Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. apríl 1993 Tíminn 9 fréttist annað. En það varð þar eins og víða annarsstaðar í sovétheims- veldinu, að þegar frelsið jókst tóku menn að skiptast í fjandsamlegar fylkingar eftir þjóðernum. Frétta- menn að vestan, kunnugir í Tatarst- an, segja að í augum Tartara séu Rússar heimsvaldasinnuð herþjóð, sem framið hafi „þjóðarmorð" á Tar- törum. Líkt og í fyrrverandi Júgó- slavíu er talað þar um atburði langt úr fortíð eins og þeir hafi gerst í gær. ívan grimmi er orðinn í augum Tártara ímynd fortíðarsamskipta við Rússa og þar með Rússlands. „ívan grimmi er lykilpersóna í stjórnmálum þeirra," segir Vladímír Beljaev, einn talsmanna Rússa í Tat- arstan. „Hefnd er það sem þeir vilja." Endurreisn Gullna skarans? Tatarstan neitaði að undirrita sátt- mála við Rússlandsstjórn, sem átti að tryggja að lýðveldið yrði áfram hluti rússneska sambandslýðveldis- ins (hið sama gerðu Tjetjenar í Kák- asuslöndum, þjóðbræður Khasbúl- atovs höfuðandstæðings Jeltsíns). í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fór fram þótt Jeltsín bannaði hana, greiddi meirihluti íbúa Tátarstans Rútskoj: talsmaður „Rússa næst- um erlendis". atkvæði með „sjálfstjórn" og í fram- haldi af því lýsti lýðveldið sig „full- valda ríki" s.l. ár. Ekki er alveg ljóst hvað nákvæmlega er meint með því, en varla er fjarri lagi að ætla að með þeirri yfirlýsingu hafi Tatarstan- Tartarar gefið til kynna að þeir vilji verða sjálfstæðir í raun. Þeir hafa þegar eigið þjóðþing í Kasan. Þeir róttækari meðal þjóðernis- sinna þar vilja ganga lengra. Að sögn bresks fréttamanns, Matthews Campbell við Sunday Times, láta þeir sig dreyma um „sambandsríki Úral- og Volguhéraða". Þar verði ís- lam ríkjandi trú og Tartarar áhrifa- þjóð með meira móti. Miðað við fyr- irhugaða stærð þessa framtíðarríkis og svæði þau, er því er ætlað að ná yfir, má gera ráð fyrir að hér séu að baki draumar um endurreisn ríkis Gullna skarans. Rússar í Tatarstan, uggandi um sinn hag út af sífelldum brennum á myndum af ívani og annarri tján- ingu tartarskrar þjóðernishyggju, bregðast sumir við því með því að gerast þjóðernissinnar fyrir sitt leyti. Þessir kalla Jeltsín gjarnan svikara og glæpamann fyrir að taka ekki í lurginn á þjóðernissinnum þjóðernisminnihluta. Aðrir Rússar í Kasan og nágrenni reyna að aðlag- ast breyttum kringumstæðum eftir bestu getu. Þeir eru orðnir svo þreyttir á hörmungarástandinu í efnahagsmálum að sumir þeirra segjast reiðubúnir að sætta sig við sjálfstætt Tatarstan eða allt að því, ef því mætti fylgja efnahagsbati þar, og jafnvel gera það til geðs tartörsk- um sambýlingum sínum að læra mál þeirra. Virðist svo sem mörgum Rússum þyki það síðasttalda einkar ömurlegur kostur. Meðal Rússa í Tátarstan, bæði þjóðernis- og aðlög- unarsinna, er ofarlega kvíði út af því að til, ofbeldisbeitingar kunni að koma í samskiptum þjóða þar sem víðar. Rútskoj og ívan Að sögn áminnsts Campbells „er Jeltsín hrjáður af ótta um“ að þróun sú, sem komin er hvað lengst á veg í Tátarstan, leiði til þess að molna muni utan úr Rússlandi þangað til ekkert verði eftir af því annað en nokkurnveginn það svæði, sem var furstadæmið Moskva áður en ívan grimmi lagði upp í ferðina til Kasan. Jeltsín hefur hvað eftir annað, einn- ig í valdabaráttunni nú síðustu vik- urnar, sagt að Rússland kunni að splundrast í óteljandi dvergríki sem eigist illt við um ófyrirsjáanlega framtíð. Ekki þarf þetta eingöngu að vera hræðsluáróður hjá Jeltsín, því að sumir af gleggri Austurevrópu- fræðingum Vesturlanda telja líkleg- ast að svo muni fara. Fréttamenn að vestan staddir í Rússlandi telja sig hinsvegar merkja að ýmsir aðilar þarlendis hafi hug á að grípa til harkalegra aðgerða til að koma í veg fyrir slíka framvindu mála. Einkum eigi það við um