Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 14
Áminning Steingríms, frelsisskáldsins góða, til okkar, sem aðeins höfum orðin til varnar gegn voldugasta og miskunnarlaus- asta herveldi heims, er því sú að halda and- anum frjálsum og beita vopni orðsins. Og það er ekki eins auðvelt að halda andanum frjálsum sem honum fannst sjálfsagt: Að þakka hernámið sem „vernd” er sem hefðu bændur íslands forðum kropið á kné fyrir kaupmönnum danskrar einokunar og þakkað þeim fyrir að taka matinn frá íslend- ingum og henda í þá möðkuðu mjöli í staðinn. Á með auðdrottnanna áróðursgaldri að takast að lækka þá stoltu íslendinga, sem eitt sinn vöktu aðdáun heims fyrir að þora að standa sem andlega frjálsir menn gagnvart Bandaríkjunum (1945) og Bretlandi („Þorskastríðin”) niður í það að verða þýlynd þjóð, sem þakkar fyrir það sem „vernd” að vera Ieidd á kjarnorkustríðs- sláturvöllinn auðkýfingum Ameríku til dýrðar? Hvatning Steingríms Thorsteinssonar til þjóðar sinnar, sem hann ann svo heitt og orti svo innfjálgt til, myndi nú vera.: Varðveitið andann frjálsan! Magnið orðsins mátt! Skýringar: 1. Þessi ágæta og mjög ýtarlega og alhliða ævisaga var gefin út af Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1964. 2. H.P. bls. 2.14. — Manni dettur ósjálfrátt i hug er Steingrimur ritar um að „danisera” viðleitni vissra aðila nú til að „amerikanisera”. 3. H.P.bls. 235. 4. Lárus Sigurbjörnsson: Þáttur Sigurðar málara, bls. 27. 5. L.S. bls. 13—14. 6. L.S. bls. 13—14. 7. Bók Lárusar heitir ftillu nafni: Þátlitr Signrðar málara. Brot úr bæjar- og menningarsögu Reykja- vikur. Helgafell. 1954. 8. í Rétti 1967, bls. 92—99. 9. Sjá grein Sverris Hólmarssonar: „Aldarminning íslandsferðar” í Rétti 1973, bls. 162—167. Einnig þýðinguna á „Dagbækur William Morris 1871 — 1873 úr íslandsferðum”, Mál og menning” 1975, bls. 227. 10. Þýska þjóðin var á þessum tímum oft kölluð „Das Volk der Dichter und Denker”. („Þjóð skálda og hugsuða”) Hugsjón Steingríms um ísland.: Svofrjdls vertu, móðir! sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norð/jósa /og og Ijóðin áskáldanna tungu og aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd. 190

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.