Réttur


Réttur - 01.10.1972, Qupperneq 31

Réttur - 01.10.1972, Qupperneq 31
1949, þ.e. áður en Peking „hallaði sér að Moskvu”, höfðu þau ekki í hyggju að viður- kenna þá kínversku ríkisstjórn sem væri bæði kommúnísk og andsnúin hagsmunum erlendra kapítalista. Hún var álitin af þess- um sömu stjórnarvöldum „handbendi sov- ézkrar heimsvaldastefnu" (Acheson) löngu áður en hún gerði bandalag við Sovétríkin.1’ Þótt þorri kínversku þjóðarinnar hefði lagzt á sveif með kommúnistum héldu ráðamenn í Washington fast við þá kaldastríðskenningu sína að stjórn þeirra væri óþjóðleg, hand- bendi útlends stórveldis, þ.e. að Kínverjar væru ekki Kínverjar! Þessi kenning var talin staðfest til fullnustu árið 1950, eftir samn- ingagerðina við Sovétríkin, og alveg sérstak- lega eftir að Kóreustyrjöldin hófst um mitt sumar. Þá tók Bandaríkjastjórn af öll tví- mæli um að hún mundi beita herveldi sínu til verndar „stjórn" Tshang Kæ-sheks á Taiwan. Hinn 27. júní birti Truman forseti hina sögu- frægu stríðsyfirlýsingu sína gegn Kínverska alþýðulýðveldinu: „Hernæmu kommúnistar Formósu, væri það bein ógnun við veldi Bandaríkjanna. Samkvæmt því hef ég gefið 7. Kyrrahafsflota Bandaríkjanna fyrirskipun um að hindra allar aðgerðir þeirra gegn For- mósu". Þessi yfirlýsing var fæðingarvottorð innilokunarstefnunnar gagnvart Kína og op- inber sönnun þess að Bandaríkjastjórn hygð- Hversu Sovétríkjunum var annt um Jögmæti" Kuomintangstjórnarinnar sést m.a. af því að þau héldu stjórnmálasamþandi við hana fram ,,í rauðan dauðann". Þegar Peking og Tientsin féllu I hendur kommúnista í janúar 1949, var sovézku ræðis- mannsskrifstofunum þar lokað. Og þegar Nanking komst á vald þeirra í apríl s.á. fylgdi sovézki amþassadorinn stjórn Kuomintang til Kanton, meðan sendimenn allra annarra rikja héldu kyrru fyrir í Nanking. Um sama leyti gerðu Sovétríkin samning við Kuomintang um verzlunar- og námuréttindi í Sinkiang! ist um ókominn tíma styðja tilkall hins „meg- inlandslausa" Tshang Kæ-sheks til þess að vera eini „sanni" fulltrúi hinna 600 miljóna Kínverja á alþjóðavettvangi. A því herrans ári 1950 var m.ö.o. grunn- ur lagður að hinni ofstækisfullu fjandskap- arstefnu Bandaríkjanna gagnvart „Rauða Kína". Þessi stefna átti drýgstan þátt í að ýfa öldur kalda stríðsins á næstu árum: Galdra- trúin, kennd við McCarthy, breiddist óðfluga út í sjálfum Bandaríkjunum. Hægri armur repúblikanaflokksins ól óspart á henni með ásökunum í garð ríkisstjórnar Trumans þess efnis að hún hefði eftirlátið kommúnistum Kína fyrir „hlægilega lágt verð" — rétt eins og það væri sjálfsagður hlumr að Banda- ríkjunum bæri húsbóndavald í Höll hins himneska friðar. I stað þess að takast á við myrkrahöfðingjann og púka hans tóku for- sprakkar demókrata að kyrja sömu særing- arnar og afneita fyrri skýringum sínum á sigri kínversku byltingarinnar. Varautanríkis- ráðherra yfir málefnum Austurlanda, Dean Rusk, komst svo að orði í ræðu 18. maí 1951, að: „Pekingstjórnin gæti verið rússnesk lepp- stjórn — eins konar Mansjúkóleppur í stærri útgáfu. Hún er ekki kínversk. Hún hefur engan rétt til að tala fyrir munn Kína ... Þjóðernissinnastjórn Kínverska lýðveldisins (Formósa) ... er sannari fulltrúi mikils meiri- hluta Kínverja".1’ Þegar haft er í huga að Kínastefna voldugasta ríkis heims byggðist í fulla tvo áramgi á þessari kostulegu sögu- skýringu, verður ekki komizt hjá að viður- kenna að mikil er makt myrkranna — í höfuðvígi heimsvaldastefnunnar. I framhaldi þessa máls í næsta Réttarhefti verða raktir þættir úr sögu Kínamálsins, unz keisarinn í Hvíta liúsinu hélt til fundar við páfann í Peking — Canossa okkar tíma. Tilvitnun eftir D. Horovitz; op. cit. bls. 30. 223
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.