Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1996, Blaðsíða 4
4 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. Jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5651600 55 16270 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Toppnum náð Allt stefnir í mesta fiskveiðiár íslandssögunnar. Um það bil helmingur heildaraflans er loðna sem skýrir það hve mikið fæst upp úr sjó þrátt fyrir miklar takmarkanir á veiðikvótum. En loðnukvótinn er ríflegri en flestar aðr- ar veiðiheimildir. Mörgum þykir naumt skammtað þeg- ar verið er að ákvarða fiskveiðiheimildir, en samt hefur aldrei fiskast eins mikið magn og nú. Hluti skýringar- innar á því er síaukin sókn á úthafið og góð aflabrögð á þeim alþjóðlegu veiðisvæðum sem íslensk skip sækja á. En þegar er farið að takmarka mjög veiði á miðum út- hafsins og eru íslendingar þáttakendur í alþjóðlegu samstarfi um verndun og skipulag veiða á alþjóðlegum hafssvæðum. Af þeim sökum og öðrum geta útgerðir ekki leyft sér að stunda sjóræningjaveiðar utan íslenskr- ar auðlindalögsögu. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Bergen og sérfræð- ingur í hagfræði sem lýtur að fiskafla og markaði sjávar- afurða, flutti nýlega erindi sem vakið hefur verðskuld- aða athygli. Þar benti hann á að fiskistofnar séu þegar fullnýttir og margir ofveiddir og sé ekki hægt að auka sókn því veiðigetan takmarkast af stærð fiskistofnana en ekki stærð flota eða skilvirkni veiðarfæranna. Toppnum í fiskveiðum er því náð og metið í ár verður aldrei slegið, nema með óttalegum afleiðingum. Því er ekki að vænta að fiskveiðar standi undir frekari hagvexti og verður að leita annarra leiða til að mæta þörf á auk- inni atvinnu og arðbærra verkefna. Þeir sem stunda útgerð, fiskvinnslu og sölu fiskafurða verða að læra að þekkja sinn vitjunartíma og gera sér grein fyrir að magniö vex ekki þótt ef til vill sé hægt að auka verðmæti á einhverjum sviðum. En hafa verður í huga að því ferskari sem sjávarafurðir eru á markaði, þeim mun verðmætari eru þær. Geymsluaðferðir eru ekki fullvinnsla. Nú þegar hæstu mögulegum afköstum er náð í sjávar- útvegi er ráð að fara að huga að því hvernig gera má veiðarnar hagkvæmari og draga úr kostnaði. Það er vit- að og viðurkennt af flestum að offjárfesting í sjávarút- vegi og vinnslu fiskafurða er langt ofar allra hóflegra marka. Umtalsverður hluti sjávarfangs fer í að greiða of- fjárfestinguna og dregur því mjög úr hagnaði af mikil- vægustu atvinnugreinum landsmanna. Kostnaðurinn við að halda úti óþarflega stórum og dýrum flota og illa nýttum fiskvinnslufyrirtækjum gleypir arðinn af veið- um og vinnslu og á sinn þátt í að halda íslandi sem lág- launalandi. Nú þegar tekist hefur að mestu að stýra sókninni í við- kvæma stofna og kvótaskerðingar eru á næsta leiti á út- hafsmiðum verða menn með góðu eða illu að koma böndum á illa grundaðar fjárfestingar í sjávarútvegi, svo að hann geti orðið lyftistöng fyrir aðrar atvinnugreinar, eins og hingað til, en ekki byrði á heilbrigðri efnahags- þróun. Þótt toppnum sé náð þarf það ekki endilega að þýða að engar leiðir séu til nema niður á við, ef skynsamlega veröur á málum haldið. Um leið væri ekki úr vegi að líta til annarra offjárfest- inga og gæludýra þeirra sem trúað er fyrir stjórn efna- hagsmála. Þótt bruðl og óforsjálni geti aukið hagvöxt um sinn hefnir það sín með lélegum kjörum og niður- drepandi skuldasöfnun. Laugardagur 1 7. ágúst 1996 Birgir Cuömundsson: Tiltrú útvarpsráðs I tímans rás Enn á ný ræba menn um útvarpsráb og hlutverk þess og hvort þab eigi einhvern rétt á sér. Tilefnib ab þessu sinni er atkvæbagreibsla rábsins um um- sóknir