Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 3. apríl 1993 Hef nd _ erþað sem þeir vilia“ í Tatarstan, sjálfstjórnarlýðveldi Tartara (eða Tatara) á Volgu- bökkum, er mikið um þjóðernishyggju eins og víðar nú í hinu fyrrverandi sovétheimsveldi. Þjóðernissinnar þar beina spjótum sínum gegn Rússum og næstum fastur liður á fundum hjá þeim er að brenna myndir af þekktum rússneskum stjórnmálamanni. Á bak við þesskonar er galdratrú á þá leið, að hægt sé að skaða eða gera út af við mann eða annan aðila með því að skemma eða eyðileggja eftirlíkingu hans eða táknmynd. Skyldur slíkum sær- ingum er sá siður mótmælafólks víða um heim að brenna brúð- ur sem látið er svo heita að minni á stjórnmálamenn, svo og þjóðfána. Afkomendur Gullna skarans Tartarar fylgja þeim fordæmum á sérstæðan hátt. Það eru sem sé ekki myndir af Borís Jeltsín sem þeir eru að brenna, eins og hægt hefði verið að láta sér detta í hug, heldur af ívani grimma Rússakeis- ara. Hann var að vísu með meiri illmennum sögunnar og óþarfur Tartörum sem fleirum. En nú er hann búinn að vera dauður í yfir 400 ár, svo að einhverjum kann að finnast þetta langsótt hjá þeim í Tatarstan. Tatarstan er á stærð við Holland og Tartarar, sem búa bæði í sjálf- stjórnarlýðveldinu og víðsvegar annarsstaðar um hin fyrrverandi Sovétríki, eru að sögn heimildar- manna af því þjóðerni um sjö milljónir. Það virðist ekki mikið miðað við heildarstærð og heildar- mannfjölda Rússlands, og eins og fleiri þjóðum er Tartörum það hugstætt að þeir mega muna sinn fífil fegri. Tartarar var upphaflega annað nafn á Mongólum þeim, sem unnu sér eitt af mestu risaveldum sög- unnar á 13. öld. Rússland komst að mestu undir yfirráð þeirra og var undir þeim í um hálfa aðra öld. Ríki þeirra þar, kallað Gullni skarinn eða Gullna hordan, hafði aðalbækistöðvar neðst við Volgu. Það leystist upp á 15. öld og urðu úr því nokkur smærri furstadæmi, khanöt. Krím var aðalland eins þeirra, annað náði yfir miðbik Volguhéraða og hafði Kasan sem höfuðborg. Til þess khanats rekja Tartarar í Tat- arstan uppruna sinn og Kasan er og höfuðborg þeirra. Dagur Þorleifsson skrifar Lærisveinar Tartara ívan grimmi (1533-84) lagði rétt eftir miðja þá öld undir sig Kasan og opnaði Rússum þar með möguleika til útþenslu austur í Síberíu. „Hann rændi og brenndi í landi okkar,“ segir Fásíja Bajramova, talsmaður þjóðernissinna í Tatarstan og leið- togi stjórnmálaflokks þeirra, sem heitir Þjóðlegi sjálfstæðisflokkur- inn. Það sýður í henni af reiði og hneykslun, er hún segir frá því hvernig hermenn ívans grimma strádrápu borgarfólk í Kasan, er þeir höfðu tekið borgina, og drógu hvergi af sér við margvísleg hryðju- verk. Vera má að þar sé ekki of mik- ið úr gert, því að í Evrópu hafa rúss- neskir herir á sér orð fyrir að með- höndla með verra móti óbreytt fólk í sigruðum löndum, og þarf ekki Iangt að leita dæma um það. Viðvíkjandi Tartörum í þessu sam- hengi kynni hinsvegar einhver að svara því til að hér hafi þeir upp- skorið það sem þeir sáðu til, því að margt af því sem Vesturlandamönn- um a.m.k. hefur þótt aðfinnsluverð- ast við Rússa er gjarnan rakið til Tartara. Víst er um það að Mongól- ar/Tartarar voru í hernaði illvirkjar slíkir og fjöldamorðingjar að spurn- ing er hvort nokkrir hafa farið fram úr þeim í því, og stjórn þeirra var einræði af hrottalegra taginu. Hið síðamefnda tóku Moskvustórfurst- ar, sem frá og með ívani grimma titluðu sig sara (keisara), upp eftir Tartörum og sú fyrirmynd hafði mikið vægi í stjórnun Rússaveldis alla tíð síðan, þangað til Gorbatsjov kom með glasnost og perestrojku Sé þessi langa og samfellda harð- stjórnarsaga höfð í huga, ætti að verða skiljanlegt að það gæti tekið Rússa lengur en fáein ár að breyta sér í lýðræðisþjóð, hverfa frá holl- ustu við stjórnarform upprunnin í Mið-Asíu og Kína til trúnaðar við stjórnunarhefðir ættaðar frá Norð- ur- og Vestur-Evrópu. Vel ríðandi hryðju- verkamenn Fáar ef nokkrar þjóðir hafa orðið svo illræmdar í sögunni sem Tartarar; a.m.k. mætti ætla svo af evrópskum sagnfræðiritum, þ.