Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 21

Tíminn - 03.04.1993, Blaðsíða 21
Laugardagur 3. apríl 1993 Tíminn 21 Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Reykjavíkurmeistar- arnir slegnir út Um síðustu helgi lauk undan- keppninni í íslandsmótinu í sveita- keppni. Að flestu leyti urðu úrslit eftir bókinni ef undanskilinn er ár- angur sveitar S. Ármanns Magnús- sonar, sem vann Reykjavfkurmeist- aratitilinn á dögunum. Sveitin varð að lúta í lægra haldi fyrir C- sveit Roche sem endaði með 23 stigum meira en S. Ármann Magn- ússon. Sveit Siglfirðinganna var eina landsbyggðarsveitin sem tryggði sér rétt í úrslitunum og þurfti hún að hafa fyrir því, því sveit Sigfúsar Þórðarsonar var með 11 stiga for- skot á Siglfirðingana fyrir síðustu umferð. Að mótinu loknu var dregið um töfluröð sveitanna sem spila í úr- slitunum um páskana og er hún sem hér segir: 1. Glitnir 2. VÍB 3. Hjólbarðahöllin 4. Sparisjóður Siglufjarðar 5. DV 6. Tryggingamiðstöðin 7. Roche 8. Landsbréf Hæsta skorið áttu sveitir VÍB og Landsbréfa. VÍB skoraði 165 stig af 175 mögulegum en Landsbréf 160. í þriðju umferð áttust við sveitir Hvolsvallar og Landsbréfa. Þar voru miklar sveiflur og staðan í hálfleik var þannig að sveit Lands- bréfa hafði skorað 98 IMPa gegn 37 sem þýðir að meðalskor í spili var 8,6 IMP sem er hreint ótrúlegt. í opna salnum í fyrri hálfleik sátu Jón Baldursson og Matthías Þor- valdsson í NS. Spil 9 norður gefur; austur/vestur á hættu, I A4J * DT32 VESTUR AUSTUR * D872 A 943 V 72 V 958 * K5 ♦ DGT6 * ÁG854 * K976 SUÐUR * ÁKT65 V KDG4 * 9872 * . vestur norður austur suður pass 1* pass 4* pass 4^ pass 4* pass 5* pass 6* allir pass 4 lauf Jóns voru splinter og eftir fyrirstöðusagnir rötuðu NS í slem- muna. Austur spilaði tíguldrottn- ingu út sem Matthías drap í borði og spilaði síðan aftur tígli og vest- ur átti slaginn á tígulkónginn. Vestur spilaði laufi sem Matthías trompaði í borði og eftirleikurinn var handavinna. Hann notaði litlu trompin sín þrjú til að trompa einu sinni tígul og tvisvar spaða og átti síðan alla slagina með víxltromp- un. Með hjartaútspili og aftur hjarta þegar vömin kemst inn, verður málið hins vegar snúnara. Þetta var eitt af þeim spilum sem skilaði drjúgum arði í pott þeirra Landsbréfamanna. þraut 8 NORÐUR A K64 V KD65 ♦ ÁGT4 * G9 SUÐUR A Á7 V Á72 ♦ 652 * ÁKDT5 Eftirfarandi spil kom upp í sveita- keppni í Englandi. Samningurinn var 6 grönd á flestum borðanna og austur/vestur blönduðu sér eðli- lega ekkert í sagnir. Þeir spilarar sem fengu spaða út töpuðu undan- tekningalítið spilinu. Sagnhafar reyndu flestir að tvísvína tígli og svo kom tuldrið um óheppni og 66% líkumar í kjölfarið þegar austur reyndist með tígulhjónin. Hins vegar fundu margir vandvirk- ir spilarar vinningsleiðina eftir tígúlútspil. Hver er hún? NORÐUR A K64 V KD65 ♦ ÁGT4 ♦ G9 VESTUR AUSTUR ♦ T853 ♦ DG92 * G983 V T3 ♦ 87 ♦ KD93 * 763 * 842 SUÐUR ♦ f V Á72 ♦ 652 ♦ ÁKDT5 Tíguláttan kom út og hægt er að útiloka 4ða hæsta þar sem fæstir spila frá kóngi/drottningu í þeirri stöðu í grandslemmu. Þvf er best að setja tíuna og gefa slaginn, stað- setja austur með bæði hágildin og undirbúa jarðveginn fyrir kast- þröng ef hjartað skiptist ekki 3-3. Áustur skilar spaða um hæl sem sagnhafi drepur heima og athugar hjartað. í þriðja hjartaslag sýnir austur eyðu þannig að áframhaldið verður að beinast að tvöfaldri kast- þröng mótherjanna í spaða. Ógnin gagnvart austri hlýtur að vera fólg- in í því að vestur hafi spilað út frá tvflit í tígli. Því er rétt að halda tí- gullitnum opnum með því að taka á ásinn áður en laufunum er spilað til enda. í þriggja spila endastöðu, þegar laufinu er spilað, verður vestur að halda í hjartagosann og austur í tígulinn. Báðir verða því að sleppa valdinu á spaðanum sem þýðir að spaðasexan verður tólfti slagurinn. íslandsmótið í tví- menningi. Nú líður að einu stærsta móti ver- tíðarinnar þ.e.a.s. íslandsmótinu í tvímenningi 1993. Það verður haldið 22.