Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 17. ágúst 1996 Heimsborga- jafnt og haustsólarferdir seljast eins og heitar lummur: Gríöarleg sala í haustferöir segir feröaskrifstofufólk „Me& okkur fóru um 30% fleiri í sumar heldur en í fyrra og þaö kæmi mér ekki á óvart þótt þetta sigli áfram á svipubum nótum í haust", sagbi Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferb- um, einn þeirra ferbaskrifstofu- manna sem Tíminn leitabi hjá upplýsinga um framhaldib á ferbamarkabnum í haust. Hann og fleira ferbaskrifstofufólk viröist á einu máli um ab lítib lát sé á feröagleöinni sem gripib hefur landann á þessu ári. Heimkomnir íslendingar frá út- löndum voru orbnir 15.000 fleiri núna í júlílok en fyrir ári. Fjölgunin er mest í júní og júlí, 20-25% m.v. sömu mánubi í fyrra. Forstöbumenn nokkurra ferbaskrifstofa voru spurbir hvort búast mætti vib álíka aukningu áfram næstu mánubi. M.a.s. að vérða upp- selt í fyrstu London- ferbina „Mér sýnist allt benda til þess", sagbi Atli Már Ingólfsson í Heims- feröum. „Bæbi erum viö nýbúin aö setja á markaöinn London í beinu flugi tvisvar í viku, sem fengiö hefur feiknalega gott start. Fyrsta feröin, 26. september, er m.a.s. ab veröa uppseld, þannig ab þaö er greinilega mikill hugur í fólki. Svo settum við Kanaríeyjar á markaðinn í þessari viku og það hefur líka fengið rokna start. Sjálfsagt er þetta eitthvað mis- jafnt eftir því hvert fólk er að fara Félag úthafsútgeröa: Slakir samn- ingar og enn slakari fram- kvæmd Á aukaaðalfundi í Félagi út- hafsútgerba var samþykkt ab lýsa miklum vonbrigbum meb samninga íslenskra stjóm- valda ab undanförnu um veibirétt til handa íslending- um á úthafinu og þungum áhyggjum af þróun þeirra mála allra. Félagið er með þessu ab vísa til samninga um síldarkvóta í Síld- arsmugunni og samninga um skiptingu karfakvótans á Reykja- neshrygg. Félag úthafsútgerba tekur fram ab ekki einasta séu samn- ingarnir sjálfir slakir meb hlið- sjón af íslenskum hagsmunum heldur sé framkvæmd þeirra meb slíkum hætti af hálfu ís- lenskra sjórnvalda ab þess er sér- staklega gætt að íslendingar séu enn frekar hlunnfarnir við veið- arnar. Fundurinn skoraði á íslensk sjávarútvegsyfirvöld ab láta af þeirri mismununarstefnu sem vibgengist hefur varðandi t.d. úthlutun kvóta í Síldarsmug- inni, að útgerðir sem þegar hafa allar aflaheimildir innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu skuli einnig hafa forgang við úthlut- un aflaheimilda utan lögsög- unnar. ■ og eftir ferðaskrifstofum. En alla vega kemur í ljós, þegar við ber- um saman þá áfangastaði sem við vorum með í fyrra og aftur núna, að undirtektirnar eru hraðari nú, og voru þær þó góbar áður", sagði Atli Már. „Mönnum orðið mál" „Mér finnst mikill áhugi fyrir haustferðum", sagði Laufey Jó- hannsdóttir hjá Plúsferðum. „Ég var hins vegar ekkert voðalega hress með yfirlýsingar sem ég heyrði frá Kaupmannasamtökun- um, þær voru að mínu mati gaml- ar lummur. Menn fara elli lengur gagngert í svona „Glasgowferðir" eins var hér fyrir áratug eða svo. Þetta er orðið allt öðruvísi núna. Auðvitað fer ekki milli mála að fólk verslar eitthvaö í og með, en bara eins og fólk