Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 16. desember 1989 fp Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hafnarstjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboöum í dýpkunarframkvæmdir á hafnarsvæði Reykja- víkurhafnar í Kleppsvík framan við Holtabakka og Vogabakka. Áætlafr efnismagn er 200.000 m3 og flytja skal uppgrafið efni á losunarsvæði suður af Kleppsbakka. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 16. janúar 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Gatan syngur gleðiljóð Hestavísur, Ijóð og gamanmál eftir Birgi Hart- mannsson er enn fáanleg á kynningarverði kr. 1.900.-. Þeir sem vilja tryggja sér þessa sérstæðu bók vinsamlegast hringi í síma 98-22408 eða 91- 44260. Póstsendum. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Ebergs Elefsen vatnamælingamanns Inga M. Magnúsdóttir Sigrún Elefsen Sverrir Elefsen Þórður Elefsen Sighvatur Elefsen Hanna Björnsdóttir Sigríður Elefsen Sigfús Jóhannesson Beltaslípivélar ÞORf SÍMI BISaa-ÁBIVnjLAIT TTLoJCíZcl Rafmagnsverkfæri Lífsspegill Ingólfs Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Líf sspegill. Hún fjallar um Ingólf Guðbrandsson en hann skráði hana með aðstoð Sveins Guðjónssonar blaðamanns. í kynningu útgefanda á bókarkápu segir: Lífsspegill er einstæð bók - annað og meira en venjuleg ævisaga. Texti bókarinnar er blæbrigðaríkur, skáldlegur, myndrænn og á köflum ástríðufullur. Oft hefur Ingólfur Guðbrandsson komið þjóð sinni á óvart — en aldrei eins og nú. Ingólfur Guðbrandsson segir í formála bókarinnar: „Minningar þessar af störfum og samferðafólki eru hvorki skáldskapur né sagnfræði, en þær greina frá sannleika sem ekki er öllum ljós, skoðunum sem eru kjarni lífsreynslu minnar og | lífsviðhorfi sem fæst af leitinni að I hreinum tóni. Sagnfræðin vill að ráði Ara fróða hafa það sem sannara reynist, en samtíðin kærir sig ekki alltaf um það.“ í lífsspegli Ingólfs Guðbrandssonar birtist ný og skýr mynd af þjóðkunnum Hjólsagir Borvélar Heflar Keðjusagir Drögum úr hraða *€3>° -ökum af skynsemi! V'iŒemu' Stutt athugasemd við ritdóm Ég er þakklátur vini mínum og fyrrum samþingmanni, Þórarni Þór- ■arinssyni, fyrir að skrifa stuttan rit- dóm í Tímann um bók mína „Land- helgismálið í 40 ár“. Ég get með ánægju einnig þakkað Þórarni fyrir það, að hann reynir ekki að hagga við neinu af því sem ég segi og skiptir staðreyndir málsins. Deilurnar um landhelgis- málið urðu miklar. Oft voru óvægin orð sögð þá um menn og málefni. Þrætur um gang landhelgismálsins lifa því enn. Líklega erum við Þórarinn nokk- uð sammála um flesta þætti málsins, enda stóðum við saman lengst af. Mér kom nokkuð á óvart fyrir- sögnin í Tímanum á ritdómi Þórar- ins. Hún var svona: Ómakleg árás á Ólaf Jóhannesson. Þessi fyrirsögn er vægast sagt villandi ef miðað er við frásögnina í minni bók. Ég lýsi allítarlega samstöðu okkar Ólafs í deilunum við viðreisnar- stjórnina og undanhaldsstefnu hennar. Ég rek líka þátt okkar Ólafs í útfærslunni í 50 mílur og sameigin- lega áfstöðu okkar gegn æðislegum árásarskrifum Morgunblaðsins á okkur á árunum 1971, 1972 og fram í október 1973. Ólafur mátti þola frýjunarorð og hrakyrði Morgunblaðsins vikum og mánuðum saman vegna stefnunnar í landhelgismálinu, þangað til hann fór til London í október 1973 og gerði vandræðasamninginn við Edward Heath. Þá skildu leiðirmeð okkur Ólafi. Ég var áfram hrakyrtur af Morgunblaðinu en Ólafur lofaður og prísaður og talinn mikill stjóm- málamaður. Bók mín ber þeim Hermanni Jónassyni og Einari Ágústssyni mjög vel söguna. Ólafur fær lof fyrir það sem vel var gert en ég segi frá mistökum hans þar sem ótvíræðar sannanir liggja fyrir. Samningur Ólafs við Breta, sem í gildi var frá 13. nóvember 1973 til 13. nóvember 1975, reyndist illa. Bretar gátu farið öllu fram sem þeir vildu. Þeir fiskuðu meira en ráð var fyrir gert, þeir brutu samningsregl- urnar og þeir lýstu því yfir við lok samningsins að hann skipti þá engu máli, því með honum hefðu þeir ekkert viðurkennt. Ólafur varð síðan að þola yfirgang þeirra í annarri ríkisstjórn. t bók minni er ekkert sagt „ómak- lega“ um Ólaf Jóhannesson, aðeins skýrt frá staðreyndum sem nú liggja fyrir. í bókinni er harður dómur kveðinn upp yfir þeim sem skrifuðu Morgunblaðið og þeim erlendu aðil- um sem alltaf voru með