Réttur


Réttur - 01.04.1938, Side 1

Réttur - 01.04.1938, Side 1
RETTUR XXUI. ÁRG. AP. — JÚN. 1938. 2.-4. HEFTI Cinar Olgeirsson. , 1 deigluoni. Það má segja að íslenzk pólitík sé nú í deiglunni. Sá landsmálagrundvöllur, sem byrjað var að leggja 1916 og var fullskapaður með myndun íhaldsflokks- ins 1923, er úreltur orðinn og í umsköpun. Innan allra flokkanna, sem voru þingflokkar fjrrir 1937, hafa skapast slíkar andstæður að erfiðara verður með hverjum mánuði að láta flokkana koma fram sem eina heild og sumstaðar leiða átökin um hinn nýja lands- málagrundvöll þegar til klofnings innan þeirra. Flokkaskiftingin eftir hinum nýja landsmálagrund- velli yrði fyrst og fremst um afstöðuna til þeirrar árás- ar á lífskjör og lýðréttindi landsmanna, sem afturhald og fasismi hefir hafið. Á að taka þátt í þeirri árás með afturhaldi og fasisma, að láta undan síga fyrir henni — eða á að sameina ölL lýðræðisöfl um að sækja fram gegn henni, til að bæta kjör vinnandi stéttanna og til að efla og festa lýðréttindi fólksins, vernda lýð- ræði og sjálfstæði þjóðarinnar? Og í afstöðunni til þessa máls málanna skiptast menn ekki eftir flokkum í ,,Sjálfstæðisflokknum“, Framsókn og Alþýðuflokknum, he'Ldur innan flokk- anna. Árás afturhaldsaflanna fer eftir tveim leiðum, út frá tveim höfuðvígum auðvaldsins: AFTURHALDIÐ. Aðalmiðstöð annarar árásarinnar er afturhaldið, sem samansafnað er í bankaráði Landsbankans — 33

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.