á m. rússneskum. Menn hræddust þá ekki einungis beinlínis vegna Tartara dreymir um ríki við Úral og Volgu grimmdar þeirra, heldur einnig þess að khanar Mongóla og sumir khana Gullna skarans voru snjallir her- stjórnendur. Fengu Mongól- ar/Tártarar þannig á sig orð fyrir að vera ósigrandi. Umdeilt er hinsveg- ar hve lengi þeir hafi verið miklir hermenn. Ivan grimmi, fleiri Rússa- keisarar, konungar og furstar Pól- verja og Litháa o.fl. notuðu þá í heri sína, kannski öllu fremur vegna hræðsiunnar við þá en framgöngu þeirra í bardögum. Frá 15. öld og fram á þá 18. er Tartara getið í heimildum einkum sem frábærra hestamanna, sem voru ákaflega skjótir í förum og snarir í snúning- um. Komu þeir því mörgum að óvörum, einkum óbreyttu og óvopn- uðu fólki í dreifbýli, sem þeir rændu og brenndu ofan af, drápu, kvöldu, nauðguðu og drógu á brott með sér í þrældóm. Yrðu þeir varir við vopn- að óvinalið, var einna líklegast að þeir þeystu á flótta sem skjótast. Með nútímaorðalagi mætti kannski segja að þeir hafi verið hryðjuverka- menn síns tíma. Af Evrópuþjóðum höfðu Rússar mest af Tartörum að segja og er þá ekki einungis átt við hernað hers- höfðingja Djengisar stórkhans og Ögödais sonar hans og hrottakúgun Gullna skarans. Krím-Tartarar, sem lengi höfðu ríki við Svartahaf og nutu verndar Tyrkjasoldáns, voru í meira en þrjár aldir eftir endalok Kasankhanatsins líklega sú versta af öllum landplágum Rússlands. Á hverju ári eða því sem næst máttu Rússar búast við velríðandi ræn- ingjum og brennuvörgum sunnan af Krím, sem herjuðu Iandið allt norður að Moskvu, meðhöndluðu varnarlaust fólk með þeim hætti er áður hefur verið vikið að og voru horfnir eins og kólfi væri skotið með herfang sitt, aðallega stúlkur og pilta til sölu á þrælamörkuðum íslamska heimsins, áður en her kæmist á vettvang til að fást við þá. Þessa plágu losnuðu Rússar ekki við að fullu fyrr en Katrín mikla lagði undir Rússland héruðin norðan Svartahafs á síðari hluta 18. aldar. Ungversk-rússneski sagnfræðing- urinn Tibor Szamuely segir í bók sinni The Russian Tradition: „Vera má að ekkert annað af því, sem Rússar hafa mátt reyna í sögu sinni, hafi haft svo djúptæk áhrif á þjóð- arminni þeirra sem hryllingur þess- arar hvíldarlausu baráttu við þræla- veiðara og manndrápara úr suðri." ívan grlmml: Tartarar muna enn helmsókn hans tll Kasan. „Ætlum ekki að verða undir rústunum“ Nú eru Rússar á ný farnir að hafa áhyggjur af Tartörum. Ringulreiðin í stjórn- og efnahagsmálum Rúss- lands hefur leitt til þess að hinir og þessir hlutar þess eru farnir að stjórna sér sjálfir að meira eða minna leyti. Það á ekki síst við um sjálfstjórnarlýðveldin, sem stofnuð voru kringum þjóðernisminnihluta. Sjálfstjórnarlýðveldi og fylki, sem hafa arðvænlegar auðlindir, olíu, demanta, gull o.s.frv. og/eða liggja vel við samgöngum, telja hag sínum best borgið með því að búa að sínu og slíta sig úr tengslum við mið- stjórnina í Moskvu. Tatarstan er eitt þeirra svæða sem í því eru fremst í flokki. „Við reynum að forðast að verða undir rústum rússneska heimsveldisins," segir áðurnefnd Bajramova. En á bak við sjálfstæðis- baráttu þessa hjá ýmsum, þ.á m. Tartörum, eru auk efnahagslegra hagsmuna þjóðernis- og trúmál. Tartarar í Tatarstan tala að vísu tyrkneskt mál og eru múslímar, en eru núorðið ekki mjög frábrugðnir Rússum í útliti og hafa samið sig í mörgu að siðum þeirra. Og á sov- éska tímanum bjuggu þeir og Rúss- ar (sem eru yfir 40% íbúa Tatarst- ans) saman í friði og spekt, eða ekki Lýðveldi sem óhlýðnast Rússlandsstjórn 1 Karelía, 2 Komi, 3 Jakútía, 4 Tatarstan, 5 Kalmúkía, 6 Tjetjenía, 7 Basjkorstan, 8 Túva, 9 Búrjatía

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.