Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. nóvember 1987 Tíminn 9 að hann fann hjá sér sérstaka ástæðu til að vakna einmitt þá, því ég var margbúin að nefna dagsetninguna fyrir hann og segja honum, hvað ég hlakkaði til. Ég man allar helstu dagsetningar síðan við byrjuðum að vera saman og var búin að rifja hvert einasta smáatriði upp fyrir hann, meðan ég vissi ekki einu sinni, hvort hann heyrði til mín. Við hittumst fyrst á diskóteki í ágúst 1983, hann fylgdi mér heim og það varð upphafið... allt gekk svo vel, að þau trúlofuðust fjórum mán- uðum seina, fluttu saman í mars 1984 og giftu sig í júlí 1985. Athöfnin fór fram hjá borgardómara, en þau ætluðu að fá blessun kirkjunnar, einhvern seinasta daginn, sem þau byggju á Englandi. Helen hafði brúðkaupsmyndina á náttborði Mic- haels og talaði um kirkjubrúðkaup- ið, þegar honum tók að batna. - Hann talaði ekki mikið fyrstu dagana, bað bara um það sem hann vanhagaði um. Það var eins og hann áttaði sig ekki á umhverfinu. En smátt og smátt hvöttum við hann til að tala. Ég benti á myndina og spurði hver þetta væru. Hann svar- aði að þetta værum við, þegar við giftum okkur. Ef ég spurði hins vegar: Hver er ég og hvenær giftum við okkur, sagði hann bara: Ég minnist þess ekki að hafa kvænst þér. Það var sárt. Vegna heilaskemmda í slysinu, hafði minningin um síðustu tvö árin þurrkast að mestu út og stundum þekkti hann mig ekki einu sinni frá degi til dags. Ég kom iðulega grát- andi heim til mömmu, öll í uppnámi, þegar svo bar undir. 1 hvert skipti sem ég kom, tók hann að segja það sama: - Þú verður að fyrirgefa, ljúfan, en ég man alls ekki eftir að hafa nokkurn tíma kvænst þér. Ég var farin að venjast þessu og sagði bara að það myndi rifjast upp fyrir honum seinna. Helen reyndi að vera glaðleg og bjartsýn, hvernig sem skap Michaels kynni að vera og það var afar misjafnt. - Svona gekk það þangað til á afmælinu hans. Hann varð 23 ára einn skelfilegan miðvikudag í september. Eins og venjulega fór ég til hans og mætti honum í hjólastól á ganginum, ásamt móður sinni og bróður. Tengdamamma sagði að Michael vildi tala við mig einslega. Þau fóru og Michael sagði ósköp blátt áfram.: - Ég vil fá skilnað. Það var eins og ég hefði verið slegin, en einhvern veginn tókst mér að svara: - Hvernig geturðu beðið um skilnað, þegar þú veist ekki einu sinni að þú átt konu? Þá svaraði hann: - Jaaa, mér finnst ég ekki vera kvæntur þér og ef við skiljum, getum við byrjað upp á nýtt og gift okkur aftur. Þetta fannst mér gjörsamlega út í hött og þá sagði hann upp úr eins manns hljóði: - Nei, við skiljum ekki. Seinna sama dag talaði Michael einslega við Helen aftur og þá sagði hann: - Ég vil ekki skilja við þig, því ég elska þig of mikið til þess. Raunar sagðist hann alltaf elska mig, þó hann myndi ekki neitt um samveru okkar. Þá gerðist það að þegar Helen kom aftur daginn eftir, var henni sagt að Michael vildi ekki hitta hana og hefði hringt til lögfræðings til að ganga frá skilnaðinum. - Ég gat ekkert sagt, þetta varð mér svo mikið áfall, að mér datt fyrst í hug að hringja til pabba. Helen var í svo miklu uppnámi, að faðir hennar sendi hana til systur hennar í Winc- hester í viku. Þegar hún kom aftur heim, beið hennar bréf frá lögfræð- ingnum, þar sem hann bað um allar eigur Michaels. Helen útvegaði sér lögfræðing og fékk þá góðar fréttir. Hann sagði að Michael gæti ekki fengið skilnað í tvö ár, þar sem ég væri því mótfallin og í öðru lagi vissi hann ekki gjörla, hvað hann væri að gera. Mér létti óskaplega. Sex vikur voru liðnar frá því Helen heimsótti Michael seinast, þegar hann hringdi og kvaðst vilja hitta hana. - Þegar ég kom, sagði hann glaðlega. - Halló, ljúfan, hvernig líður þér? Það var rétt eins og ekkert hefði gerst. Þá bætti hann við. -Fyrirgefðu þetta allt saman, ég vil ekki skilja við þig... ég verð svo ruglaður annað slagið. Þegar ég fór heim, var ég reglulega ánægð með tilveruna, en það hrundi allt daginn eftir, þegar Mike sagði pabba, að hann vildi aldrei sjá mig framar og ætlaði að halda skilnaðin- um til streitu, þrátt fyrir allt. Þá var Helen