Réttur


Réttur - 01.10.1949, Page 67

Réttur - 01.10.1949, Page 67
RÉTTUR 259 þetta embætti, að leggja það niður með góðu nú þegar í sumar, áður en verr fer“. Nokkur afrit voru tekin og skrifaði Gísli Konráðsson þau. Skyldu norðurreiðarmenn birta amtmanni ávarp þetta, með því að lesa það yfir honum, eða með öðrum hætti. En tala skyldu þeir sem minnst við hann, til þess að forðast að amtmaður yrði „óvirtur í orðum eða «1- vikum“.* Fimm fyrirliðar voru til þess kjörnir að sjá um að reelum bessum yrði hlýtt. Voru það þeir Indriði Gísla- son, Egill Gottskálksson á Völlum, Sigurður Guðmunds- son á Heiði og Bjarni Bjarnason á Meyjarlandi. Akveðið var að enginn hreppstjóri skyldi vera í förinni, því álitið var að þeir yrðu skoðaðir sem foringjar, en förin átti að sýna amtmanni, að alþýðu vilji væri bak við. Þeir Gísli Konráðsson og Jón Samsonarson fóru því ekki. Báðir voru þeir hreppstjórar og Jón auk þess alþingismaður. Þegar að fundi loknum riðu norður 43 menn. Þegar þeir komu yfir að Norðurá, skiptu þeir flokknum og reið annar flokkurinn Öxnadalsheiði, en hinn Hörgárdalsheiði. Var það gert til að smala þeim Öxndælingum og Hörgdæl- ingum, er til náðist og vera vildu með í förinni. Urðu þeir að lokum 63 saman.** Aðfaranótt 23. maí létu þeir fyrirberast á Lönguhlíðanbökkum í Hörgárdal. Þar var ráðið, að ef amtmaður kæmi ekki strax út, skyldu þeir raða sér hver við annars hlið kringum húsið, til þess að * Sbr. dóanabók Eyjafjarðareýslu 1849, fraimb. Jóns Samsonar- sonar og fleiri. ** í ritgerð um norðurreið :í Andivara 1921 eftir Indriða Ein- arason rithöfund, eru norðurreiðarmenn allir taldir með nöfnum, og vísast til þess, ef menn vilja vita deili á þeim. í 'þessari rit- ©erð Indriða, eru einnig fáein atriði, sem aðrar heimildir hafa ekki, og mun Indriði hafa þau eftir gömlum norðurreiðarmönn- um, er hann þekkti í æsku, avo sem Agli Gottskáikssyni á Völlum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.