Réttur


Réttur - 01.07.1972, Page 11

Réttur - 01.07.1972, Page 11
Herstöðvar Bandaríkjahers eru dreifðar um heim allan, upphaflega með það fyrir augum að umkringja Sovétrikin i árásarskyni. Hér eru þær merktar með stjörnu og hring. íslendingar hið erlenda herlið af höndum sér, þá stofni þeir ekki sjálfum sér í hættu, held- ur heimsfriðnum. Þessi nýja kenning heitir samkvæmt fyrir- sögn Morgunblaðsins 23. júní sl. „Valda- jafnvæginu má ekki raska". Haft var eftir Luns, framkvæmdastjóra NATO, að „brott- flutningur varnarliðsins frá Keflavíkurflug- velli myndi hafa í för með sér alvarlega rösk- un á valdajafnvægi í heiminum". Og tveim dögum síðar var þessum hugleiðingum haldið áfram í forystugrein Morgunblaðsins, en hún hófst á þessum orðum: „Þjóðir Evrópu hafa um áratugi búið við frið, sem byggzt hefur á hernaðarjafnvægi ríkjanna austan og vest- an járntjaldsins. Þannig hafa spjótsoddar tryggt friðsamlega sambúð þjóðanna, sem smám saman hefur leitt til þess að slaknað hefur á spennunni í alþjóðaviðskiptum." Niðurstaðan af þessum tilvitnunum verður sú, að bandaríska flotadeildin á þurru landi Miðnesheiðar gegni alls ekki því hlutverki að verja Island, „tryggjá öryggi" þess, heldur sé það aðeins einn þátmr í „hernaðarjafnvægi ríkjanna austan og vestan járntjaldsins" og einn þeirra „spjótsodda" sem friðsamleg sam- 139

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.