Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 10
if'Jr 29. nóvember 1987 10 Tíminn Var hann sekur? Sjálfur neitaði hann til þeirrar stundar er fallhlerinn opnaðist undir fótum hans. Enn þann dag í dag, 84 árum eftir aftökuna, eru menn í vafa. Sannanir gegn Dougal eru þung- vægar. Margir, svartir kaflar í fortíð hans bera vott um eiginleika morð- ingja, þó aldrei tækist að leggja fram fullkomnar sannanir fyrir sekt hans. Þessi hávaxni, glæsilegi atvinnu- hermaður hafði alla ævi haft áber- andi löngun til kvenna, sem gátu lagt með sér gilda sjóði í búið. Hann hafði líka verið einstaklega óhepp- inn varðandi þær konur. Svo vildi nefnilega til, að þær létust allar undir sérkennilegum kringumstæð- um. Ein datt niður stiga, önnur borðaði eitraðar ostrur... Kona að nafni Camille Cecile Holland hvarf eins og jörðin hefði gleypt hana. Þegar jarðneskar leifar hennar fundust um síðir, var Dougal ákærður og dæmdur fyrir að myrða hana. Þá var hann orðinn 56 ára og átti að baki með eindæmum viðburða- ríkt líf. Ævintýramennskan var hon- um í blóð borin og ennfremur hafði honum farnast vel í hermennskunni. Það var merkilegra til afspurnar en hin 55 ára ungfrú Holland fékk staðist. Hún var einhleyp - og auðug. Sagt var að á yngri árum hefði hún átt ástarævintýri með herforingja af tignum ættum. Hann féll hins vegar í orrustu og þar til ungfrúin hitti Dougal, hafði hún lifað í sorg yfir hörmulegu hlutskipti sínu. Dougal og Camille Holland hitt- ust í Hyde Park einn fagran sumar- dag og reyndust eiga einkar vel saman, við fyrstu kynni. Hann var vanur því að vinkonurnar ættu vel til hnífs og skeiðar og tíu þúsund punda arfur Camille var meira en smáræði um aldamótin. Auk arfsins hafði hún fjárfest vel í verðbréfum og gat hæglega lifað af eignum sínum. Auk þess fannst Dougal mjög athyglisvert, að hún átti enga fjölskyldu. Aðeins var um að ræða tvo fjarskylda unglinga. Ungfrú Holland átti ekkert fast heimili, en flutti sig milli hótela og gistihúsa í London, þegar henni datt f hug. Stundum dvaldi hún langtím- um saman í Frakklandi og á ftalíu. Hún var einmana og rómantísk og vonaði enn, að hún ynni í happdrætti ástarinnar. Meðan hún beið riddar- ans á hvíta hestinum, orti hún ljóð, samdi lög og málaði h'ka smávegis. Um þær mundir sem hún rakst á Dougal í Hyde Park, bjó hún á hóteli í Bayswater í London. Hinir langdvalargestirnir glöddust hennar vegna yfir þessum álitlega manni, sem hún bauð nú heim. Ekki var annað að sjá, en Samuel Dougal þætti verulega vænt urn Camille. Raunar var hún aðlaðandi kona og hefði þess vegna ekki átt að vera í neinum vandræðum með að verða sér úti um lífsförunaut. Einn galli var á þessu fyrirkomu- lagi öllu saman og Camille minntist ekkert á hann við sambýlisfólk sitt á Verkjum sérstaka athygli á þvíað við erum 'komnir ísamband við kanadískt t'yrirtæki sem heitir KIMPEX, en þeir sérhæfa sig í varahlutum og aukahlutum fyrir vélsleða. KIMPEX er mjög stórt á þessu sviði og getum við framvegis útvegað ýmsa varahluti í allargerðir vélsleða. Við hvetjum alla vélsleðaeigendur til að leita upplýsinga hjá okkur. MUNIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTINN TIL FÉLAGSMANNA L.í. V. ÚRVAL VARAHLUTA FYRIRLIGGJANDI AUKAHLUTIR í MIKLU ÚRVALI Hjálmar. Húfur. Vélsleðagallar. Hlífðargleraugu. Töskur. Yfirbreiðslur. Aftanísleðar. Hitahandföng. Grímur. Jakkar Nýrnabelti. Peysur. Hanskar. Framrúður á fjórhjól. YAMAHA rifflahulstur. Aftaníkerrur fyrir fjórhjól. BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Líf og dauði kvennamanns Hann var virðulegur, átti að baki frama í hernum og kunni einkar vel að meta konur - ef þær áttu peninga: Ungfrú Holland var vel stæð og hún var myrt. En var Samuel Dougal sekur? Samuel Herbert Dougal var flagari af lífi og sál. Það hafði áhrif á alla ævi hans og batt að lokum enda á líf hans. Hann lauk lífdögum sínum í gálganum við Chelmsford- fangelsið í Essex í Englandi, dæmd- ur fyrir morð á konu. Samuel Dougal var glæsi-J legur náungi og átti margal vinkonur. Seinasta stefnu- mót hans var þó við böðulinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.