Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. desember 1989 Tíminn 7 menn voru þar hálfgerðar horn- rekur. Allir voru sammála um að Flóaáveitan var til þess gerð að auka mjólkurframleiðslu á Suðurlandsundirlendinu og nauðsynlegt var að koma upp mjólkurvinnslustöð í sýslunni að danskri fyrirmynd. Stjórn Flóa- áveitunnar vann að þessu máli af miklum dugnaði. Þeir sem þar réðu ætluðust til að mjólkur- stöðin yrði angi af eða framhald á áveitufyrirtækinu, en Tryggvi Þórhallsson var þá orðinn for- sætisráðherra og sá sem að mestu hlaut að ráða um ríkisstuðning við mjólkuriðnaðinn. Hann fékk því ráðið að Mjólkurbú Flóa- manna varð samvinnufélag bænda. í því formi hefur fyrir- tækið starfað ætíð síðan. Það hefur alltaf verið stærsta mjólk- urvinnslustöð landsins og mikils virt samvinnufyrirtæki. Flóa- áveitan sem slík úreltist með nýjum ræktunaraðferðum og hvarf úr sögunni eftir tiltölulega stuttan tíma. En mjólkurbúið, sem var ávöxtur áveitufyrir- tækisins, lifir góðu lífi. Eins og rakið er í bókinni var það stór þáttur í sögu Mjólkur- bús Flóamanna að ná fótfestu á Reykjavíkurmarkaðinum, en þar voru margir um boðið. Það var ekki síst í þágu Mjólkurbús Flóamanna að opinbert skipulag mjólkurdreifingar var lögfest 1935, en kom niður á Mjólkur- félagi Reykjavíkur undir stjórn atkvæðamannsins Eyjólfs Jó- hannssonar frá Sveinatungu. Hann var maður „mikillar gerðar“, segir Páll Lýðsson. Mjólkursölumálin voru pólitísk átakamál á fjórða áratugnum. Um það efni er að finna skil- merkilega greinargerð í riti Páls Lýðssonar. En þar er líka að finna ýmsar smásögur og atvika- lýsingar, sem gerir þessa bók svo skemmtilega aflestrar. Ein þessara smásagna tengist mjólk- ursöluátökum þessara ára og hvernig þau blönduðust sunn- lenskri flokkapólitík og þing- kosningum 1937. Hér koma ýmsir við sögu, ekki síst Egill Thorarensen, formaður Mjólk- urbús Flóamanna, og Eyjólfur Jóhannsson. Þeir voru álíka litlir samherjar sem þeir voru miklir dugnaðarforkar hvor um sig og engir vinir. Og hér kemur sagan af „brúarfundinum“ eins og Páll Lýðsson segir hana: Brúarfundurinn 1937 Átökin um stofnun Mjólkur- samsölunnar tóku á sig ýmsar myndir og voru mikil áraun fyrir bændur austan og vestan Hellis- heiðar. Fyrr hefur verið lýst persónulegri deilu þeirra Eyjólfs Jóhannssonar og Egils er upp kom þegar þeir stjórnuðu Mjólkursamsölunni. Árið 1937 gaf Eyjólfur út bæklinginn Mjólkurmálið þar sem hann lýsti þessum málum frá sínum sjónar- hóli allt frá stofnun Mjólkur- bandalags Suðurlands. Þegar líða tók á árið beindist athygli manna að svonefndum verðjöfnunarsjóði sem skyldi samkvæmt mjólkursölulögum greiða álitlegar jöfnunarfjár- hæðir til vinnslubúanna. Blaðið ísafold og Vörður taldi þann 31. maí 1937 að verðjöfnunarsjóður skuldaði mjólkurbúunum í árs- lok 1936 279.810 kr. en ætti sjálfur upp í þærgreiðslur 16.721 kr. í framhaldi af þessu skrifaði Eyjólfur Jóhannsson heilsíðu- grein í ísafold sem út kom 7. júní 1937. Hann gat þess sam- komulags sem öll mjólkurbúin höfðu þá gert um að öll mjólk sem til búanna kæmi yrði lögð til meðalverðs án tillits til þess hvers hún yrði notuð. Þar kom einnig fram að þá var áætlaður 20% verðmismunur milli bú- anna austanfjalls og vestan vegna flutningskostnaðar aust- anbúanna. „Sama verð fyrir sömu vöru á sama stað,“ var yfirskrift greinarinnar. Á þessum vordögum var Eyj- ólfur