Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 13
Sunnudagur 29. nóvember 1987 Tíminn 13 Hinn ungi ritstjóri Tímans. Þórarinn er Nestor íslenskra blaðamanna og handhafí blaðamannaskírteinis númer eitt. Á þingi S.Þ. 1958. Þórarinn er hér ásamt þeim Guðmundi í. Guðmundssyni, þáverandi utanríkisráðherra, og Thor Thors, formanni ísl. sendinefndarinnar. indum. Sendandi var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann hélt síðan áfram að senda mér þing- tíðindin þangað til ég hóf nám við Samvinnuskólann haustið 1931. Ég gekk þá strax í Félag ungra Framsóknarmanna. Pá voru að hefjast deilur þær í Framsóknar- flokknum, sem leiddu til klofn- ings hans 1933. Þær voru mikið til umræðu í FUF veturinn 1931- 1932 og lenti á mér að vera einn helsti talsmaður svokallaðra Jónasarmanna. Ég mun hafa verið yngstur þeirra, sem tóku þátt í þessum kappræðum, en ekki staðið mig verr en það, að Jónas fór að telja mig efni í stjómmálamann og ákvað að láta mig hefja starf við Tímann að loknu námi við Samvinnu- skólann. Það reyndist mér ávinningur í þessum umræðum, að þegar ég var 15 ára gamall, hafði ég átt þátt í stofnun ungmennafélags í Fróðárhreppi og verið kosinn formaður þess. Ekki sat ég í Samvinnuskólan- um allan tímann, heldur sagði mig úr honum, þegar tveir mán- uðir voru eftir af náminu seinni veturinn. Ástæðan var sú, að ég hafði verið valinn af FUF til að taka þátt í útvarpsumræðum ungra stjórnmálamanna. Kommúnistar höfðu þá gerst aðsópsmiklir í skólunum og Jón- as Jónsson því beitt sér fyrir þeim reglum, að nemendur tækju ekki opinberlega þátt í stjórnmálum. Undirþessarregl- ur varð ég að beygja mig. Ég fór því úr skólanum í samráði við Jónas, sem var þá skólastjóri hans, en fékk leyfi hans til að taka próf um vorið. Ég var 18 ára þá og yngstur þeirra, sem tóku þátt í umræðunum. Að loknu prófi við Samvinnu- skólann, hóf ég að starfa við Tímann og vann síðan óslitið við blöð Framsóknarflokksins til 1984 eða í rúmlega hálfa öld. Ritstjóri Nýja dagblaðsins varð ég 1936, þá 21 árs, og Tímans 1938, þegar þessi tvö blöð voru sameinuð. Tilviljun réði því eig- inlega, að ég varð ungur rit- stjóri. Atvikin höguðu því þannig, að ég varð að skrifa mikið af stjórnmálagreinum Nýja dagblaðsins og Tímans síð- ustu þrjár vikurnar fyrir kosnin- garnar 1934. Guðbrandur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tímans, var eftirlitsmaður minn og lærði ég mikið undir stjórn hans. Guðbrandur réði svo mestu um það, að ég varð rit- stjóri Nýja dagblaðsins í mars 1936. Ég varð um svipað leyti for- maður FUF í Reykjavík og síðar fyrsti formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, sem var stofnað 1938. Ég minnist með ánægju veru minnar í sam- tökum ungra Framsóknar- manna. Þó var ég næstum búinn að kljúfa þau á síðasta þingi SUF, sem ég sat, en ég fékk þá samþykkt með naumindum, að aldurshámarkið væri 30 ár. Þetta byggði ég á því, að í samtökum ungs fólks, þyrfti að vera hæfileg endurnýjun. Mig dreymdi ekki um þing- mennsku á þessum árum. Þó fór ég í framboð í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1942 móti Ólafi Thors. Framsóknarflokkurinn var þá nær fylgislaus þar, en fólksflutningar voru þá ekki byrjaðir þangað að ráði. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði verið ein- ráður þar, nema í Grindavík, þar sem Einar í Garðhúsum hafði ráðið ríkjum, en hann var mikill vinur Jónasar Jónssonar. Það fylgi var nú horfið að mestu. Það bætti nokkuð úr þessu, að í Keflavík átti Framsóknarflokk- urinn einvalalið undir forustu Danivals Danivalssonar kaup- manns, eins áhugamesta og hug- sjónaríkasta liðsmanns Fram- sóknarflokksins fyrr og síðar. Ástæðan til þess, að ég fór í þetta framboð var sú, að enginn hafði fengist til þess að fara í framboð á móti Ólafi. Mér fannst þá heppilegt ungum manni að fara í baráttuna, þar sem hún var einna heitust og vonminnst. Þetta reyndist mér líka góður skóli og margt skemmtilegt gerðist í þessari kosningahríð, sem ég rifja þó ekki upp að sinni. Ég varð síðar þingmaður Reykvíkinga í 19 ár og þótti það skemmtilegur tími. Blaða- mennska hefur þó alltaf verið mér hugleiknari en þing- mennska. Blaðamennskan skap- ar líka meiri möguleika til áhrifa ef menn eru að sækjast eftir þeim. Blaðamenn gera sér oft ekki nægilega ljóst, að í raun eru þeir oft mestu valdamenn þjóð- arinnar. Nú þegar ég er sestur í helgan stein, eins og oft er sagt um okkur, sem höfum látið af aðal- starfi, lít ég með þakklæti til liðins tíma. Sú söguritun, sem ég hefi fengist við undanfarið, hefur gert mér ljóst, að tuttug- asta öldin er merkasta öldin í sögu íslendinga og þjóðin hefur aldrei átt betri tíma, ef síðasti áratugurinn verður líkur hinum fyrri. Hinu get ég ekki neitað, að mér þykja nú ýmsar blikur á lofti, einsog hóflítill innflutning- ur einkaaðila á erlendu fjár- magni, sem hefur leitt ti! gífur- legrar ofþenslu, en afleiðing hennar er byggðaröskun, jafn- vægisleysi í launamálum og verðbólga, sem er að verða lítt viðráðanleg og hefur grafið grunninn undan fastgengisstefn- unnj. Ekki minna skuggalegar þykja mér þær fyrirætlanir að ætla að fara að fjárfesta íslenskt sparifé í útlöndum meðan ís- lensk fyrirtæki glíma við mikinn fjárskort. Ég hefi aldrei haft oftrú á Seðlabankanum, en samt held ég það ekki til bóta, að þau völd, sem honum eru ætluð, virðast nú að miklu leyti komin í hendur Kaupþings og Fjárfest- ingarfélagsins. Þrátt fyrir þetta vil ég vera bjartsýnn og vona, að þjóðin átti sig í tíma. Til þess benda skoðanakannanir um vaxandi fylgi umbótasinnaðs og gætins miðjuflokks. Ég vil svo ljúka þessu spjalli mínu með þeim ummælum, að ég er ekki í hópi þeirra manna, sem þykjast sjá afturför hjá þeirri stofnun eða fyrirtæki, sem þeir hafa unnið við. Mér finnst Tíminn nú vera í sókn eftir nokkra lægð og þótt ritstjórarnir eigi þar sinn hlut, er ekki minna um það vert, að Tímanum hafa bæst á síðari misserum margir nýir starfskraftar, sem eiga drjúgan þátt í viðreisn hans. Að mínu mati, hefurTíminnsjaldan verið betur mannaður en nú, og vissulega er mér það gleðiefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.