Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. ágúst 1996 9 Hennar rétta nafn var tal- iö vera Maud Smith. Einnig gekk hún undir nöfnunum Maud Merton, Croucher eöa Cooke. Ekki fylgir sögunni hvert nafnanna hún notaöi þegar George Cooke lögregluþjónn kynntist henni. Cooke var 27 ára þegar þetta geröist, ár- iö 1893, myndarlegur maöur og hávaxinn. Hann naut góös álits í starfi sínu og var spáö góöum frama innan lögreglunnar, en hann haföi gegnt störfum innan hennar í rösk fimm ár. Hann haföi hitt Maud er hann gekk vaktina á götum borgarinnar, en hún gekk líka sína „vakt", því hún var ein svo- kallaöra „dætra göt- unnar". Hann varö ást- fanginn af henni og reyndi aö fá hana til aö bæta ráö sitt. Hún endurgalt tilfinningar hans og þau hófu sam- \ búö. En vegna þess hvað Co- 'Jý oke var oft fjarverandi á nætur- vöktum var Maud oft einmana og saknaði félagsskapar karlmanna. Því sótti allt fljótlega í fyrra horf. Hún fór aö taka viðskiptavini heim meö sér í íbúðina sem þau Cooke leigðu saman. Oft kom til hávaðarifrildis milli þeirra Cook- es og margsinnis lofaöi Maud að bæta ráð sitt og sveik það jafn oft. Þau fluttu mörgum sinnum, en það breytti litlu. Maud myndi aldrei heyra einum manni til. Hótanir Eftir rifrildi og stapp í hálft þriöja ár sagði Cooke Maud loks- ins upp. Þá brást hún æf viö. Henni var farið að þykja vænt um hann á sinn hátt og vildi ekki missa hann. í örvæntingu sinni hótaöi hún að kæra hann fyrir yf- irmönnum hans og kvaðst mundu segja þeim aö hann hefði lifað á því sem hún vann sér inn. Engu aö síður fór Cooke frá henni og hún stóð við hótun sína. En yfirmenn lögreglunnar viröast ekki hafa tekið mikið mark á orð- um hennar. Þó kom það sér illa fyrir Cooke að hafa tekið saman við kvenmann eins og Maud. Hann var leystur frá störfum í mánuð og fluttur til Notting Hill. Cooke trúlofaðist annarri stúlku - þjónustustúlku hjá hefð- arfrú - og hugðist giftast henni í október sama ár. En Maud lét sér ekki segjast. Að kvöldi 6. júní 1893 kom hún á lögreglustöðina í Notting Dale og spurði eftir Co- oke. Hann var ekki þar og hófst nú dálítill eltingaleikur þar sem þau fórust stöðugt á mis. Um ell- efuleytið sá maður einn hvar lög- regluþjónn stóð og reifst við konu skammt frá Wormwood Scrubs fangelsinu, en meðal skyldustarfa Cookes var varðstaða fyrir utan fangelsið. Annar lögregluþjónn, Kemp að nafni, hafði átt að vera með Cooke, en hann hafði tafist á lögreglustöðinni fram til klukkan að ganga tólf. Þegar Kemp losnaði loksins af stöðinni flýtti hann sér til móts við starfsbróður sinn. Þegar þeir mættust var farið að rigna og Co- oke hafði farið í yfirhöfn sína. Kemp minntist þess seinna að Co- oke hefði verið í góðu skapi, þótt veðrið væri leiðinlegt. Þeir gengu saman í um 20 mínútur þar til Co- oke þurfti að fara á salerni. Klukk- an 4 e.m. fór Kemp af vaktinni, en Cooke var áfram fram til kl. 6. Þetta rösklega aldargamla mál segir frá laganna veröi sem lenti í mjög vondum málum AW' Samtímateikning af 1 morbinu fyrir utan fang- elsib. Lögregluþjonninn og gleðikonan Líkfundur Klukkan 5.45 átti fjárhirðirinn Henry Kimberley leið framhjá fangelsinu með hundi sínum. Þá kom hann auga á lík af konu sem lá í grasinu fyrir utan fangelsis- veggina. Hann lýsti aðkomunni svo: „Konan lá á bakinu með hend- urnar krepptar á líkamanum. Munnur hennar var úttroðinn af mold, greinilega til að hún gæti ekki æpt. Mér virtist sem hún hefði legið á vinstri kinn í nokk- urn tíma, en svo snúið sér upp