Jóhannsson að undirbúa fund er hann boðaði upphaflega í Tryggvaskála. Þá stóðu alþing- iskosningar fyrir dyrum. Vera má að spenningur vegna þeirra hafi verið undirrót fundarins. Það var þó ekki á yfirborðinu því Eyjólfur hugðist eingöngu ræða mjólkurmálin. Hafði hann „boðið Agli í Sigtúnum að mæta á fundinum“. Hann var ákveð- inn sunnudaginn 6. júní. Egill safnar liði Að sögn Eyþórs Einarssonar, síðast bónda í Kaldaðarnesi í Flóa, mun Eyjólfur hafa ætlað sér að velja menn til fundarins. Eyþór var þá búsettur í Hruna- mannahreppi og lýsir aðdrag- anda fundarins þannig: „Þeir boðuðu fund munnlega eða bréflega til gæðinga sinna og fóru að senda bíla eftir þeim. Guðmar í Götu hafði þá rútubíl í Hreppinn og kom á laugardags- kvöldið áður á rútunni og átti að vera kyrr þar yfir sunnudaginn. En þó átti hann þann dag að keyra valda menn á fundarstað- inn við Ölfusárbrú. Emil í Gröf komst að þessu og hringdi í Egil sem tók þá strax við sér og bað Emil að smala saman mönnum. Þeir yrðu sóttir í tæka tíð á sunnudaginn. Þetta var sama vor og við vorum að byrja að planta skóg á Álfaskeiði. Þegar við komum úr gróðursetningu um lágnættið stóð Emil fyrir okkur og sagði hvað til stæði. Svo fórum við á bæi um morgun- inn að safna liði. Fengum fullan hálfkassabíl, 20-30 manns, og mættum áður en fundurinn byrj- aði.“ Steindór Sigursteinsson mjólkurbílstjóri minnist þess í viðtali 45 árum seinna að hann hafi þennan sunnudagsmorgun verið sendur upp á Skeið „og uppálagt að koma með allt það fólk sem vill koma og þarf að komast.“ Steindór sagði að þetta hefði verið „einhver sá alversti farmur“ sem hann hefði flutt. „Þetta var opinn bíll ... mannskapurinn stóð á palli og við það myndaðist yfirvigt á bílnum. Bílar voru þá yfirleitt á einföldum hjólum. Maður mátti vara sig á því ef fara þurfti út á kantana, þá kantraði fólkið og þunginn lagðist út í hliðina ... Hlassið slangraði til eftir hreyf- ingum bílsins, enda var ég með yfirfullan bíl þegar út að Selfossi kom, alveg sneisafullan.“ Og þannig var það víðar. Guðmundur Guðmundsson á Efri-Brú í Grímnesi var að hefja deildarfund Sláturfélags Suður- lands á Minniborg. Hann ætlaði sér þar að greiða eftirstöðvar fjárverðs og voru margir menn komnir á fundinn að sækja lang- þráðar greiðslur. „Og Guðmundur nýbúinn að leggja peningana á borðið hjá sér, tilbúinn að telja hverjum sitt, þegar bílstjórinn frá Mjólk- urbúinu kom í dyrnar með boðin frá Agli um fund Eyjólfs. Stukku fundarmenn allir þegar út og upp á bílpallinn og varð Guð- mundur að sópa peningahrúg- unni niður í tösku sína svo ekkert varð úr afhendingu þeirra í það sinn.“ Einkennisklæddir ________fánaliðar____________ Þennan dag var „þurrt og gott veður, nema gerði litla skúr nálægt nóni en sólar naut lítið.“ Fljótt mun hafa drifið á fundinn rösklega 600 manns, svo sýnt þótti að fundinn yrði að halda úti. Var hann þá fluttur vestur fyrir landganginn á Ölfusárbrú og haldinn þar sem Addabúð var síðar. Ræðumenn stóðu á uppfyllingunni að sjálfri brúnni en í hallanum að landganginum lá fólkið eða stóð á flötinni fyrir neðan. Eyjólfur hélt fyrst tölu all lengi en á meðan gengu fylgdarmenn hans um. Voru það um 30 manns og eru þeir í heimildum ýmist nefndir „ein- kennisbúnir fánaliðsnasistar“, „einkennisklæddir þjóðernis- sinnar" eða „svokallaðir Brún- stakkar". Skiptir það ekki meginmáli, heldur það að hinir ungu