Réttur


Réttur - 01.01.1962, Side 18

Réttur - 01.01.1962, Side 18
18 R É T T U R heimtar alþýðan að íslendingar séu losaðir við þær herstöðvar, sem þröngvað hefur verið upp á okkur, og að ísland gangi úr Atlants- hafsbandalaginu. Þessar kröfur íslenzkrar alþýðu eru bornar fram af Sósíalista- flokknum og Alþýðubandalaginu. -— Með því að berjast fyrir þess- um kröfum: ísland fyrir íslendinga, — ísland frjálst, — fetar al- þýðan í fótspor þeirra brautryðjenda íslenzks sjálfstæðis, sem í 130 ár hafa barizt fyrir frelsi þjóðar vorrar: Baldvins Einarssonar, Jóns Sigurðssonar, Skúla Thoroddsens og annarra forvígismanna sjálf- stæðisbaráttunnar. En afturhaldið, sérstaklega eins og það birtist í áróðri hinna ný- fasistisku ofstækismanna, sem miða allt við andkommúnismann, er það aumasta og lægsta, sem nokkru sinni hefur komið nærri stjórn- málum á Islandi. Eftir að stjórnmálaflokkarnir þrír: Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur hafa stig af stigi fært hernám yfir þjóðina — 1946-1949-1951, -— þá einbeita nú aftur- haldsblöðin áróðri sínum að innlimun Islands í Efnahagsbandalag- ið og brennimerkja alla sem kommúnista, sem voga sér að vera gegn innlimun Islands í annað ríki. Þessir ofstækismenn mundu telja Baldvin, Jón og Skúla kommúnista, ef þeir nú væru uppi, •— enda virðast þeir helzt sjá ljósan blett í sögu íslands í afstöðu þeirra Heimastjórnarmanna, sem börðust fyrir því 1908 að ísland yrði óaðskiljanlegur hluti Danaríkis. Svona djúpt er afturhaldið á íslandi sokkið 18 árum eftir lýð- veldisstofnunina 1944, þegar það draslaðist þó með til að stofna lýðveldið undir þunga þjóðfrelsishreyfingar almennings. Svo lítil- mótleg er lágkúra afturhaldsins. Hins vegar verður nú íslenzk al- þýðuhreyfing að rísa í allri þeirri reisn, sem þjóð vor á til, — svo íslandi verði bjargað á úrslitastund. £n til þess svo megi verða, þarf alþýðan sjálf að taka for- ustuna í þjóðfrelsismálunum, — skapa víðtækustu og sterk- ustu þjóðfylkingu, sem Island hefur nokkru sinni eignazt, — til að vernda það sjálfstæði, er vér höfum, — og til þess að vinna aftur það, sem glataðist, — „svo aldrei framar fslands byggð sé öðrum þjóðum háð“. Það er það, sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuhandalagið herjast fyrir.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.