Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 2
einnar alræmdrar skriffinnsku-stofnunar, fjárhagsráös. Þeim tókst aö fækka árlega nýbyggðum íbúðum í Reykjavík úr 634 áriö 1946 niður í 284 árið 1951 og koma á því atvinnuleysi sem þeir óskuðu sér. Eru þeir búnir að gleyma þessum ágætu áhrifum „leiftursóknar”? Eða er þeim máske illa við að minnt sé á þau? Finnst þeim betra að fá að stunda lýðskrumið í friði og ró — og Ijótt að minnast á feril þeirra fornanl? Og þó ferst þeim meira að segja óhöndullega að reka þetta lýðskrum, að lofa öllum öllu — að nasista sið. Er það sundrungin innbyrðis, sem veldur þeim vesaldómi? Eða er það hitt að þá vanti nú gersamlega foringjaefni, sem hægt sé að ætlast til að fólk taki alvarlega og treysti? Er manndómurinn ekki orðinn meiri en þetta hjá auðugustu mönnum landsins með voldugustu áróðurstæki þjóðarinnar í höndum sér? * * * Ef til vill er þessum herrum líka oróió sama um hvernig kosningar fara. Þeir treysta máske á að Bandaríkjavaldið muni koma þeim í stjórnarstólana á íslandi með því að beita hér venjulegum brögðum sínum: hóta sumum borgaralegu flokksforingjunum að þeir munu taka sér með hervaldi þá að- stöðu, sem þeir vilja, ef hún verði ekki látin í té með „samningum”, — kaupa aðra, — blekkja flesta — og fá þannig sitt fram: ísland i miðdepil kjarnorku- vopnaflutninganna — og þæga stjórn. Þetta er Ijóti leikurinn, sem hervald Bandaríkjanna hefur oftast leikið hér. Og afleiðingar hans nú eru hættulegri en nokkrar hernámsaðgerðir þeirra fyrr. Því nú stefnir Reagan-stjórnin beint aö atómstriði í Evrópu — ef hún fær því ráóið fyrir fólkinu, sem á að fórna. Og auóséð er á afstöðu ofstækisfyllstu erindreka Nató á íslandi, sem um leið eru erindrekar íhalds- ins, að beinlinis er stefnt að því að gera helst allt ísland að vigi Nató, svo engin von sé að bjarga neinu af þjóðinni, þegar brjálæðingar árásarstefn- unnar í Bandarikjunum láta til skarar skríða. Það eru brátt síðustu forvöð fyrir íslendinga að átta sig á hvernig verið er að leika þjóð vora — og forða lifi hennar meðan enn er tími til. Janúar 1982. 178

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.