Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 16. desember 1989 lllllllliíllllllllllllllllll MINNING lliillii^iilllllil Irl:;lil:|!I!!!I, ;::N;íHi;. :jITI'llllllllllllllllillNTI'ii.lJTHIIillill!■ Helgi Axelsson Fæddur 9. febrúar 1923 Dáinn 9. desembcr 1989 Leitaði ég í minna mér / að minnisverðum línum, en nógu góð þér engin er aföllum kveðjum mínum. Stephan G. Steph. f dag fer fram frá Víðidalstungu- kirkju útför Helga Axelssonar bónda, Ytri-Valdarási, Þorkelshóls- hreppi. Helgi fæddist að Valdarási, næst- elstur fjögurra bræðra. Foreldrar hans voru: Guðrún Guðmundsdóttir frá Hvarfi í Víðidal og Axel Guð- mundsson frá Aðalbreið í Miðfirði. Bræður Helga eru: Guðmundur bóndi, Syðri-Valdarási, sambýlis- kona hans er Hulda Ragnarsdóttir, Skúli bóndi, Bergstöðum, Miðfirði, eiginkona hans er Árný Kristófers- dóttir og Benedikt bóndi, Miðhópi, Víðidal, eiginkona hans er Elínborg Ólafsdóttir. Valdarás var gert að tvíbýli 1922 og keyptu Guðrún og Axel Syðri- Valdarás og hófu þar búskap. Það var svo 1943 að bræðurnir Guð- mundur og Helgi keyptu Ytri-Vald- arás og hafa búið þar síðan. Helgi í Valdarási, eins og hann var oftast kallaður, var maður mikill vexti, rammur að afli og svipmikill. Það sem einkenndi hann öðrum mönnum fremur var hin létta lund, sá góðlegi og drengilegi svipur sem geislaði af andliti hans. Öll framkoma Helga við menn og skepnur var ljúf og umvafin hjarta- hlýju. Hægt er að segja með sanni um Helga, þegar hann heilsaði sér- hverjum manni fyrsta sinni með sínu þétta handtaki, þá hafi af hans hálfu verið stofnað til ævilangrar vináttu. Kynni okkar Helga hófust árið bóndi, Valdarási 1954 þegar ég kom í Valdarás til að vera snúningastrákur hjá foreldrum hans. Þarna bjó Axel félagsbúi með þremur sonum sínum. Mikil upp- bygging átti sér stað í Valdarási þetta sumar og næstu ár á eftir, eins og víðast í sveitum V-Húnavatns- sýslu. Torfbæir og gripahús úr torfi voru sem óðast að víkja fyrir nýjum steinsteyptum byggingum og ásjóna sýslunnar að breytast úr kotbýlum í stórbýli. Þetta voru ánægjulegir tím- ar til sveita. Bjartsýni og framfara- hugur hjá hverjum einstaklingi sem maður talaði við. Stórfjölskyldan í Valdarási var einstaklega barngóð, það fann ég strax. Ekkert kynslóðabil var til á þeim bæ. Bræðurnir Helgi og Bene- dikt voru einhleypir á þessum árum og var aldursmunurinn nær tíu ár á milli okkar þriggja. Ekki varð þess vart við störf eða skemmtan. Snún- ingastrákurinn skyldi ávallt fá að taka þátt í öllu sem þeir bræður tóku sér fyrir hendur. Er hægt að óska sér betra hlutskiptis en að deila vináttu með slíku fólki? Helgi varð þeirrar gæfu aðnjót- andi áð kynnast og giftast síðar sæmdarkonunni Elísabetu Vigfús- dóttur frá Norðfirði. Þau eignuðust einn son, Axel Sigurð, sem kvæntur er Kristínu Hilmarsdóttur. Elísabet átti miklu barnaláni að fagna og átti sex börn með fyrri manni sínum. Helgi reyndist börnum hennar hinn besti drengur. Um lengri eða skemmri tíma dvöldu börn Elísabet- ar á heimili þeirra og síðar tóku þau að sér að fóstra tvö dótturbörn Elísabetar. Alla tíð hefur mátt sjá hvað Helgi var vinsæll og í hávegum hafði hjá börnum, barnabörnum og ættingjum konu sinnar. Ekki verða rakin störf Helga að félagsmálum. Engin voru þau störf til í sveitarfélaginu sem Helgi, bræð- ur hans og faðir tóku ekki þátt í. Helgi var mikill samvinnumaður og lagði sitt af mörkum til þeirrar háleitu hugsjónar. Einnig var hann góður „ræktunarmaður", en á máli búvísindanna er þetta orð aðeins notað yfir góða fagmenn í landbún- aði. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín færa fjölskyldu Helga Axelssonar og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hannes G. Thorarensen Helgi Axelsson, bóndi í Valdar- ási, er látinn. Með honum er fallinn einn af styrkustu stólpum íslenska bændasamfélagsins. Hann var fæddur að Valdarási 9. febrúar 1923, sonur hjónanna Guð- rúnar Guðmundsdóttur og Axel Guðmundssonar, og ólst þar upp. Helgi var glæsimenni að vallarsýn og fylgdi honum ætíð ferskur blær, hávær, hress og fór mikinn og bók- staflega geislaði af lífsgleði og þrótti. Hann hafði enda skopskyn gott og ágæta græskulausa frásagnargáfu, var vinmargur og vinfastur og rækti vináttu sína. Hann kvæntist hinni mætustu konu, Elísabetu Vigfúsdóttur frá Norðfirði, 14 febrúar 1965 og eign- uðust þau einn son, Axel, sem búsettur er í Reykjavík. Börnum Elísabetar af fyrra hjóna- bandi reyndist Helgi sem besti faðir og voru þau langdvölum á heimili þeirra. Auk þess ólu þau upp dóttur- dóttur Elísabetar sem ber nafn hennar. Helgi sat harðbýla jörð en upp- bygging hennar markaðist af fyrir- hyggju og hagsýni þeirra hjóna. Helgi í Valdarási var pólitískur í meira lagi, fylgdist grannt með stjórnmálum og kunni sögu núver- andi stjórnmálaflokka og stjórnmála svo að ekki skeikaði. Hann var mikill framsóknarmaður og samvinnumaður svo að hann verslaði ógjarnan annars staðar en í kaupfélagi sínu. Hann hafði þá skaphöfn að segja má að þá væri hag þjóðar okkar betur komið ef stjórnmálamenn nú- tímans væru gæddir ábyrgðartilfinn- ingu, atorku og jafnframt gætni Helga í Valdarási. Mikill sjónarsviptir er að Helga í Valdarási. Við skyndilegt fráfall hans er okkur vinum hans söknuður og hryggð efst í huga. En minning hans lifir um ókomin ár meðal samferðarmanna hans. Eiginkonu, syni, fósturdóttur og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Guðrún og Aðalbjörn Helgi Axelsson, bóndi, Valdarási, var fæddur að Valdarási 9. febrúar 1923. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir og Axel Guð- mundsson, bóndi í Valdarási. Helgi lést 9. þ.m. eftir stutta Iegu. Helgi átti heimili í Valdarási alla ævi. Hann hóf búskap á hálfri jörð- inni ásamt Guðmundi bróður sínum, tvítugur að aldri, árið 1943. Seinna var jörðinni skipt í Ytra- og Syðra- Valdarás ogbjó Helgi í Ytra-Valdar- ási. Þá jörð byggði hann upp að öllum húsum, enda við litlu að taka af varanlegum byggingum. Valdarás er frá fyrri tíð landmikil jörð og sauðbeit góð. Nóg rými var fyrir tvo bændur. Búskapur og umhirða sauðfjár var hans aðal áhugamál, enda náði hann góðum árangri og skilar jörð sinni með góðum bygg- ingum og nægri ræktun. Helgi var þrekmaður og dreng- skaparmaður. Ljúfmenni var hann í allri umgengni og ávallt tilbúin þar sem aðstoðar þurfti með. Hann var áhugamaður um félagsmál og með ótrúlega gott minni um ýmsa hluti og ekki síst þá sem sneru að stjórnmál- um. Þeim sem gleymist fljótt það sem gerist í önn dagsins er slíkt minni næstum ótrúlegt. Kona Helga er Elísabet Vigfús- dóttir, ættuð frá Norðfirði. Elísabet er frábær húsmóðir, dugmikil og hagsýn og öllum ánægja að koma á þetta hlýlega heimili, enda oft gest- kvæmt þar. Elísabet og Helgi eign- uðust einn son, Axel, sem búsettur er í Reykjavík. Auk þess áttu þau eina fósturdóttur, Elísabetu Gests- dóttur, sem þau tóku í fóstur á unga aldri. Við skyndilegt fráfall Helga er dugmiklum og svipríkum bónda færra í Víðidal. Sveitungar þakka samfylgd í gegnum árin og vænta þess að skarðið sem nú stendur autt og ófyllt standi ekki opið til fram- búðar. Elísabetu og öðrum ástvinum Helga votta ég samúð og óska vel- farnaðar. Sigurður J. Líndal Ragnhildur Jonsdottir Ijósmóðir Fædd 25. agust 1900 Dáin 25. nóvember 1989 Með nokkrum þakkarorðum lang- ar mig að minnast hennar. Hún var heilsteypt og merk kona. Ég kynntist henni fyrir 25 árum þegar vinkona mín Sigurlína María Gísladóttir, frænka hcnnar, átti heima á heimili hennar. Þangað var gott að koma. Framkoma Ragnhildar einkenndist af mildri hlýju, kærleika og um- hyggju. Ragnhildurfæddist25. ágúst 1900 að Drangshlíðardal í Austur- Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Kjartansdóttir og Jón Bárðarson sem þar bjuggu. Hún var ein af 8 börnum þeirra hjóna, en 5 þeirra komust til fullorðinsára. Systkinin sem eftir lifa eru Ólöf, sem er í Reykjavík og á heima hjá frænku sinni, Sigurlaugu Maríu, og Þor- steinn sem bjó í Drangshlíðardal en er nú búsettur í Skógum, Austur- Eyjafjallahreppi. Hún ólst upp í foreldrahúsum. Við þær aðstæður að snemma þurfti að taka til hendinni og létta undir við heimilisstörfin eins og tíðkaðist í þá daga. Með dugnaði og bjartsýni og þrá til að menntast fer hún í ljós- mæðranám og lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla íslands vorið 1930. Á þeim árum