dagskrárstjóra Rásar 2 þar sem meirihluti út- varpsrábs lagbist gegn umsókn sitjandi dagskrár- stjóra Sigurbar G. Tómassonar. Sá umsækjandi sem hlaut náb fyrir augum meirihlutans var hins vegar Lilja Á. Gubmundsdóttir fjöl- miblafræbingur og kennari, fyrr- um dagskrárgerbarmabur og vara- dagskrárstjóri á Rás 1 og varaþing- mabur Þjóbvaka. Þab sem vekur athygli í þessu máli öllu er hib pólitíska upplegg þess því engum virbist blandast hugur um ab and- staban vib Sigurb G. Tómasson er ab verulegu leyti pólitísk, hann sé vinstrimabur sem látib hafi skob- ___________ anir sínar og stubning vib stjórn- málaöfl í ljósi á opinberum vett- vangi. Hafa menn verib ab rifja upp atribi frá því fyrir síbustu sveitarstjórnarkosn- ingar þegar Sigurbur skrifabi nafn sitt á einhvern stubningslista fyrir Reykjavíkurlistann og ab hann lét Illuga Jökulsson ekki hætta meb þjóbmálapistla þrátt fyrir ab kosningar væru í nánd. Þessar ávirb- ingar hafa hins vegar aldrei fundib sér neinn form- legan farveg innan RÚV og dagskrárstjórinn var aldrei áminntur fyrir eitt eba neitt. Enda hefbi þab nú raunar verib nánast broslegt, svo léttvægar og móbursýkislegar eru þess- ar abfinnslur. Allt eru þetta vinstrimenn Þetta pólitíska inntak umsagnar og afstöbu út- varpsrábs verbur jafnvel enn einkennilegra þegar haft er í huga ab sá abili sem mælt er meb er stjórnmálamabur, vara- þingmabur, og hugsana- lega ekki síbur „vinstri" mabur en Sigurbur G. Tómasson. í ljósi þess ab sjálfstæbismenn almennt hafa haft þab grundvallarsjónarmib í hávegum, m.a. á landsfundum, ab hlutverk ríkisins ætti ab vera mjög takmarkab á svibi fjölmiblunar og sér- staklega í útvarpsrekstri á Rás 2 kemur á óvart ab þeir skuli fylkja sér um þann kandídat sem er þekktur fyrir ab vilja mikil afskipti ríkisins af fjöl- miblarekstri. Lilja Á. Gubmundsdóttir komst í frétt- irnar í fyrra þegar hún lagbi fram á þingi þings- ályktunartillögu um ab skipub yrbi nefnd til ab setja nibur og móta opinbera fjölmiblastefnu. Slík opinber fjölmiblastefna átti ab verba eins konar rammi utan um starf og efnistök fjölmibla. í tillög- unni er talab um ab slík opinber stefna eigi ab tryggja tjáningarfrelsib, og tryggja almenningi ab- gang ab málefnalegum og faglegum upplýsingum og síbast en ekki síst ab efla íslenska tungu, enda sé þab „verkefni hins opinbera ab tryggja ab fjölmibl- ar bjóbi upp á fjölbreytt efni," eins og segir í grein- argerb. Umdeild tillaga Þingsályktun Lilju (og Ástu R. Jóhannesdóttur samflutningsmanns) vakti upp nokkra umræbu í þjóbfélaginu um fjölmibla og þá öru þróun sem þar er ab verba, þó svo ab flestir blabamenn hafi brugb- ist vib tillögunni um opinbera stýringu meb tals- verbri tortryggni. Margt af því sem í þingsályktun- inni var reifab var og er full ástæba til ab íhuga og halda á lofti í opinberri umræbu. Sá undirtónn til- lögunnar ab stjórnvöld eigi ab koma ab ákvörbun- um í þróun og rekstri fjölmibla meb formlegum hætti er hins vegar síbur en svo sjálfgefinn enda kom á daginn ab blabamenn og samtök þeirra, Blabamannafélagib, lýstu meb afgerandi hætti þeirri skobun sinni ab stjórnvöld ættu sem allra minnst ab koma meb formlegum hætti ab þessum málum. Félagib fagnabi hins vegar því ab ýmsu öbm í þessari tillögu var hreyft á Alþingi. Út af fyrir sig má því segja ab Lilja Gubmunds- dóttir hafi sett mark sitt á fjölmiblaumræbuna á síbastlibnum vetri og ég man ekki betur en sjálfur menntamálarábherra Sjálfstæbisflokksins hafi lýst vanþóknun á þessum hugmyndum hennar á sín- um tíma. Þess vegna kemur á óvart ab Lilja skuli verba sérstakur skjólstæbingur sjálfstæbismanna í útvarpsrábi. Margir hæfir