Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 3

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 3
Elísabet Þorgeirsdóttir: Ef sverð þitt er of stutt Eins og ekkert sé drífurðu af uppvaskið gengur til verka eins og vinnu í bónus skúrar, þvcerð og ryksugar áreynslulaust eins og að leggja kapal. Sest svo niður með vatnsbólgnar hendur teygir úrþér og hlœrð tilbúin í nœsta slag... Þú veist að verkstjórinn niðurlœgirþig til að upphefja sig. Þú veist að afköst þín á skrifstofunni eru helmingi meiri en skrifstofustjórans með þreföld þín laun... horfðu þess vegna beint fram með kvenlegri reisn (einsog þegarþú óvart heyrir klámsögurnar og vætir dónalegt púður þeirra með því að svara beint og blátt áfram) stattu í báða fætur hvar sem þú ert stödd vertu enn meiri kona stígðu svo eitt skref fram ef sverð þitt er of stutt... 179

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.