fingurna í málinu og dæmdu Hermann Jónas- son sem „ótraustan bandamann" eða nánast „hálfkommúnista". Þegar Ólafur lét undan þessum erlendu öflum og varð samstarfsvin- ur þeirra Morgunblaðsmanna - þá skildu okkar leiðir. Lúðvík Jósepsson Morgunbladið á villigötum Frásögn Morgunblaðsins er stund- um ónákvæm og villandi. Þannig segir á bls. 2 í blaðinu 2. desember sl. að persónuafsláttur og barnabæt- ur hækki um 7,36%. Á bls. 22 í sama blaði er talað um skattahækkanir, t.d. að skatthlutfall sé að verða það sama og þegar skattar voru greiddir eftir á. Þá var prósentan rúmlega 60% þegar hæst var. Núna kemst hún þó ekki í 40%. Enn segir á bls. 24 í sama Mbl. að tekjuskattsbreyt- ingar verði kjarabót fyrir lágtekju- hópa. Það finnst mér skipta mestu máli að lágtekjuhópar fái lækkaða skattabyrði og það fínnst mér að ætti að vera með stærstu letri og mest áberandi frásögnin af fyrirhuguðum breytingum. Þá er mjög röng notkun á lýsingarorði á bls. 24 í Mbl. Þar segir „Skattbyrðin þyngist mest hjá fólki með háar tekjur, allt upp undir 2%“. Þarna er afar ómerkileg notk- un á efsta stigi lýsingarorðsins mikið. Ég hef aldrei vitað til þess að 2% sé mikið (meira, mest). Hvað voru þá vaxtatölur sem þær sem Sjálfstæðis- flokkurinn réð yfir á árunum 1986, 1987 og 1988? Nei, þeir sem háar tekjur hafa hækka smávegis í tekju- skatti en ekki mikið. Þannig hækkar sá sem borgar kr. 1.000.000 um heilar 20.000 krónur og er það lítið brot af þeim tekjum sem sá skattur er reiknaður af. Þeir hækka aðeins í gjöldum sem mestar tekjur hafa en hinir lækka aðeins sem lægri tekjur hafa. Þetta þarf að gera vegna þess að við sköffum mikla þjónustu í þessu landi. Samneyslan er á háu stigi hér, en það er ekki látið lenda á þeim tekjulægri og er það til fyrirmyndar og eftirbreytni. Kári samferðamanni og samtíð hans - hór heima og erlendis. Bókina prýða um 70 myndir frá ævilngólfs. Prentvinnslu annaðist Prentsmiðjan Oddi. GBB- Auglýsingaþjónustan sá um kápuhönnun en kápumynd tók Sigurgeir Sigurjónsson. Lífsspegill er 260 blaðsíður. n1 l i ICY |l Setið á svikráðum Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja spennubók eftir Duncan Kyle sem skrifaði bókina Árás að næturþeli sem kom út fyrir seinustu jól. Bækur hans hafa verið vinsælar hérlendis sem annars staðar. Þegar Lawrence Pilgrim, nýi bankastjórinn hjá Hillyard og Cleef í London, leitaði skýringa á fimmtíu þúsund punda árlegri greiðslu inn á óþekktan bankareikning í Sviss tóku undarlegir atburðir að gerast. Hótanir um gjaldþrot bankans og jafnvel líflát bankastjórans breyttu í engu ákvörðun hans um að upplýsa málið, hvað sem það kynni að kosta. Setið á svikráðum er 213 bls. ■ Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Skyndilegur fellibylur Skyndilegur fellibylur er nafn bókar sem Bókagerðin Lilja hefur sent frá sér. Hefur hún að geyma sögu biskups anglikönsku kirkjunnar í íran, Hassan B. Dehqani-Tafti og fjölskyldu hans. Sr. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi sóknarprestur í Grundarfirði þýddi bókina. Skyndilegur fellibylur er í raun tvær bækur sem höfundur skrifaði fyrir nokkrum árum en ákveðið var að fella þær saman í eina í íslensku útgáfunni. 1 fyrri hlutanum segir Björgvin Bjamason. Tafti frá æsku sinni en hann ólst upp sem múslimi. Hann gengur á skóla hjá kristniboðum og gerist kristinn og segir hann í bókinni frá baráttu sinni á þeim árum. Síðar gerist hann prestur og er síðan valinn biskup anglikönsku kirkjunnar. í síðari hlutanum greinir hann frá starfi kirkju sinnar í íran á tímumbyltingarinnar. Lendirhún og starfsmenn hennar í ýmsum raunum og verður Tafti að lokum að flýja land með fjölskyldu sína. Hann er nú búsettur í Englandi en hyggst snúa aftur til heimalands síns strax og færi gefst. Bókin verður til sölu í nokkrum bókaverslunum, á skrifstofu KFUM og KFUK og Kirkjuhúsinu. Bjami Fertram Halldórsson. LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að myndavíxl varð í minningargrein- um um tvo mæta menn þá Björgvin Bjarnason og Bjama Fertram Halidórsson. Þetta misfórst svo í prentsmiðju að mynd af Bjaraa birtist með grein um Björgvin og öfugt. Þetta er þeim augljóst sem til þekkja. Viðkomandi era beðnir velvirðingar á mistökunum og birtast myndiraar hér aftur með réttum nöfnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.