her- foringjana. Þeim hafi þótt nógu hörmulegt að horfa aðgerðalausir upp á sovéska heimsveldið leysast upp og muni ekki hafa hugsað sér að verða eingöngu áhorfendur að öðru álíka sögudrama. Sagt er að þeir geri sér vonir um Aleksandr Rútskoj, varaforseta Rússlands, sem nothæfan leiðtoga. Rútskoj gat sér frægðarorð í Afganistan og hefur náð talsverðu fylgi, ekki síst í hern- um, með því að tala máli „Rússa næstum erlendis". Svo kalla Rússar þá landa sína sem búa í fyrrverandi sovétlýðveldum og í sumum sjálf- stjórnarlýðveldanna. Ekki er ólíklegt að framtíðar- draumar tartarskra þjóðernissinna og líkur á því að þeir gætu ráðið úr- slitum um hvort Rússland fer alveg úr böndunum eða ekki hafi einhver áhrif á hugarfar herforingja og fleiri Rússa um þessar mundir. Ætla má að gamlar endurminningar Rússa um Tartara séu í því sambandi ekki án þýðingar. Rússar í Tatarstan hafa Rútskoj í miklum hávegum. En tartarskir þjóðernissinnar eru farnir að sjá hann fyrir sér sem mögulega nú- tímaútgáfu af ívani grimma. Jeltsín og sjóllðar: tekur herlnn tll slnna ráða? tækniskóli íslands Háskóli og framhaldsskóli Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 91-814933 Tækniskóli íslands vekur athygli á, að frestur til að sækja um skólavist árið 1993-94 ertil 16. apríl næstkomandi. Tækniskóli íslands er háskóli í tengslum við atvinnulífið og býður upp á nám til B.S.-prófs og styttra starfsnám. Áætlað er að taka inn í eftirtaldar deildir og námsbrautir Frumgreinadeild. Almennt nám til undirbúnings námi á háskólastigi. Námið er ætlað iðnaðar- mönnum og öðrum með viðeigandi reynslu úr atvinnulífinu. Byggingadeild. Byggingaiðnfræði og byggingatæknifræði til B.S.-prófs. Véladeild. Véliðnfræði og 1. ár í véltæknifræði og skipatæknifræði. Rafmagnsdeild. Rafiðnfræði (sterkstraums- og veik straumssvið) og 1. ár í rafmagnstækni- fræði (sterkstraums-, veikstraums- og tölvusvið). Rekstrardeild. Iðnrekstrarfræði (framleiðslu-, markaðs- og útvegssvið) og iðnaðartæknifræði til B.S.-prófs. Heilbrigðisdeild. Meinatækni til B.S.-prófs og röntgen- tækni til B.S.-prófs (Umsóknarfrestur til 10. júní n.k.). Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans alla virka daga kl. 8.30 til 15.30. Skrifstofan veitir allar almennar upplýsingar um skólann. Auk þess veita deildarstjórar kennsludeilda allar upplýsingar um inntökuskilyrði og námsframboð einstakra deilda. Umsækjendur, sem Ijúka prófum eftir lok umsóknarfrests, þurfa að senda inn prófskírteini, þegar þau liggja fýrír. Öllum umsóknum verður svarað fyrir miðjan júní. Rektor Héraðssjúkrahúsið Blönduósi Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga í afleysingar í sumar. Á sjúkrahúsinu er blönduð deild og öldrunardeild, alls 42 rúm. Hringið og kannið málin í símum 95- 24206 og heimasíma 95-24528. Hjúkrunarforstjórí. Byggdastofnun, ísafirði Til sölu Til sölu erfasteignin Nauteyri II, íbúðarhús, Nauteyrar- hreppi, Norður-ísafjarðarsýslu. Húsið er byggt 1986, steyptir útveggir en milliveggir úr timbri. Stærð er 144 m2 að grunnfleti á einni hæð, sem skiptist þannig: 4 svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottahús, geymsla og forstofa. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Óskarsson í síma 94-4633. Hjúkrunarfræðingar Sumarafleysing Sjúkrahús Suðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræð- inga á sjúkradeild og Ljósheima, langlegudeild, í sumar- afleysingar. Sjúkradeildin er blönduð 30 rúma deild, sem skiptist í A- og B-gang. Hluti af A-gangi verður lokaður í sumar. Ljósheimar er öldrunardeild með 26 rúmum. Vinnuaðstaða er góð, umhverfi hlýlegt og góður starfs- andi. Upplýsingar um launakjör og annað gefur hjúkrunarfor- stjóri, Aðalheiður Guðmundsdóttir, í síma 98-21300 eða heima 92-21209.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.