Rétt er ab halda því til haga ab auk Lilju og Sig- urbar sóttu um þetta starf talsvert margir abrir mjög hæfir einstaklingar sem eflaust geta leyst af hendi þetta starf meb miklum sóma. Atvikin hafa hins vegar hagab málinu þannig ab spurningin snýst fyrst og fremst um þessa tvo um- sækjendur og þá kannski fyrst og fremst um Sigurb G. Tómasson sem meirihluti útvarpsrábs er ab hafna eftir fjögurra ára starf í þess- ari stöbu. Yfirgnæfandi líkur benda til þess ab andstaban vib Sigurb ráb- ist af pólitískum smásálarskap hjá fulltrúum Sjálfstæbisflokks og þab er því engin ástæba til ab ætla ab ..... þegar fram í sækir megi ekki búast vib sama pólitíska smásálarskpn- um gagnvart vinstrimanninum Lilju. Reglur um endurnýjun Hitt er svo alveg jafn fráleitt ab stjórnendur í menningarstofnun eins og Rás 2 á ab vera séu ævi- rábnir og þurfi aldrei ab undirgangast einhvers konar endurmat. En þab er ekki sama hvernig slíkt endurmat fer fram eba hvernig ab málum er stabib. Dagskrárstjórastaban á Rás 2 er fjögurra ára staba og engar leibbeinandi reglur raunverulega til um þab hvab er eblilegt ab menn sitji þar lengi. Hjá ríkinu almennt hefur allur gang- ur verib á svona málum þannig ab misvísindandi skilabob koma fram hvab þetta varbar úr þeim her- búbum. Þab er því ekki óeblilegt ab dagskrárstjóri sem hefur almennt séb stabib sig vel og ekki feng- ib neinar abfinnslur eba áminningar eigi nokkra heimtingu á skýringu ef útvarpsráb hafnar því ab endurrába hann. Lág- markskrafan hlýtur í þab minnsta ab vera ab fram komi rökstubningur fyrir ákvörbun meirihluta út- varpssrábs og fyrir okkur útvarpshlustendur kallar umdeild ákvörbun eins og meirihluti útvarpsrábs hefur nú tekib beinlínis á skýringar. Sigurbur G. Tómasson hefur e.t.v. verib eitthvab umdeildur en þab hefur sá valkostur sem útvarpsráb velur líka verib. Bæbi hafa þau pólitíska fortíb þannig ab varla getur þab gert gæfumuninn. Niburstaba af þessu tagi beinlínis kallar á tortryggni gangvart út- varpsrábi úti í þjóbfélaginu og eina leibin til ab losna undan slíkri tortryggni er ab móta ákvebnari stefnu í þessum starfsmannamálum. Útvarpsráb getur t.d. aubveldlega gefib út þá almennu stefnu ab yfirmenn skuli yfirleitt ekki starfa nema fjögur eba átta ár samfleytt í sama stjórnunarstarfi hjá stofnuninni. Þá vita menn ab þeirra tími er kominn eftir annab hvort fjögur eba átta ár eftir því hver stefnan er og sérstaklega þyrfti ab rökstybja þab ef menn sætu lengur. En á meban engin slík stefna er fyrir hendi gildir hib gagnstæba, ab menn þurfa ab rökstybja sérstaklega ab endurrába ekki sitjandi stjórnendur. Tiltrú minnkar Útvarpsráb hefur viljab taka alvarlega þab hlut- verk sitt ab mæla meb starfsmannaumsóloium hjá RÚV. Hins vegar hafa þessi mebmæli rábsins oftast þótt mótast af pólitískum flokkadráttum og þab réttilega. Sú staba sem nú er komin upp vegna rábningarinnar í dagskrárstjórastöbuna hefur enn veikt tiltrú almennings á afgreibslur útvarpsrábs. Þab í sjálfu sér er slæmt mál, því þó þetta umsagn- arhlutverk sé ekki þýbingarmikib þá skabar svona nokkub þab mikilvæga hlutverk útvarpsrábs ab vera kjörin rödd þjóbarinninnar inni í þessari stofnun. Þab er því tímabært, ef útvarpsráb ætlar ab halda áfram ab vera umsagnarabili um verbandi starfs- menn hjá stofnuninni, ab rábib gefi út opinberan rökstubning fyrir ákvörbunum sínum og móti jafn- framt og geri heyrinkunnar þær grundvallarreglur sem notabar eru vib mat á umsækjendum um störf hjá stofnuninni. Ein slík regla ætti einmitt ab snú- ast um æskilega lengd rábningartíma yfirmanna hjá stofnuninni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.