jafnan gerir hvert sem þab fer. En það fer ekki lengur gagngert í innkaupaferð- ir". Laufey segir mjög góð viðbrögð við ferðum eins og til London, Glasgow og Newcastle. „Og svo fjölgar þeim líka sem fara bara í sólina. Við finnum mjög aukinn áhuga á að komast í haustferðir í sól, bæði til Kanarí og Flórída". Varðandi vangaveltur um ástæður þessarar stórauknu ferða- gleði sagðist Laufey halda að Steingrímur Sigfússon hefði kannski hitt naglann á höfuðið í fréttatíma nýverib. „Hann sagbi að „mönnum væri orðið mál". Ég held að það sé eitthvað til í því. Það eru líka viss merki sem maður getur lesið um aukna bjartsýni hjá fólki. Áður, meðan samdrátturinn var, þá fannst mér fólk jafnvel koma meb peninga. Nú er fólk ekkert meb peningana í höndunum, heldur kort. Ég held ab þessi breyting byggist á því ab fólk er nú að verða öruggara með vinnu og öruggara meb afkomu sína. Áður var það kannski ekki einu sinni öruggt með að það hefði ennþá vinnu þegar heim var komið", sagbi Laufey Jó- hannsdóttir. Alveg gríöarleg sala í gangi Goði Sveinsson hjá Úrvali Út- sýn sýnist lítið lát á útþrá land- ans. „Þab er alveg gríðarleg sala í gangi. Það er Edinborg sem ber kannski hæst hjá okkur þessa stundina, en þangað fljúgum við í beinu leiguflugi á haustin. Þang- að erum við búin að selja um 1.200 til 1.300 sæti síðan sala byrjaði fyrir tíu dögum. Newc- astle gengur líka mjög vel. Við erum líka að selja stuttar ferðir í sólina í haust, Portúgal og Mallorka, sem eru að verða meira og minna uppseldar. Vib bættum við nokkrum 7 til 11 daga ferðum og þær hafa verið gríðarlega vin- sælar, ekki síst á Palma, þar sem hægt er að sameina á mjög skemmtilegan hátt strandlíf og verslun. Síöan erum við í startholunum að hefja sölu á Kanaríeyjar í næstu viku og næst kemur mjög stórt program á Florida, m.a. á nýjan stað sem við eigum von á að slái í gegn. Til Agadir förum við líka þriðja veturinn í röð. Það er dæmi sem gengur mjög skemmtilega", segir Gobi Sveins- son. Barcelona mjög vin- sæl í haust „Já, ég held að þessi aukna ferðaglebi haldi áfram í haust. Fók er byrjab að bóka sig í haust- ferbirnar af fullum krafti", segir íslaug Aðalsteinsdóttir hjá Ferða- skrifstofu Reykjavíkur. Gífurleg fjölgun haustferða hafði að vísu hafist strax í fyrrahaust, en þar væri samt ekkert lát á. „Haustpró- grammið er nýkomið út, fyrir að- eins 9 til tíu dögum, og það er strax mjög mikið líf í þessu. Aðal- lega eru það borgaferðirnar sem fólk er spennt fyrir. Og síðan það sem nýtt er í þessu; Barcelona, sem er mjög vinsæl í haust. Þang- að er nú hægt að fara í helgarferð- ir í fyrsta skipti, sem fólki iýst vel á", sagði íslaug Aðalsteinsdóttir. PáÐ GFk'K V/Sr VOA/GM FFÚMAF /VJÚ PF//J /)£) _ wmp/p/m, J) o FN Þ/)£> Cs) GFáP BÚRV) •jj SVO/U/)HJÁ V ) PP/P/ PÐ \'TjA 5/C//P PFSFP \TH PPA//J! uni- 1 Sagt var... Þegar ahkomumanni er mikib mál þá pissar hann bara ... „Eba dettur nokkrum heilvita manni í hug ab Akureyringur þurfi einhvern tímann ab pissa." Skrifar Benedikt Axelsson, kennari, í kjallaragrein í DV. Af eingetnum gubsbörnum „Móburhlutverkib er göfugasta, há- leitasta og vandasamasta gubsgjöf- in." Skrifar Sigurbur