Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 21

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 21
sjóherinn bandaríski ekki síður viðbúinn: 550 herskip, þar á meðal 14 flugvélamóður- skip, 27 ,,cruizers”, 160 ,,destroyers” og , Jrigates” og 79 kjarnorku-kafbátar. — Ut- an landamæra sinna hafa Bandarikin 1500 herstöðvar og hernaðar-,,aðstöður”, þar sem staðsettir eru um hálf miljón hermanna. — Og það þarf enginn að efast um gegn hverjum þessum vígbúnaði erstefnt. Voldugustu auðhringar Bandaríkjanna græða sífellt meir og meir á þessum ægilega vígþúnaði — og knýja fram sífellda aukn- ingu hans, hvað mest nú í forsetatíð Reagans. — En við þá fátækustu eru skorin niður réttindi og umbætur. Eisenhoover forseti aðvaraði þjóð sína ár- angurslaust við hvert ,,hernaðar- og stóriðju-klíkan” vœriað leiða hana. Bandaríkjaher og CIA sýndu mátt sinn í baráttunni við „kommúnismann”: Lýðræð- islegum ríkisstjórnum var steypt af uppreisn- ar-herforingjum í skjóli Bandaríkjanna, — allt frá Guatemala 1954 til Chile 1973, — líkt og lýðræðisstjórn Spánar var steypt með her- foringjauppreisn með aðstoð Hitlers forð- um. „Sam frœndi": „Kfast nokkur um að éf> sc reiAubiiinn til jákvæðra samninf>a?” Og nú talar Ronald Reagan um að varpa kjarnorkusprengjum ,,til viðvörunar”, — knýr Vestur-Evrópuþjóðir nauðugar til að koma upp fjölda kjarnorkusprengja, — nift- einda-sprengja og annarra. Og reynslan sýnir að það þarf ekki endilega stórmennsku- brjálæði eða blint ofstæki til að koma kjarn- orkustyrjöld af stað, ein tölvuvilla getur líka gert það. Þetta er öryggið, sem lítilsigldir og vit- grannir stjórnmálamenn skapa mannkyninu í dag? En athugum nú nánar hvað kjarn- orkustyrjöld þýðir. V. Jörð skrímslanna Þegar bandarískir vísindamenn rannsök- uðu nýlega eyju á Kyrrahafi, þar sem þeir höfðu gert tilraun með kjarnorkuvopn, þá voru allar lífverur dauðar — nema ein: rott- urnar óðu þar um, feitar og pattaralegar. — ,,Eiga þetta að verða erfingjar jarðarinnar eftir okkur?” varð einum vísindamanninum að orði. Á ráðstefnu lækna og vísindamanna í Ayrley - Bandaríkjunum nýlega komu fram nokkrar lýsingar á því hvernig jörðin liti út eftir algert kjarnorkustríð. Það fer allt í rúst: þjóðfélagsskipan, stjórnskipan, mannkynið sjálft deyr að mestu. Þeir, sem einhvernveginn lifa af — lemstraðir, geislavirkir, sýktir, geta hvergi hjálp fengið. Jafnvel þótt þeir gætu æxlað kyn sitt, þá verða breytingar á erfðaeinkenn- 197

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.