Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 16. desember 1989 Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og VMSÍ segir einustu hugsanlegar kjarabætur felast í niðurfærsluleiðinni: —Annars fer þefta allt til andskotans Endurskoðunarákvæði í samningum BHMR munu að mati Þjóðhagsstofnunar þýða a.m.k 7% launahækkun til félagsmanna næsta ár. Stjórnvöld verða að fjarlægja þessa innbyggðu tímasprengju hefur Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ sagt. Samningar verða lausir frá áramótum á hinum almenna vinnumarkaði. Hverjar verða launakröfur t.d. Verkamannasambandsins? „Það er fyrir okkur með öllu vonlaust að reyna að hugsa um að gera samninga þar sem kaupmáttar- aukning gæti átt sér stað. Það sem gera þarf er að lækka verðlag og vextir verða að lækka. Vaxtalækkun ein sér myndi bjarga hundruðum heimila frá tortímingu og fjölda fyrirtækja frá fyrirsjáanlegu hruni. Næsta skref þarf síðan að verða það að ganga miklu lengra í niðurfærslu- átt ef þetta á ekki allt að fara til andskotans," sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrún- ar og Verkamannasambandsins í gær. Guðmundur sagði það fráleitt að ímynda sér að hægt væri að taka háskólamenn og hækka þá um 7% auk þeirra hækkana sem þeir fengju sjálfkrafa ef verkafólk fengi ein- hverjar hækkanir í næstu samning- um og bjóða síðan verkafólki og opinberum starfsmönnum í lægri launaflokkum að berjast einir við verðbólguna. „Við stöndum nú frammi fyrir því að verulega vaxandi hluti fyrirtækja steypist á hausinn. Það verður einnig veruleg aukning á því að fólk missi íbúðir sínar vegna - ekki bara hús- næðislána - heldur einnig bráða- birgðalána og víxla og fjöldi ungs fólks sér ekki út úr myrkviði skelf- ingarinnar. Það verður að lækka vexti. Þeir eru nú kring um 30% og mættu fara niður í 15% undir eins. Bankarnir verða að taka á sig ákveðna hluti. Ef þeir gera það ekki þá fara þeir sjálfir á hausinn vegna vanskila. Þeir fá einfaldlega ekki greitt frá fólki og fyrirtækjum sem eru nú þegar eða Guðmundur J. Guðmundsson. um það bil gjaldþrota," sagði Guð- mundur. „Kannski ættum við að kasta þessu öllu frá okkur og semja um 15% kauphækkun og þar með hækk- un vaxta - hækkun lánskjaravísitölu - um að setja þriðja hvert fyrirtæki á hausinn, ekki síst fyrirtæki í undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar - semja þannig um fjöldaatvinnuleysi fyrir stundarhagsmuni heilagra há- skólamanna. Ég er hræddur um að það verði lítið eftir til að borga háskólamönn- um ef þessi þróun gengur yfir. Nú er ástandið þannig að ef okkur tekst ekki að stöðva verðbólgu og víxl- hækkanir þá eru einfaldlega báðir dauðir, bæði almennuratvinnurekst- ur og þorri almennra launþega - það verður fjöldaatvinnuleysi. Það er auðvelt að segja þetta en erfiðara að framkvæma. Menn eru að tala um að undirstaðan sé rekin á núllpunkti. Um það yrði ekki lengur að ræða ef verðlag lækkar og ef vextir lækka. Þá yrðu þeir sem nú eru að missa sínar íbúðir aldeilis ekki á núllinu. Kaupmátturinn ykist og fyrirtæki sem nú eru að sligast undan fjár- magnskostnaði - ekki launum vel að merkja - þau yrðu ekki á núllinu lengur, þau myndu stórlega rétta úr kútnum. Síðan yrði möguleiki á að feta sig áfram í þessu. Því miður er ekki ráðrúm til að gera sér vonir um stórkostlegan lífskjarabata en þetta yrði þó raunhæf leið í áttina til betri lífskjara. Ef tilraunir til raunverulegra kjarabóta í þessa veru eiga eftir að springa á endurskoðunarákvæðum í samningum háskólamanna þá fer Háskólinn nú að verða helvíti dýr og ég er hræddur um að innan skamms verði lítið fé aflögu til reksturs hans,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson að lokum. - sá Tæknileg forspá var gerð fyrir jarðskjálftann í Kaliforníu á dögunum - óvart. