Réttur


Réttur - 15.07.1935, Síða 8

Réttur - 15.07.1935, Síða 8
Eina ráðið til að hindra þessi landráð, þessi svik við sjálfstæði landsins og framtíðarmöguleika þjóðarinnar, er að steypa íslenzlcu burgeisastéttinni frá völdum, áð- ur en hún nær að fremja þetta síðasta og versta ódæði sitt. Aðferðin til þess er að mynda nú þegar volduga, ein- huga samfylkingu verkalýðs og millistétta til baráttu fyrir lífshagsmunum þeirra og til verndar lýðræðisleg- um og þjóðernislegum réttindum þeirra gegn fasisma og auðvaldi, innanlands og utan. Lokatakmark þeirrar fjöldahreyfingar, sem slík samfylking byggðist á og sjálf efldi, yrði valdataka alþýðunnar, myndun Sovét- stjórnar á íslandi. Sú stjórn yrði líka fyrsta stjórn landsins, sem kæmi fram út á við fyrir raunverulega sjálfstætt land, sakir byltingarinnar inn á við, sem gert hefði alþýðuna frjálsa, og sakir bandalags síns við Sovét- ríkin og verkalýðshreyfingu annarra landa, sem gerði Sovétstjórn á Islandi að valdi, er taka yrði tillit til, eins og hún ætti kröfur á. Það er því svo langt frá því, að kenning burgeisanna um að England myndi taka ísland, ef hér yrði verkalýðs- bylting, þurfi að hræða íslenzku alþýðuna frá því að taka völdin strax og hún innanlands hefir krafta tiL þess — að sannleikurinn er sá, að enska auðvaldið gleypir ísland, ef ekki verður verkalýðsbylting hér á næstu árum. VÍÐSJÁ. (Skrifað 10. júli). Hrakfarir Roosevelts. Um mánaðamótin maí—júní dæmdi hæstiréttur Bandaríkjanna eftirtektarverðan dóm. Hin fræga „viðreisnarlöggjöf“ Roosevelts var dæmd ógild og ó- samrýmanleg stjórnarskránni. Þessi dómstóll, sem hefir vald til að úrskurða um lögmæti allra gerða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.