-25. aprfl á Hótel Loft- leiðum. Undankeppnin sem er öll- um opin, verður 22. og 23. aprfl, þrjár umferðir spilaðar. Þau 24 pör sem verða efst að henni lokinni, halda áfram ásamt kjördæma- meisturunum átta sem komast beint í úrslit. Raðað verður í riðla og verður fyrirkomulagið þennig að engin tvö pör spila oftar en einu sinni saman. Keppnisgjald er kr. 6.500 á parið og verður tekið við skráningu til mánudagsins 19. aprfl í síma 91- 689360. Landliðsval Helgina 17. og 18. aprfl nk. verður haldin landsliðskeppni í Sigtúni 9, butler tvímenningur ca. 120 spil, í kvennaflokki og flokki yngri spil- ara (68 og yngri). Þau pör sem vinna eiga víst sæti í landsliðum þessa árs. Auglýst er eftir pörum sem vilja taka þátt í þessari keppni og verður valið úr umsóknum. Ekki fleiri en 16 pör verða valin í hvorum flokki og er þáttökugjald 2.000 kr. á par. Skráningarfrestur er til 14. aprfl í síma 91-689360 á skrifstofu BSÍ. Meðal verkefna þessara liða á komandi sumri eru Norðurlanda- mót yngri spilara í Danmörku í júní og Evrópumót kvenna í Ment- on í Frakklandi. Bikarkeppni Brídgesambands Islands Bikarkeppni Bridgesambands íslands verður með sama sniði og undanfarin ár. Síðasta ár tóku 48 sveitir þátt í keppninni og var það töluverð fjölgun miðað við síðustu ár. Keppnisgjald verður eins og í fyrra, kt. 3000 á umferð og greiðist áður en leikur fer fram. Skráningarfrestur er til mánudagsins 11. maí og verður dregið í fyrstu umferð strax þegar sá frestur er útrunninn. Skráning er á skrifstofu Bridgesambands íslands í síma 91-689360. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. ÚTBOÐ Atvinnuaukandi aðgerðir Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar- verkfraeðings, óskar eftir tilboðum í endurmálun á ýmsum fast- eignum Reykjavíkurborgar, sem eru atvinnuaukandi aðgerðir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama stað miðvikudaginn 21. apríl 1993, kl. 14:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum í vatnsrennibraut fyrir Sundlaug I Árbæjarhverfi. Um er að ræða ca. 35 m langa vatnsrennibraut. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 6. apríl 1993. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. maí 1993, kl. 11:00. Frá Alþingi íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. septem- ber 1993 til 31. ágúst 1994. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaup- mannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni sem er í St. Paulsgade 70 (skammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja herbergja (um 80 ferm.), en auk þess hefur fræðimaður- inn vinnuherbergi í Jónshúsi. Ibúðinni fýlgir allur nauð- synlegasti heimilisbúnaður og er hún látin í té endur- gjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mán- uðir, en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir at- vikum. Umsóknir um íþúðina skulu hafa borist til skrifstofu Al- þingis eigi síðar en 15. maí n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störf- um. Enn fremur hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið skal fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráði Islands í Kaupmannahöfn. FORVAL Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, leitar þátttakenda í forvali vegna innkaupa á: a) 1.000 m2 af 7 cm þykkum gráum og rauðum graníthellum. b) 50 m2 af 3 cm og 7 cm gráum graníthellum á tröppur. Fon/alsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 1.000,- skilatryggingu. Umbeðnum upplýsingum skal skila á sama stað eigi siðar en 21. apríl n.k. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 HlHIHi XJélm SpwtlanT) Súðarvogi 18 Knarrarvogi 2 Sími 91-685128 Fax 91-685119 kimpnc varahlutir í flestar GERÐIR VÉLSLEÐA YAMAHA VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Vélhjól, vélsleðar, utanborðsmótorar o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.