menn létu nokkuð á sér bera í upphafi fundarins. Út- býttu þeir bæklingnum Mjólkur- málið meðal fundarmanna og hermt er einnig að þeir hafi dreift hálfprentaðri ísafold með grein eftir Eyjólf. Ekki var árennilegt að mæta svo fjölvísum manni í mjólkur- málum sem Eyjólfur var. Til fulltingis fundarboðanda voru einnig mættir frambjóðendur sjálfstæðismanna í Árnes- og Rangárvallasýslum, Eiríkur Einarsson frá Hæli, Þorvaldur Ólafsson í Arnarbæli, Jón Ólafs- son bankastjóri og Pétur Magn- ússon, síðar ráðherra. Séra Ingi- mar Jónsson, sem þá sat í mjólk- ursölunefnd, kom á fundinn. Hann var þá í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Árnessýslu. Þá mættu og frambjóðendur Framsóknarflokksins, Jörundur Brynjólfsson í Skálholti og Bjarni Bjarnason á Laugarvatní. Þeir Egill Thorarensen og séra Sveinbjörn höfðu báðir verið á spítala og var Egill þá nýkominn heim og þátttakandi frá upphafi fundarins. Hver ræðumaður eftir annan fór nú upp að tala gegn Eyjólfi: Jörundur og Bjarni, sr. Ingimar („hann hélt alveg svakalega ræðu,“ að sögn Daníels Ágúst- ínussonar frá Eyrarbakka). „Jörundur talaði í klukkutíma og hélt athyglinni allan tímann," segir Eyþór Einarsson og bætir við: „Meðan á ræðunni stóð gekk flokkur einkennisklæddra þjóð- ernissinna yfir brúna og framhjá Jörundi. Jörundur leit til þeirra og sagði: „Já, hér vantar nú ekkert nema byssurnar.“ - Þeir heyrðu þetta og voru fljótir að hverfa." Eitthvað svipað mun Egill Thorarensen hafa átt við er hann mælti til hinna ungu manna. „Þarna eru hinir hreinu íslendingar." Hann var „þegj- andi hás og með mikinn trefil um hálsinn þótt sumar væri,“ segir Eyþór. „Egill dómineraði og fór hvað eftir annað upp í ræðustólinn," segir Daníel Ág- ústínusson og minnist þess að seinast afgreiddi Egill Eyjólf Jóhannsson með þessum orðum: „Já, kjarkmaður, Kolbeinn í Dal, að leyfa sér að koma hingað austur.“ Þannig var nú fundur- inn búinn að gerbreyta um stefnu. Sr. Sveinbjörn mætir til leiks „En þó átti eftir að fara enn betur en búist var við því undir fundarlok er bíl ekið yfir Ölfus- árbrú og er þar kominn séra- Sveinbjörn Högnason beint af sjúkrahúsinu. Hann bað umsvif- alaust um orðið og talaði aðeins í 10 mínútur en það var stór- glæsileg ræða. Hún er mér einna eftirminnilegust af þeim fjöl- mörgu ræðum sem ég hefi heyrt,“ sagði Kristinn Helgason í Halakoti er hann minntist þessa fundar 25 árum síðar. Nú var svo komið að hinir einkennisklæddu ungu menn voru horfnir. Fundarmenn hentu bæklingunum aftur í fund- arboðendur. „Var það mál manna að aldrei hefði nokkur maður farið jafn miklar hrakfar- ir á fundi sem Eyjólfur fór á þessum fundi,“ skrifar Kristján Sveinsson í dagbók sína að kvöldi dags. En mikillar gerðar var Eyjólfur og menn dáðust að því hversu vel hann hélt jafnvægi sínu. Fundi var slitið klukkan 8 og kom þá Ágúst Þorvaldsson inn í veitingastofuna í Tryggva- skála: „Sat þáEyjólfur Jóhanns- son þar hinn rólegasti og drakk kaffi. Var ekki á honum að sjá að hann hefði tekið sér nærri hrakfarirnar á fundinum." Brúarfundurinn eða „Stóri fundurinn" átti eftir að þjappa Sunnlendingum betur saman um mjólkurmálin en áður hafði verið. Burtséð frá þingkosning- um og tímabundnu róti þeirra vegna hafði fundurinn langtíma áhrif. Þannig segist Páli Lýðssyni í Litlu-Sandvík frá í bókinni um Flóabúið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.