hcfur verið mikið átak fyrir unga konu að fara til útlanda til framhaldsnáms. En hún fór til Noregs og stundaði fram- haldsnám við Kvinnekliniken í Berg- en 1931. Er hún kom heim frá námi var hún ráðin ljósmóðir Eyrarum- dæmi með búsetu á Patreksfirði og starfaði þar árin 1932 og 1933. Flyst þá til Reykjavíkur. Starfaði fyrstu árin sem ljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans. En frá 1944 vann hún við Mæðraeftirlit Reykjavíkur eða til ársins 1959. Var hún farsæl og eftirsótt í starfi. Bættur aðbúnaður kvenna og barna voru hennar hjart- ans- og baráttumál. Hún sat í stjórn Ljósmæðrafélags íslands og var rit- ari félagsins árin 1949-1959. Ritari Ljósmæðrablaðsins 1961-1970. Heiðursfélagi Ljósmæðrafélags ís- lands frá árinu 1969. Var ein af stofnfélögum Ljósmæðrafélags Reykjavíkur 19. júní 1942. Einnig var hún prófdómari Ijósmæðranema um árabil. Hún giftist 9. júní 1935 Þorsteini Jakobssyni (f. 2. júlí 1896) frá Fagra- dal í Mýrdal, Vestur-Skaftafells- sýslu. Fyrstu búskaparárin þeirra vann hann við Garnastöðina í Reykjavík, en 1947 veikist hann af lömunarveiki og næstu þrjú árin er hann frá vinnu vegna þessa alvarlega sjúkdóms. Og má nærri géta hversu það hefur reynt á Ragnhil^Ii þar sem mikið af þeim tíma var hann rúm- liggjandi heima. Og óv ssan um /h°', Hús til brottflutnings ^ Tjarnargata 5A, Reykjavík Tilboð óskast í timburhúsið að Tjarnargötu 5A, Reykjavík, án lóðarréttinda og skal flytja húsið af lóðinni, nú þegar. Húsið verður til sýnis mánudaginn 18. desember n.k. kl. 13-16. Skriflegum tilboðum skal skila á skrifstofu vora að Borgartúni 7, 105 Reykjavík, merkt: Útboð 3545/ 89 þann 21. desember 1989 kl. 11.30 f.h., þar sem tilboð verða opnuð í viðurvist bjóðenda. IIMNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK _ MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Styrkir til háskóla- náms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1990-91. Styrkirnireru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhaeðin er áætluð um 3.720 d.kr. á mánuði. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneyt- isins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. janúar n.k., á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið 14. desember 1989. hvort hann næði heilsu. En bless- unarlega náði hann sér það vel að 1950 getur hann aftur farið að vinna og réðst hann þá sem tryggingamað- ur til Samvinnutrygginga. Því starfi gegndi hann til dauðadags 17.12.1966. Á heimili þeirra dvöldu oft í lengri eða skemmri tíma vinir og vanda- menn. Ólöf Jónsdóttir, systir Ragn- hildar, átti heima á þeirra heimili og eftir að Þorsteinn dó héldu þær systur saman heimili meðan þær höfðu heilsu og treystu sér til. Svo samrýmdar voru þær að oft voru þær báðar nefndar þó talað væri til annarrar, „Ragga og OHa“. Eftir að frænka þeirra, Sigurlína María Gísladóttir, giftist manni sínum, Einari Magnússyni hárskerameist- ara, og þau stofnuðu sitt eigið heim- ili, var alla tíð náin vinátta milli heimilanna. Þær systur sýndu þeim hjónum og þeirra bömum, þeim Þórhildi, Jóni Inga ogEinari Rúnari, alveg einstaka tryggð og umhyggju. En þegar þær höfðu ekki lengur heilsu til að halda heimili sagði Sigurlína frænka þeirra upp starfi sínu, en hún var þá útivinnandi. Fór heim á heimilið og þau hjón tóku þær báðar til sín. Hlúðu að þeim og hjúkruðu af stakri alúð. Ég held að nú á dögum teljist það alveg ein- stakt. En það var þakklátt starf. Aldrei hitti ég þær svo nú í seinni tíð að ekki væru þær að þakka og virða allt sem fyrir þær var gert. Þegar leið að lokadegi fann hún vanmátt sinn og þráði hvíldina, buguð af sjúk- leika, en sátt við allt og alla. Við hjónin minnumst hennar með virð- ingu og þökk og vottum Ólöfu systur hennar, fjölskyldunni í Ánalandi 3 og öðmm nánum skyldmennum okkar dýpstu samúð. Hún andaðist á Landspítalanum 25. nóvember 1989, tæplega níræð, eftir fárra daga legu þar. Útför hennar fór fram fimmtudaginn 7. desember 1989 frá kapellunni í Fossvogi, í kyrrþey að hennar ósk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdímar Briem) Margrét Sigurðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.