Réttur


Réttur - 01.01.1962, Qupperneq 18

Réttur - 01.01.1962, Qupperneq 18
18 R É T T U R heimtar alþýðan að íslendingar séu losaðir við þær herstöðvar, sem þröngvað hefur verið upp á okkur, og að ísland gangi úr Atlants- hafsbandalaginu. Þessar kröfur íslenzkrar alþýðu eru bornar fram af Sósíalista- flokknum og Alþýðubandalaginu. -— Með því að berjast fyrir þess- um kröfum: ísland fyrir íslendinga, — ísland frjálst, — fetar al- þýðan í fótspor þeirra brautryðjenda íslenzks sjálfstæðis, sem í 130 ár hafa barizt fyrir frelsi þjóðar vorrar: Baldvins Einarssonar, Jóns Sigurðssonar, Skúla Thoroddsens og annarra forvígismanna sjálf- stæðisbaráttunnar. En afturhaldið, sérstaklega eins og það birtist í áróðri hinna ný- fasistisku ofstækismanna, sem miða allt við andkommúnismann, er það aumasta og lægsta, sem nokkru sinni hefur komið nærri stjórn- málum á Islandi. Eftir að stjórnmálaflokkarnir þrír: Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur hafa stig af stigi fært hernám yfir þjóðina — 1946-1949-1951, -— þá einbeita nú aftur- haldsblöðin áróðri sínum að innlimun Islands í Efnahagsbandalag- ið og brennimerkja alla sem kommúnista, sem voga sér að vera gegn innlimun Islands í annað ríki. Þessir ofstækismenn mundu telja Baldvin, Jón og Skúla kommúnista, ef þeir nú væru uppi, •— enda virðast þeir helzt sjá ljósan blett í sögu íslands í afstöðu þeirra Heimastjórnarmanna, sem börðust fyrir því 1908 að ísland yrði óaðskiljanlegur hluti Danaríkis. Svona djúpt er afturhaldið á íslandi sokkið 18 árum eftir lýð- veldisstofnunina 1944, þegar það draslaðist þó með til að stofna lýðveldið undir þunga þjóðfrelsishreyfingar almennings. Svo lítil- mótleg er lágkúra afturhaldsins. Hins vegar verður nú íslenzk al- þýðuhreyfing að rísa í allri þeirri reisn, sem þjóð vor á til, — svo íslandi verði bjargað á úrslitastund. £n til þess svo megi verða, þarf alþýðan sjálf að taka for- ustuna í þjóðfrelsismálunum, — skapa víðtækustu og sterk- ustu þjóðfylkingu, sem Island hefur nokkru sinni eignazt, — til að vernda það sjálfstæði, er vér höfum, — og til þess að vinna aftur það, sem glataðist, — „svo aldrei framar fslands byggð sé öðrum þjóðum háð“. Það er það, sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuhandalagið herjast fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.