Réttur


Réttur - 01.01.1984, Síða 6

Réttur - 01.01.1984, Síða 6
dagvinnu, verndunar velferðarþjóðfé- lagsins, áskorun um að fella samningana og skorað á kennara að sýna samstöðu í einu og öllu. Þessi glæsilegi fundur er til vitnis um mikla og vaxandi stéttarlega meðvitund. Það er býsna athyglisvert ekki síst inn- an BSRB, að þau félög þar sem konur eru í miklum meirihluta virðast eflast mjög um þessar mundir og félagsmenn þeirra taka virkari þátt í hinu stéttarlega starfi. Þessi vaxandi áhugi kvenna á leiðréttingu kjara sinna er mjög ánægjulegur en sýnir um leið að staða þeirra er átakanlega slæm í kjaralegu tilliti. Félag fiskvinnslufólks Einn nýlegur atburður ber þess ótví- rætt merki að verkafólk er að vakna til vitundar um nauðsyn þess að standa sam- an og vernda hagsmuni sína. Það er stofn- un félags fiskvinnslufólks í Reykjavík. Megintilgangur þessa félags er að auka samstöðu með verkafólki í fiskiðnaði og hafa áhrif á kröfugerð og baráttu verka- lýðsfélaganna sem með samningamálin fara. Á stofnfundi félagsins mættu tæp- lega 600 manns eða um helmingur þeirra sem starfa að fiskvinnslu í Reykjavík. Með slíku vinnustaðastarfi er verið að treysta lýðræðið í verkalýðshreyfingunni og efla fólk til dáða. Öflugt verkalýðsfélag verðmætasta eignin Það sem hér hefur verið rakið bendir eindregið til þess að nú séu að verða þátta- skil í starfi verkalýðsfélaganna. Auðvitað á hin harða afturhaldsstefna ríkisstjórnar- innar og árás hennar á lífskjörin sinn þátt í þeirri vakningu sem nú á sér stað í verkalýðsfélögunum. En launafólkið verður líka að læra það af þessari reynslu að það má aldrei slaka á í starfi stéttarfé- laganna. Engin eign er alþýðumanninum meira virði en öflugt verkalýðsfélag. En því aðeins verða félögin öflug að þar komi hver einasti félagi til virkar þátt- töku. Afturhaldið í landinu getur aldrei sigrað í baráttu við sameinaðan og sam- taka verkalýð. 6

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.