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur: Aðvörunarkerfi gagns- laust án gagnavinnslu ,Hér er um að ræða að skera niður kostnað við riprurn oKKuv rnat L^KAUf STAÐUR ÍMJÓDD OG EDDUFELLI AIIKUG4RDUR MARKADUR VID SUND ■ VESTURÍBÆ ENGIHJALLA ■ MIDVANGI úrvinnslu gagna. Ur gögn- um þeim sem tækin safna þarf að vinna. Úrvinnsian er bæði gerð sjálfvirkt og af fólki eftir á. En til að tækin og tæknin verði að einhverju gagni þarf úr- vinnsla að eiga sér stað,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Ragnar óttast að niðurskurður sem fyrirhugaður er vegna reksturs j arðskj álftadeildar Veðurstofunnar muni bitna á úrvinnslu gagna frá hinu mikla neti mæli- og rannsókna- tækja sem verið er að koma fyrir við upptök og á svæði því sem Suður- landsskjálftinn mun herja á, þegar hann dynur yfir. í Kalifomíu er mjög mikið af mælitækjum til að kanna forboða að jarðskjálftum. Á því svæði sem skjálftinn í haust átti upptök sín voru hins vegar fá slík tæki og ekkert tæki sem mælir breytilega þenslu jarðskorpunnar var nær upptökun- um en 40 km. Fyrir tilviljun var þó þarna tæki sem nemur breytingar á rafsegulsviði á lágtíðni. Þessar upplýsingar komu fram á árlegri alþjóðlegri ráðstefnu jarðeðl- isfræðinga í San Fransisco sem lauk s.l. miðvikudag. Á ráðstefnunni voru jarðskjálftamir í San Fransisco og í Armeníu fyrir ári einkum til umfjöllunar. Þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafði verið með mælitæki í gangi skammt frá upptökum skjálftans og höfðu þau greint ákveðnar breytingar á lágtíðni rafsegulsviði (ULF sviðinu) jarðar tveimur vikum og aftur hálfum sólar- hring áður en skjálftinn reið yfir. Frá þessu var hins vegar ekki skýrt fyrr en löngu eftir skjálftann þar sem hvorttveggja var að leynd hvílir jafnan yfir hemaðartilraunum og -rannsóknum. Auk þess áttuðu vís- Ragnar Stefánsson skoðar útskrift jarðskjálftamælis. E.t.v. hafa fyrir tilviljun komið fram nýjar upplýsing- ar í Bandaríkjunum sem skipta sköp- um varðandi það að segja fyrir um jarðskjálfta. indamenn sjóhersins sig ekki á hvað orsakaði þessar breytingar á segul- sviðinu fyrr en síðar, enda beindust athuganir þeirra að fjarskiptatækni við kafbáta, ekki jarðeðlisfræði. „Þetta var stórfrétt þarna ytra,“ sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur en hann sat ráð- stefnuna af hálfu íslendinga í þeim tilgangi að kynna sér gögn um áður- nefnda skjálfta með tilliti til rann- sókna hér á landi á Suðurlands- skjálftanum sem Jarðeðlisfræðideild Veðurstofunnar vinnur nú að. Búist er við að Suðurlandsskjálftinn geti dunið yfir hvenær sem er innan næstu tveggja áratuga. „Þessi frétt ýtti enn frekar undir þá skoðun fjölmargra að með tækni- búnaði megi greina forboða jarð- skjálfta," sagði Ragnar. Hann sagði að á ráðstefnunni hefði verið fjallað um, auk fyrmefndra tveggja stór- skjálfta, jarðskjálftarannsóknir í þeim tilgangi að reyna að draga úr tjóni af völdum jarðskjálfta, bæði með því að byggja mannvirki sem staðist gætu jarðhræringar, en eins með því að reyna að segja fyrir um jarðhræringar með einhverjum fyrir- vara. - Nú er búist við Suðurlands- skjálftanum innan næstu tuttugu ára og að hann verði a.m.k. sex Richter- stig. Hvaða lærdóma geta menn dregið af skjálftunum í San Fransisco og Armeníu sem átt gætu við Suðurlandsskjálftann? „Við vitum ekki hvenær skjálftinn dynur yfir og þess vegna höfum við lagt áherslu á að tækjavæðast. Þau tæki sem við höfum fengið hafa að mestu verið kostuð af útlendingum sem áhuga hafa haft á verkefninu vegna þess vísindalega árangurs sem það gæti haft í för með sér að stunda ákveðnar mælingar og vinna úr gögnum sem þannig fást. Annars vegar hafa Norðurlöndin séð fyrir miklum hluta stofnkostnað- ar við hið mikla jarðskjálftamæla- og gagnasöfnunamet sem verið er að setja upp á Suðurlandi nú. í öðru lagi hefur bandarísk stofnun séð um stofnkostnað vegna þenslumæla sem komið er fyrir í borholum á Suður- landi. Við emm því að verða mjög vel tæknivædd á Suðurlandi. Á sama tíma gerist það að í fjárlagafrumvarpinu er rekstrar- kostnaður skorinn niður um helming, en samkvæmt hinu sam- norræna rannsóknaverkefni um Suðurlandsskjálftann var gert ráð fyrir að við sæjum um rekstur kerfis- ins. Framlag til þess verður nú helmingað. Eg vona að þetta verði leiðrétt þannig að við getum staðið við það sem gert var ráð fyrir í upphaflegu samkomulagi Norður- landanna um þetta rannsóknaverk- efni, okkur sjálfum til hagsbóta," sagði Ragnar Stefánsson. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.