Antonsson, fram- kvæmdarstjóri, í kjallaragrein í DV þar mælir hann nýjum valmöguleika fyrir konur varbandi fæbingarhjálp. Vanþóknun í valdalausum ráb- herra „Vibbrögb hjúkrunarfræbingsins í heilbrigbisrábherranum ...: gamalt fólk og gebsjúkt verbur ekki sett út á gaddinn, sagbi hún meb þeim til- finningahita sem sjónarspilinu hæfbi. Gleymdi því ab hún hefur frá upphafi dinglab meb í þessari firrtu og illvígu abför ab heilbrigbisþjónustunni og rábuneyti hennar oft ekki verib ann- ab en reglugerbaátomat gegn vel- ferb lítilsmegandi fólks." Skrifar Birgir Sigurbsson, rithöfundur, í kjallargrein í DV um sparnabartillögur stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur sem koma, ab sögn formanns stjórnarinnar, harbast nibur á öldrubum, gebsjúkum og þeim sem þurfa endurhæfingu. Frelsi til ab neyta „Eins og allir eiga ab vita er verslun- arfrelsib fyrir kaupmenn en ekki vib- skiptavini þeirra. Þess vegna eiga kaupmennirnir ab rába hvar lýburinn kaupir varninginn ..." Úr víbavangspistli Tímans sem fjallar um átak hagsmunaabila í verslun, þ.e. verslun hér og verslun þar. Læknar óskast til starfa, hæfis- skilyrbi ab hafa hugsjón „Raunar geta ekki abrir menn en hugsjónamenn orbib læknar og stéttin má varast ab verba af aurum api." Úr föstudagspistli Ásgeirs Hannesar í Tímanum. Þar gagnrýnir hann stjórn- völd fyrir þá linkind ab standa í samn- ingavibræbum vib fólk, þ.e. lækna, sem er ekki lengur í vinnu hjá því. Af sönnum jafnabarmönnum og ósönnum „En þetta er ekki eitthvab sem þú neybir fólk til ab trúa á og lifa eftir, samhygb og bróburkærleikur er til- finning sem verbur ab vera sjálf- sprottin. Þab er nú munurinn á jafn- abarmanni og „nettum" jafnabar- manni." Skrifar Þóra Arnórsdóttir, framkvæmd- arstjóri Sambands ungra jafnabar- manna, í pallborbsgrein Alþýbublabs- ins. Mikib er rætt um atkvæbagreibslu út- varpsráðs um dagskrárstjóra á Rás 2 í heita pottinum. Mebal þess sem heyrbist er ab sjálfstæbismenn hafi þreifab fyrir sér meb fulltrúum hinna flokkanna um bandalag gegn Sigurbi G. Tómassyni. Niburstaban hafi verib ab sjálfstæbismenn hafi stutt Lilju Gubmunds vegna þess ab þá var kominn meirihluti, enda hafi Þórunni Sveinbjarnar kvennalistakonu hafi lit- ist vel á Lilju á „faglegum forsend- um" eins og sagt er og hvort sem er ætlab ab stybja hana gegn Sigurbi. í pottinum segja menn ab nú sé mott- óib ekki „allt er betra en íhaldib", heldur „íhaldib telur allt betra en Sig- urb". En allt kom fyrir ekki hjá útvarpsrábi, því Heimir Steinsson hélt sínu striki og rébi Sigurb ... • Alþýbublabib hefur birt í tvígang þab sem þab kallar „Dagbækur Olafs Ragnars Grímssonar", en þessi dag- bókarbrot eru skáldskapur í léttum dúr um forsetann okkar. Hafa menn þab til marks um breytta tíma ab skrif af þessu tagi birtist opinberlega um sitjandi forseta en í pottinum telja menn þab þó lán ab forsetinn hafi húmmor fyrir sjálfum sér og leibi skrifin hjá sér. Hins vegar skiptast menn í mörg horn þegar kemur ab því ab velta fyrir sér hver sé raunveru- legur höfundur dagbókarbrotanna, en flestir í heita pottinum hafa tippab á Hallgrím Helgason ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.