Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. apríl 1993 Tíminn 3 Friðrik Sophusson íjármálaráð- herra hefur falið starfshóp að at- huga hvort æskilegt sé að leggja niður innheimtu þungaskatts sam- kvæmt mælum, en í stað þess verði tekið fast gjald af dísilbifreiðum og að auki gjald á hvern lítra af dísilol- íu sem notaður er á bifreiðar. Starfshópnum er einnig ætlað að kynna sér möguleika á því að taka tillit til mengunar við skattlagningu eldsneytis. Það fyrirkomulag, sem f dag gildir um skattlagningu dísilbifreiða, hef- ur sætt talsverðri gagnrýni. Skatt- lagningin er greidd eftirá nokkrum sinnum á ári og er því mörgum þung. Þá þykir innheimta kostnað- ' arsöm fyrir ríkisvaldið. Áætlað er að á þessu ári verði 1,9 milljarðar innheimtir af þungaskatti af dísilbifreiðum. Gert er ráð fyrir að nýskipaður starfshópur skili tillögum nú í sum- ar og að frumvarp verði lagt fram næsta haust. Breytingin gæti þá komið til framkvæmda á árinu 1994, hugsanlega um mitt ár. Upplýsingar um þetta mál komu fram á Alþingi í svari fjármálaráð- herra við fyrirspum frá Guðmundi Hallvarðssyni (Sjfl.). -EÓ 100 ár liðin f rá vígslu Breiðabóls staðar- kirkju FRAMHALDSNÁM í REYKHOLTí: HUS alla daaa í apríl. Velkomin á hlaðið, skrifíð eða hrtngiðí Við bjóðum 100 framhaldsskólanemendur velkomna nœsta vetur. Skólinn er fíölbrautaskóli með óvenjulega möguleika. Reykholtsskólinn 320 Reykholti, Borgarfírði, símar. 93-51200/51201/51210. Fax: 93-51209. Skólastjóri og NemendaráÖ. - Sundlaug - Likamsræktarstöð - Ijósmyndun - Útivist - Smíðar - Kjamaáfangar - Valáfangar - Fomám Pálmasunnudaginn 4. apríl nk. verða liðin 100 ár frá vígslu Breiðabólsstað- aridrkju í Vestuihópi. Af því tilefni verður efnt til hátíðarmessu og nokk- uð lagt í messuflutninginn umfram það sem vanalegt er. Herra Bolli Gústavsson Hólabiskup mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknarprestinum, sr. Kristjáni Bjömssyni. Kirkjukórar úr Víðidál og frá Hvammstanga, Vatnsnesi og úr Vesturhópi leiða safnaðarsönginn og flytja auk þess kórverk og þætti úr messu eftir F. SchuberL Söngkvintett- inn Voces Thules flytur messuþætti eftir W. Byrd, en þeir hafa m.a. sérhæft sig í flutningi miðaldatónlistar. Að messu lokinni bjóða sóknarbömin til kirkjukaffis f Vesturhópsskóla. Þess má geta að Voces Thules heldur auk þess tónleika í Hvammstangakirkju að kvöldi pálmasunnudags. (Fréttatilkynning) Starfshópur skipðður, sem kanna á breytta skattlagningu þunga- skatts: Breytt fyrir- komulag um mitt næsta ár? ISLENSKUR IÐNAÐUR HUGSUN IVERKI ÍslMSkur Iðnaður bygglr á hugsun og þokktngu. Hug eg hönd er beltt í hverlu verkl, snáu eg stðru. Hugvits- og hagleiksmenn í mlkllvægu hlutverkl í íslenskri . Iðnaðurlnn þarfnast hælllelkafólks. Stöadum saman og styrklum verkmenntun í laedinn. Vellum íslenska framleiðslu og eflum atvieeulíf okkar. ÍSLAND ÞARFNAST IBNAÐAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtök atvlnnurekenda i lönaðl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.