í loft er hún dó. Mikið storknað blóð var á andliti hennar. Engin merki sáust um átök." Lögreglulæknir skoðaði líkið og komst að því að hin látna virtist hafa verið kjálkabrotin með sparki. Höfuðkúpa hennar var brotin á nokkrum stöðum og hægra auga var sprungiö. Hin látna reyndist vera Maud Smith. Vitni bar að hann hefði séð þau Cooke saman kvöldið áð- ur. Konan sem Cooke leigði hjá bar að Maud hefði komið daginn áður og spurt eftir honum. Cooke var spurður hvort hann hefði ekki orðið líksins var þaðan sem hann stób vörb við fangelsis- vegginn. Hann sagði það hafa verið útilokað, enda hefbu verið kindur á beit sem skyggbu á það. Sönnunargögn Seinna um morguninn sást til Cookes þar sem hann var að grafa kylfu í garðinum fyrir utan húsib þar sem hann bjó. Þegar grafið var í garðinum fannst blóðug lög- reglukylfa og blístra. Einnig fund- ust blóðblettir á skónum og bux- unum sem Cooke hafði verib í morðnóttina. Er hann var spurb- ur um blóöblettina sagðist Cooke hafa skorið sig í þumalinn við að skera tóbak. Hann viðurkenndi að eiga kylfuna og blístruna sem fundust í garðinum, en sagbist hafa keypt hvortveggja af einum starfsbróður sínum og hafa svo viljað farga því. Er hann var yfirheyrður um varðstöðu sína morðnóttina láb- ist honum að geta þess að Kemp hafbi ekki slegist í fylgd með hon- um fyrr en kl. 11.20. Hann sagði í hálfum hljóðum við annan lög- regluþjón, sem bjó í sama húsi, að hann óskaði þess ab Kemp hefði verið með honum alla nóttina. SAKAMAL „Þá hefði þetta ekki gerst." Hann hvíslaði líka: „Þeir hafa ekki fundið morðvopnið." Þá hafði hin kylfan hans, sú blób- uga, ekki uppgötvast. Klukkan 6 e.h. þann 8. júní var George Cooke ákærður fyrir morðið á Maud Smith. Hann virtist afslappabur þegar hann steig í vitnastúkuna í lög- reglurétti Vestur-Lundúna daginn eftir. í réttinum kom fram ab Cooke var sofandi í híbýlum sínum þeg- ar hann var handtekinn. Einnig kom fram að eftir að Cooke hafði verið fluttur til Notting Hill hafbi Maud Smith hlotið áminningu yfirvaldanna. Henni hafði verið komið fyrir í sómasamlegum hí- býlum, en hún undi sér þar ekki lengi og sótti aftur á fyrri dvalar- staöi. Hún hélt því fram ab Cooke bæri ábyrgð á hvernig komib væri fyrir henni. Játning Cooke var áfram hafður í gæsluvarðhaldi, en hann tók því meb bros á vör. Skömmu seinna sagði hann vib rannsóknarlög- reglumann: „Enginn má sköpum renna." Síban játaði hann til fulls. Játningin var lesin upp þegar réttarhöld í máli Cookes hófust í Old Bailey-dómshúsinu þann 6. júlí 1893. Sækjandi sagbi að þegar Cooke sneri heim til sín kl. 6.30 að morgni 7. júní, hafði honum ver- ið ókunnugt um að lík hinnar myrtu hafði fundist. Jöröin undir líkinu var þurr, sem benti til þess að morðið hefði verið framið fyrir kl. 11, því þá hafði byrjað að rigna. Leigusali Cookes hafði tek- ið eftir því að honum virtist mjög heitt og hann hafði ekki snætt neinn morgunmat, kvaðst ekki hafa neina matarlyst. Seinna sást til hans vera að grafa í garöinum Fyrrnefndur rannsóknarlög- reglumaður hafði eftir Cooke: „Þið hafið ekki rétta verkfærið sem þetta var framið með. Þetta var alls ekki framiö með þessari kylfu" — hann átti þar vib kylf- una sem fannst í garðinum — „þetta var framið með kylfunni sem ég var með á mér, venjulegu kylfunni minni." Cooke hafbi síðan haldið áfram: „Þegar ég hafbi lokib ein- um hring kringum fangelsið þetta kvöld sá ég hana. Ég sagði: ,Hvab ertu að gera hér?' Hún sagði: ,Ég fer ekki héðan fyrr en þú ferð af vakt.' „Ég