Réttur


Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 45
40 ára minning Umsátursins um Leningrad 470 þúsund íbúanna létust úr hungri eða í skotárásum 27. janúar 1984 voru 40 ár liðin, síðan Sovéthernum tókst að frelsa Leningrad úr hinu hræðilega umsátri og einangrun, er nasistaherinn hafði haldið Leningrad í allt frá nóvember 1941 til 27. janúar 1944. í 900 daga höfðu Leningrad-búar var- ist nasistahernum, þótt sultur og hverskonar skortur syrfí að og látlausar loftár- ásir og stórskotahríð dyndu yfir þá. Hetjuskapurinn var ótrúlegur og fórnirnar ægilegar, en fórnarlund, manndáð og samhjálp íbúanna sigraðist á hinum blóð- ugu, villimannlegu fyrirætlunum þýsku nasistanna. Hitler hafði fyrirskipað gereyðingu Leningrad. Orðrétt hljóðar herskipunin 22. sept. 1941 (Kr. 1-a 1601/41) svo: „Foringinn hefur ákveðið að láta borg- ina Petersburg hverfa af jarðfletinum. Pað er enginn áhugi á að láta þessa fjölda- borg vera til eftir að við höfum sigrað Sovét-Rússland. Fyrirætlunin er að um- kringja borgina og jafna hana við jörðu með hverskonar stórskotaliði og stöð- ugum loftárásum...“ Grimd hinna nasistísku níðinga átti sér engin takmörk. 470 þúsund íbúanna í Leningrad létu lífið úr hungri, undir stórskotahríð fall- byssnanna og loftárásum flugvélanna frá í nóvember 1941 til janúar 1944. Eru þessi fórnarlömb nasismans grafin í Piskarjow-kirkjugarðinum í Leningrad. íbúarnir hjálpuðust að við varnirnar með öllum mætti, þótt varnartækin væru frumstæð og maturinn handa varnarliðinu aðeins 125 grömm af brauði á dag og vatnið af skornum skamti. Sulturinn svarf að öllum í hinni ein- angruðu borg, en sárast að þeim, er minnstan mótstöðukraft áttu. Dagbók litlu Leningrad-stúlkunnar, er hét Tanja Sawitschewa, er heiminum nú kunn. Par stendur m.a.: „Shenja dó 28.12 1941 um kl. hálf eitt. Amma andaðist 25.1 1942 um þrjúleit- ið eftir hádegi. Leka dó 17.3 1942 um kl. 5 um morg- uninn. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.