Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 33

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 33
Það tekur trygðinni i skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. Þegar auðtröllin vesturheimsku nú reyna að tortíma þessum eðliskostum íslendinga, þá er hollt að hafa þessa vísu Arnar í huga. Auðtröll þessi halda að þau geti keypt og ginnt leiðtoga íslendinga til þess að ofurselja ' greipar þeim land og þjóð — líkt og ný- lenduherrar Evrópu keyptu negrahöfðingja forðum til að selja ættsveitunga sína í þræl- dóm. ^ Það er næstum sem undur hvernig and- svörin úr Gísla sögu Súrssonar svo að segja endurtaka sig, er íslensk alþýða mætir kúg- uninni á ný á 20. öld. — svo náin eru tengslin við hina fornu baráttu hins frjálsa manns. Sósíalistísk verklýðshreyfing nútímans og þjóðfrelsisbaráttan nýja endurvekja og efla hina fornu eðliskosti.: Þegar atvinnurekandi hótar verkamanni á Akureyri atvinnumissi í verkfalli með þess- um orðunr: „Hefur þú efni á því, Freysteinn, með þín fimm börn að missa þessa at- vinnu”? — þá svarar verkamaðurinn næst- um sem Ingjaldur forðum.: ,,Þú breytir eftir því sem þú ert maðitr til, en ég stend með mínum félögum”. Og þegar foræstisráðherra íslands hefur látið Alþingi svíkja ísland inn í hernaðar- bandalag á grundvelli loginna forsenda amerískra auðdrottna, — þá er það ung kona, sem gefur honum kinnhest að loknu illu verki með blautum glófa sínum og þessum orðum er minna á Auði: ,,Muna skaltu það æ eftir þetta að kona hefur slegið þig.” * Auðtröllin amerísku gera nú seið að ís- lenskri þjóð. Það á að blinda hana, villa henni svo sýn að hún verði að andlegum umskipting, er eingöngu tigni peninginn og missi manndóm þann, er svo margar raunir hefur staðist, — allt vegna þess að auðtröll þessi, hin ,,gráu” og „digru”, ætla sér Frón að víghreiðri og fólk þess að fallbyssufóðri fyrir sig. Því reynir nú meir á eðliskosti íslendings- ins en nokkru sinni fyrr í sögu vorri, á mann- dóm vorn og tryggð, á frelsisást og vit, — því nú er það sjálft líf þjóðar vorrar, er við liggur að vér reynumst menn. E.O. SKÝRINGAR: 1. Ef menn vilja kynnast því hve frábæra ræðu- snilld og frásagnarlist hinar „frumstæðu” þjóðir ættarsamfélagsins höfðu til að bera sem og fádæma minni þeirra (af því þær kunnu ei lestur né skrift), þá ættu menn að lesa frásögn lærðra Jesúíta, er lærðu mál Indíána og sátu þing þeirra strax á 17. öld, og hika ekki við að likja ræðusnillingum þeirra við Cicero og Demosþenes. Og þessir Jesúitar kunnu sína grísku og latínu. Sjá m.a. bókina: ,,Das Indianerbuch" eftir Evu Lips, Brockhaus Verlag, Leipzig, 1956, eink- um bls. 223—258. Það er og til ein bók um Indiána, sem sýn- ir áþreifanlega skyldleikann hvað eðliskosti þessarar frumstæðu þjóðar snertir. Það er „Þrællinn” eftir Hans Kirk, gefið út af Máli og menningu. (Á dönsku „Slaven” gefið út af Gyldendal 1948). — í greininni „Úr álögum” í Rétti 1971 má og lesa tilvitnun í þessa merku bók, bls. 157. — Minni þjóð- veldisfólks á svör sem Gísla, Auðar og Ingjalds eða á ræðu Einars Þveræings var áreiðanlega betra en lýðveldiskynslóðarinnar á síðustu vísu Jóns Arasonar, tár Árna Oddssonar í Kópavogi eða mótmæli Jóns forseta 1851. 2. Gott er að minnast í þessu sambandi kvæðis Stephans G. um „Hergilseyjarbóndann” eða ummæla R.Kr. Rask hví hann læri islensku. 3. Fróðlegt er að kynna sér hvað þetta snertir það, sem Ólafur Lárusson prófessor, er var manna vandvirknastur og fróðari um þessi mál en flestir, ritar í „Úr byggðasögu ís- lands”, einkum á bls. 32—36. (í ritinu „Byggð og sagð” 1944.) Þá hef ég og ritað um þetta í bókinni „Ættarsamfélag og ríkis- vald i þjóðveldi íslendinga”, 1954. 4. Vart hefur nokkur tekið dýpra í árinni en sá frægi bókmenntafræðingur George Lukacs er hann lýsir mönnum ættarsamfélagsins, sjá „Rétt” 1964, bls. 179—180. 209

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.