sagði: ,Þaö kemur brábum annar lögregluþjónn beint hing- að.' Hún sagði: ,Hann vildi ég gjarnan hitta. Ég gæti sagt hon- um eitt og annað.' Ég sagði: ,Burt með þig.' Hún sagði: ,Ég fer ekk- ert.' „Eftir nokkurt rifrildi gekk ég yfir grasflötina í áttina að þeim stað þar sem hún fannst. Ég vildi losna frá henni, en hún elti mig. Á göngunni tók ég kylfuna mína upp úr vasanum og stakk henni upp í ermina. Nálægt þeim stab þar sem hún fannst sagbi ég við hana: ,Ætlarðu að fara?' Hún sagði: ,Ég skal láta þig í friði fram á sunnudag, en þá skaltu líka ...' „Þá sneri hún höfðinu. Ég dró upp kylfuna og sló hana á gagn- augað. Hún féll og bærði aldrei á sér. Síðan sló ég hana, tvisvar að ég held, í höfuðið og einu sinni undir kjálkann. Síðan steig ég á hálsinn á henni og hélt fætinum þar í um fimm mínútur. Hún bærði aldrei hið minnsta á sér. „Síðan gekk ég aftur ab fangelsinu og hitti Kemp lögregluþjón. Ég sagbist hafa gengið einn hring liumhverfis fangelsið. Ég var í besta skapi alla Inóttina. Mér varð ekkert um ab drepa hana. Mér hefur liðið langtum bet- ’.ur síðan hún dó heldur en mér leið áður. Ég hafði ekki stundlegan frið fyrir henni og var mjög vansæll." Morb eba mann- dráp? Verjandi Cookes sagði við kviðdóminn að það væri þeirra að skera úr um hvort lögregluþjón- inum hefði verið mis- boðið svo mjög ab það réttlætti dóm fyrir manndráp frekar en morð. Hann sagði að Co- oke hefði veriö knúinn til örvæntingar af stöb- ugu kvabbinu í Maud. Hún hafbi fylgt Cooke eftir nóttina sem hún dó, og verjand- inn gaf í skyn ab lögregluþjónn- inn hefði greitt henni banahögg í sjálfsvörn. Vitað var að Maud Smith hafði verið í miklu upp- námi rétt áður en hún nálgaðist Cooke og því benti ekkert til þess ab árás hans á hana hefði verið ásetningsverk. Dómarinn sagði hins vegar vib kviðdómendur að það breytti engu hvað fórnarlambib kynni að hafa sagt við banamann sinn, ekkert gæti breytt því að morð hefði verið framið. Ekkert benti til þess að konan hefði beitt ofbeldi og þó hún hafi gert manninum gramt í geði, þá nægði þab ekki til að breyta ákærunni í manndráp. Kvibdómendur voru aðeins frá í 10 mínútur, sneru svo aftur og lýstu George Cooke sekan um morð. Þeir mæltu þó sterklega meb miskunn vegna þess hve honum hefði verið misboðið. Lögregluþjónninn lét sér hvergi bregða er úrskurðurinn var til- kynntur. Er hann var dæmdur til dauða leit hann upp til þriggja kvenna, sem sátu í fremstu röð á svölunum. Þær voru taldar vera systur hans og unnusta. Ein þeirra brast í móðursýkislegan grát og var vísað út úr dómsalnum. Unnusta Cookes skrifabi til Viktoríu drottningar og hertoga- ynjunnar af York. Hún benti á ab bæbi líkskoöendur og kviðdóm- urinn í Old Bailey hefbu mælt með miskunn og ab sótt yrbi um náðun. Áfrýjunin bar þó ekki árangur og ab morgni 25. júlí 1893 átti George Samuel Cooke stefnumót við böbulinn, Billington. Hann gekk ákveðinn í fasi að gálganum í Newgate- fangelsinu. Hann var fölur og tekinn í andliti er hann tók í hönd fangelsisstjórans og þakkaði honum fyrir umsjá hans. Fyrir utan fangelsið hafði múg- ur manns safnast saman til að bíða þess að svarti fáninn, sem merkti að dauðadómi hefbi verið fullnægt, yrði dreginn að hún. Þegar fáninn birtist komst fólkið í uppnám, konur æptu og ein féll í yfirlið, en aðrir sungu og döns- uðu. Enda var aftaka þessi nokk- uð frábrugðin öðrum. Það var ekki altítt að lögregluþjónn gengi til fundar við böðulinn. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.