allri lokið og hún hefur ekki séð eiginmann sinn síðan. Nú gengur hún með giftingarhring- inn á hinni hendinni, því henni finnst hún ekki gift lengur. Samt vonast hún til að geta fært hann aftur einn góðan veðurdag. Seinast þegar hún sá Mike, gat hann staðið með stuðningi, en fótur- inn, sem brotnaði á fjórum stöðum, verður mörg ár að gróa til fulls. Gera þarf aðra aðgerð á handleggnum, sem stál var sett í og talið er að minnið geti lagast til fulls á fimm árum. Hann hefur verið fluttur á sjúkrahús í London, en fer heim til foreldra sinna flestar helgar. - Ég reyni að muna bara góðu stundirnar, segir Helen döpur. - Hann hefur breyst svo mikið á allan hátt. Nú æpir hann á fólk og blótar mikið, en það gerði hann aldrei áður. Foreldrar Michaels hafa einnig veitt breytingunum athygli. - Hann er ekki sá sonur sem við þekktum og alls ekki sá Michael sem Helen giftist, segir faðir hans. - Við erum afskaplega slegin yfir meðferð hans á Helen og það er sárt að sjá, hvernig allur persónuleiki hans hefur breyst, en hann er samt sonur okkar og við elskum hann. Helen bætir við: Hann hafði sér- stakan og sterkan persónuleika, sem heillaði mig strax og ég kynntist honum. Hann var mjög rómantísk- ur, við fórum oft út að borða, hann sagði mér á hverjum degi, hversu heitt hann elskaði mig og færði mér oft rósir og konfekt. Ég hugsa oft um það sem gæti hafa orðið... Sumt fólk segir að ég hafi brugðist honum, en það hefði ég aldrei gert - hann yfirgaf mig. Mig langar oft til að fara og hitta hann, en ég held að hann sé búinn að steingleyma mér nú orðið og það gæti gert illt verra. Ef til vill er þetta aðferð Guðs til að segja mér að okkur var ekki ætlað líf saman, ég veit það ekki. Ég lifi bara frá degi til dags og bíð og sé til, hvort hann þiggur skilnaðinn eftir tvö ár. Kannske vill hann mig þá. Ef ekki, langar mig samt til að kynnast honum og verða vinur hans. Ég get ekki farið út með neinum öðrum. Mig dreymir um að við verðum aftur saman og að Mike verði eins og hann var, eða allt að því. En það veit enginn ennþá. Helen með brúðkaupsmyndina af þeim Mike. Hann er allur annar maður, skapbráður og tillitslaus og neitar gjörsamlega að viðurkenna Helen sem eiginkonu sína. Frá því að Victor VPC kom á markaðinn hefur hún verið mest selda einmenningstölvan á Isl- andi. Á tímabilinu frá ágúst 1986 til ágúst 1987 hafa hátt á þriðja þúsund Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi. Það segir meira en flest orð um vinsældir, ágæti og fjölhæfni Victor tölvanna. VKVOR einmennings- VictorVPC III er nýjasta einmenningstölvan í Victor fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og hentar því vel fyrirtækjum og stofnun- um. VPC III er með byltingarkenndri nýjung sem felur í sér möguleika á 30 mb færanlegum viðbótardiski, svokölluðum ADD-PACK, sem smellt er í tölvuna með einu handtaki. Sér- lega hagkvæmt við afritatöku og þegar færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s. fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig fáanleg með 60 mb hörðum diski (samtals 90 mb með ADD-PACK). - nú fáanleg meðibyltingar- kenndri nýjung! Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll- um greinum atvinnulífsins og reynast einstaklega vel við erfiðar aðstæður. Helstu ástæður vinsældanna eru án efa afkastageta, stærra vinnslu- og geymsluminni, falleg hönnun, hag- stætt verð og síðast en ekki síst góð þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að Victor hafi rutt brautina með fjölmarg- ar nýjungar. Og nú fýlgir MS-Windows Write & Paint forritið öllum Victor tölvum sem eru með harðan disk. Þrjár gerðir Victor einmenningstölva eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor V 286 og Victor VPCIII. Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj- um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði, verslun, þjónustu sem og mennta- stofnunum, námsmönnum og ein- staklingum. Victor getur örugglega orðið þér að liði líka. Athugaðu málið og kynntu þér Victor örlítið betur- þú verður ekki svikinn af því! 8 g O) =3 CO EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.