka mín, því ekki hefir þú hjá mér í sænginni legið; og þó þú hefðir þar verið mundi ég það sama gjört hafa og þá veit ég ekki hvernin umskipti viðskipti okkar hefði fengið því ekki líst mér svo illa á þig.“ Hún brosti þá og mælti: „Furðu djarfur maður er þú og ef þú værir í þeim stað, sem þú vissir þú værir með vinum ein- um, mundir þú ekki feila þér í mörgu; eður veist þú nokkuð hvar þú ert nú niðurkominn?" Ólafur Iést það ekki vita og segir henni frá ferðum sínum. „Ekki hefir þú þó af vegi farið,“ segir hún, „þó krókótt hafi verið leið þín.“ Taldi hún þá fyrir honum auknefni þau er hann hafði um farið hver öll að eru á Skagaheiði enn í dag. „En sá langi tangi er þú komst til, lækurinn og dalurinn, hefir af mínu nafni nafn hlotið og heitir Þórhildardalur, Þórhildarlækur og Þórhildartangi, en ég heiti Þórhildur og hefi ég búið hér um nítján ára tíma og er minn aldur. „Vel fræðir þú mig,“ segir Ólafur, „en vita vil ég meira og grein mér því hvar fyrir þú býrð ekki hjá fólki en heldur þér uppi í holum og jarðar afkimum, fráleit í því öðrum mönnum, því það er mannlegur siðvani að hver hafi umgengni við annan.“ „Ekki er ég fráleit öðrum mönnum,“ segir hún, „því ég bý hjá öðrum mönnum og hefi umgengni við þá menn er ég skal umgang með hafa. En að ég sé fráleit yður Nóa sonum má þig ekki furða því það er eðli mitt samt annarra minna ættmenna. “ Ólafur undrar sig yfir slíkum svörum og spyr af hvaða mönn- um hún sé komin þar hún tali svo. Hún kvaðst vera af því fólki er þeir kölluðu álfafólk, og hafa sinn bústað innan jarðar. „Ekki eru það menn,“ segir Ólafur. „Að vísu eru það menn, sem hafa bæði sál og líkama,“ svarar hún. „Hafi þér einnig sál?“ segir hann. „Sannarlega,“ mælti hún, „líka sem allir aðrir er frá Adam eru komnir.“ „Eru þér og frá Adam komnir?“ segir hann. „Jafnt sem allir menn aðrir er búa á þessari jörð og í þessari veröld,“ segir hún. „Eru þá fleiri veraldir til?“ spurði hann. „Þar þú segir í þessari veröld.“ „Að vísu,“ segir hún. „Því ef einn maður vildi tileigna sér að sú prýði, sem væri á himninum, sé gjörð fyrir sig, væri það mjög hlægilegt og líka svo heimsku- legt sem ef að ein skel er liggur í Gauksstaðafjöru ímyndaði sér að allar þær prýðilegu byggingar sem uppreistar eru í China og Arabia væri gjörðar fyrir sig.“ „Hvar eru þessar veraldir?" spyr Ólafur. „Á himninum; hvar eð þú sérð stjörnurnar glansandi, hverjar að eru sólir fyrir öðrum veröldum ótalföldum, hverjar eru flestar mun stærri en vor jörð. En varla mun þó tíð,“ segir hún, „að tala margt hér um því nóg mun annað fást til umræðu.“ „Seg mér þá,“ segir Ólafur, „hvernin þú ert frá Adam komin; eður hver var þessi Adam?“ „Ekki muntu fróður maður vera,“ segir hún, „og mun ég ekki þetta gjöra nema við eigum kaup saman.“ „Engi er ég kaupmaður,“ seg- ir hann. „Ekki mun þér óhægra vera að gjöra það ég bið en mér er að gjöra þetta,“ segir Þórhildur. Ólafur segir að ef það væri í orðum einum innifalið og sér væri það leyfilegt mundi hann ekki spara að gjöra hennar vilja. Biður hann hana því að segja sér uppruna, náttúru og háttalag álfafólksins. Þórhildur kvað hann mundi girnast meira að heyra þegar hún hefði sagt hon- um þessa sögu. Hann kvaðst ekki þar um hirða og því skemmtilegra væri sem fleira væri talað og bað hana þar fyrir sér óefað frá að segja því sem hann eftirspurði. Hún kvað svo skyldi vera ef hann héldi fyrri skilmála, en hann hét svo skyldi vera. Settist hún þá til sagnar og brúkaði nokkurn formála um mannsins sköpun, hans fall og uppreisn, með fyrirheitinu, Ka- ins bróðurmorð, flokkadrátt fólksins, og þess útbreiðslu og byrjaði sjálfrar sinnar sögu með flóðinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.