Réttur


Réttur - 01.04.1938, Síða 63

Réttur - 01.04.1938, Síða 63
e) Því lengur sem stríðið stendur, því minna geta'. Japanir keypt af hráefnum til iðnaðarins. T Erfiðleikarnir í utanríkisverzluninni urðu miklir strax á s. 1. ári um leið og auka þurfti innflutninginn. Jafnframt gullflutningi til Bandaríkjanna mun óhætt að gera ráð fyrir óhagstæðum verzlunarjöfnuði, sem nemur milljarð yena árið 1937. En ef rannsaka skal stríðsþol Japana, þá er engan- veginn nóg að athuga fjárhagsástæður, framleiðslu- og verzlunarmöguleika þótt mikið megi af því ráða. Til þess verður maður einnig að athuga þjóðfélags- ástandið inn á við, andstæður þess og innri árekstra. Kjörum verkalýðs og bænda hefir þegar nokkuð verið lýst. Við það má bæta því, að deilur milli landeigenda og leiguliða hafa mjög farið í vöxt á síðustu árum og verkföll hafa stöðugt orðið fleiri og umfangsmeiri þrátt fyrir blóðuga ógnarstjórn. Við þetta bætast svo harðvítug átök innan borgarastéttarinnar sjálfrar. Nægir þar að benda á hina stöðugu baráttu milli stjórnmálamannanna og herforingjanna og stöðugar ofsóknir og morð á stjórnmálamönnum í æðstu stöð- um. Auk þess deilur milli foringja hersins og flotans og milli „ungu“ liðsforingjanna, sem eru mjög fasist- iskir, og yfirhershöfðingjanna. Af öllu þessu er það augljóst, hversu alvarlegt hrun á sér stað í Japan þjóðfélagslega séð. Og stríðið hlýtur óhjákvæmilega 4 að flýta fyrir þessu hruni. Framleiðslan getur ekki fullnægt þörfum stríðsins, og afkomu verkalýðsins og bændanna er ekki hægt að rýra verulega án þess að framkalla alvarlega hættu á þjóðfélagslegri byltingu. Það er ekki hægt fyrir japanska auðvaldið að snúa við. Eftir því sem stríðið stendur lengur, eftir því leggur það alþýðunni þyngri byrðar á bak, og eykur um leið mótþróa hennar. Stríðsæsingurinn, sem auð- valdið með ýmsum blekkingum gat skapað, rénar, einkum við ósigra hersins og erfiðleika og hina öflugu og einhuga mótstöðu kínversku þjóðarinnar. Skilyroin 95

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.