Réttur


Réttur - 01.10.1949, Síða 15

Réttur - 01.10.1949, Síða 15
RÉTTUR 207 markaðsmálum nú eftir stríð með því að opna Sovétríkin og Tékkó- slóvakíu fyrir fiskafurðum okkar, fyrir tilstilli okkar sósíalista. ísland hefði einnig getað unnið markaði í Póllandi, Ungverjalandi, Austur-Þýzkalandi o. fl. ríkjum þar, ef sinnuleysi og fjandskapur íslenzka afturhaldsins hefði ekki komið í veg fyrir það. En meðan lönd eins og Bretland er að gera samninga við, Pólland, Ungverja- land og Júgóslavíu til 2 og 3 ára, þá lýtur hinn voldugi utanríkis- ráðherra íslands, Bjarni Benediktsson, ekki svo lágt að tala við þessi ríki, nema þá til að eyðileggja samninga við þau. Hv. ráðherra undrast af hverju þessi Austur-Evrópulönd greiði hærra verð en t. d. England og leyfir sér alls konar dylgjur í því sambandi. Þeir ættu að spyrja Dani af hverju þeir fái kr. 6.50 fyrir smjörkílóið hjá Rússum, þegar England vill ekki borga nema kr. 4.50. — Austur-Evrópulöndin borga hærra verð af því að þar eru engir auðhringar, sem taka milliliðagróðann á kostnað framleið- enda og neytenda, eins og t. d. feitmetishringurinn enski, — og ef til vill knýr skorturinn þá líka nú til þess að greiða meira fyrir okkar vörur. ísland þyrfti, til þess að tryggja framtíð sína, hvað markaði snertir, að geta selt alltað helming framleiðslu sinnar á þessum mörkuðum Austur-Evrópu. Nú hafa ríkin þar, sem kunnugt er, komið á hjá sér áætlunar- búskap, þannig að þau eru nú í haust að gera samninga sín á milli og við aðra um innkaupin næstu 3—5 ár. ísland getur gert slíka samninga, ef það gerir þá nú þegar og tryggt þannig kreppulausa, örugga markaði með föstu verði til margra ára, og þessi lönd hafa undanfarin ár greitt hæst verð fyrir vörur okkar. Alla þessa samningamöguíeika, alla þessa markaði í Sovétríkjun- um, Tékkóslóvakíu og öðrum löndum þar eystra, er nú ríkisstjórnin að eyðileggja, líklega með þeim afleiðingum, að þeir að fullu glat- ist íslandi og ýmsar þessara þjóða fari jafnvel sjálfar að gera út hingað norður í stórum stíl. Og með lygaherferðinni í Morgunblað- inu gegn þessum ríkjum, er utanríkisráðherrann að reyna að telja þjóðinni trú um, að engu sé þar að tapa, því hjá þessum þjóðum, sem nú vinna allra þjóða bezt að nýsköpun atvinnulífsins, sé ekkert nema svartnætti harðstjórnarinnar. Svo langt gengur þessi ósann- indaherferð, að það er reynt eins og af utanríkisráðherra, að berja það inn í þjóðina, að Rússar, sem í ár gerðu samning við ísland um að kaupa af okkur fyrir 96 milljónir króna, vilji ekkert af okkur kaupa! — í þessum rykskýjum blekkinganna á að dylja hættuleg- ustu skemmdarverkin gagnvart hagsmunamálum íslendinga ....
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.