Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 5

Réttur - 01.10.1949, Page 5
RÉTTUR 197 eftirsóknarverða fyrir oss, bætist svo önnur við, sem verður enn þá þýðingarmeiri. Ög hún er þessi: Austur-Evrópulöndin hafa komið á hjá sér þjóðfélagi sósíalism- ans. Kreppur verða því engar í þeim löndum. Þar af leiðir, að markaðir fara sívaxandi í þessum löndum og að framleiðsla þess- ara landa mun líka vaxa í sífellu. Þjóðfélag sósíalismans táknar sífellda efnahagslega framför, þar sem auðvaldsþjóðfélagið, eink- um í Vestur-Evrópu, er komið á hnignunarskeið. En þetta er bara áróður, — munu margir segja. Það er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir um iðnaðarþróun sósíalistisku ríkj- anna annars vegar og auðvaldsríkjanna hins vegar, svo menn geri sér ljóst, hvernig kreppur auðvaldsþjóðfélagsins eru að kyrkja framfarirnar í þeim löndum, sem voru brautryðjendur iðnaðar- ins í heiminum. Iðnaðarframleiðsla Englands og Frakklands er nú svipuð og hún var 1913. í þrjá og hálfan áratug hefur þessum gömlu iðnaðarlönd- um ekkert farið fram, þegar öllu er á botninn hvolft. Framleiðsla þeirra hefur aukizt ákveðið árabil, stöðvast svo við kreppurnar og stórminnkað. Árangui'inn er, að þau hjakka nú í sama farinu og 1913 iðnaðarlega, en hlutdeild þeirra í iðnaðarframleiðslu heimsins hefur minnkað. Bandaríkin hafa frá 1913 tvöfaldað iðnaðarframleiðslu sína. Þau hafa haft hinar beztu aðstæður til þess, sem hægt er að hugsa sér. Þau hafa stórgrætt á tveim styrjöldum og ekki orðið fyrir neinum eyðileggingum í þeim, en þvert á móti getað þanið út framleiðslu- kerfi sitt, meðan verksmiðjur annarra landa voru lagðar í rústir. Alþýðan tók við völdum í Bússlandi 1917. Rússland kcisarans var langt á eftir öllum öðrum auðvaldsstórveldum i iðnaðarþróun. 1913 var það fjórum sinnum lakar búið iðiltækjum en England, tífalt lakar en Bandaríkin. Og hið auma iðnaðarástand sem var í Rúss- landi 1913, stórversnaði við 4 ára stríð og 4 ára borgarastyrjöld. 1921 var iðnaðarframlciðslan aðeins einn sjöundi af því sem hún var 1913. Þá fyrst fekk russneska alþýðan frið til þess að byggja upp á grundvelli sósíalismans. 1927 var búið að byggja það mikið upp, að iðnaðarframleiðslan var komin á sama stig og 1913. Þá var

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.