Réttur


Réttur - 01.01.1984, Side 45

Réttur - 01.01.1984, Side 45
40 ára minning Umsátursins um Leningrad 470 þúsund íbúanna létust úr hungri eða í skotárásum 27. janúar 1984 voru 40 ár liðin, síðan Sovéthernum tókst að frelsa Leningrad úr hinu hræðilega umsátri og einangrun, er nasistaherinn hafði haldið Leningrad í allt frá nóvember 1941 til 27. janúar 1944. í 900 daga höfðu Leningrad-búar var- ist nasistahernum, þótt sultur og hverskonar skortur syrfí að og látlausar loftár- ásir og stórskotahríð dyndu yfir þá. Hetjuskapurinn var ótrúlegur og fórnirnar ægilegar, en fórnarlund, manndáð og samhjálp íbúanna sigraðist á hinum blóð- ugu, villimannlegu fyrirætlunum þýsku nasistanna. Hitler hafði fyrirskipað gereyðingu Leningrad. Orðrétt hljóðar herskipunin 22. sept. 1941 (Kr. 1-a 1601/41) svo: „Foringinn hefur ákveðið að láta borg- ina Petersburg hverfa af jarðfletinum. Pað er enginn áhugi á að láta þessa fjölda- borg vera til eftir að við höfum sigrað Sovét-Rússland. Fyrirætlunin er að um- kringja borgina og jafna hana við jörðu með hverskonar stórskotaliði og stöð- ugum loftárásum...“ Grimd hinna nasistísku níðinga átti sér engin takmörk. 470 þúsund íbúanna í Leningrad létu lífið úr hungri, undir stórskotahríð fall- byssnanna og loftárásum flugvélanna frá í nóvember 1941 til janúar 1944. Eru þessi fórnarlömb nasismans grafin í Piskarjow-kirkjugarðinum í Leningrad. íbúarnir hjálpuðust að við varnirnar með öllum mætti, þótt varnartækin væru frumstæð og maturinn handa varnarliðinu aðeins 125 grömm af brauði á dag og vatnið af skornum skamti. Sulturinn svarf að öllum í hinni ein- angruðu borg, en sárast að þeim, er minnstan mótstöðukraft áttu. Dagbók litlu Leningrad-stúlkunnar, er hét Tanja Sawitschewa, er heiminum nú kunn. Par stendur m.a.: „Shenja dó 28.12 1941 um kl. hálf eitt. Amma andaðist 25.1 1942 um þrjúleit- ið eftir hádegi. Leka dó 17.3 1942 um kl. 5 um morg- uninn. 45

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.