Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 28.03.2009, Qupperneq 66
Kolbrún Hjartardóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í fallega uppgerðri íbúð í Skipholti, þar sem sérstæð- ir munir ráða ríkjum. Sérstaka at- hygli vekur myndarlegt hreindýra- safn sem húsfreyjan hefur komið sér upp á síðustu árum, en hún er að eigin sögn haldin ólæknandi söfnunaráráttu. „Áhugann á hreindýrunum má rekja til þess að ég er Hjartar- dóttir og eitt sinn sagði pabbi að hjörturinn væri konungur hrein- dýranna. Upp frá því hefur mér þótt mikið til þessara dýra koma og ég fór ósjálfrátt að safna þeim, tuskudýrum fyrir börnin og öðru- vísi hreindýrum fyrir mömm- una. Reyndar eru stundum skipt- ar skoðanir um hvort þetta séu hreindýr eða elgir,“ segir hún og hlær. Bætir við að öll ættin sé haldin þessari áráttu, og til marks um það hafi frænka hennar verið skírð Hind. Hreindýr eru þó ekki það eina sem Kolbrún safnar; alls kyns skemmtilegir hlutir prýða heimilið sem húsfreyjan hefur oftar en ekki keypt á ferðalögum sínum. „Mark- miðið er að finna að lágmarki einn skemmtilegan og einstakan hlut þegar ég fer til útlanda, eða eftir því hvað það tekur stíft í budduna,“ segir Kolbrún, sem gefur suma hlutina meðan aðrir rata í búslóð- ina. En hvernig gengur að halda öllu í föstum skorðum með svona söfnunardellu? „Ég geri mitt besta til að hafa hlutina á ákveðnum stöðum og skipti þeim svo reglulega út, set þá inn í skáp til að hvíla þá og tek þá svo aftur út þegar ég er í stuði. Þá virka þeir eins og nýir og veita kærkomna tilbreytingu svo maður þarf ekki alltaf að kaupa eitthvað nýtt,“ segir hún og viðurkennir hlæjandi að vel hafi verið tekið til fyrir komu ljósmyndara. - rve Hreindýr í stofunni ● Kolbrún Hjartardóttir er haldin ólæknandi söfnunaráráttu. Heimili hennar ber þess skýr merki því þar má finna ýmsa skemmtilega muni sem hún hefur safnað til sín um árin. Svart og hvítt ræður ríkjum í stofunni. Kolbrún segist vera afar hrifin af svörtum lit, finnst hann róandi og er ekki á leiðinni að skipta yfir í annan þótt hann sé kannski minna í tísku en áður. Borðið er íslensk hönnun, keypt í versluninni Kósý, og stólarnir einnig þaðan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta skemmtilega loftljós fékk Kolbrún í Casa. Þessi hilla hékk uppi á vegg í prent- smiðjunni Eyrúnu í Vestmannaeyjum sem var í eigu ömmu Kolbrúnar. Maður Kolbrúnar og börn gáfu henni kontrabassa í afmælisgjöf, þar sem hana hefur lengi dreymt um að spila á hljóðfærið. Tilboðsdagar fram að páskum 20 - 70 % afsl. Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar - Baðinnréttingar Hreinlætistæki - Blöndunartæki Baðker ofl. LÚR - BETRI HVÍLD Eigum til á lager Slide Back rúm tilbúin til afgreiðslu strax www.lur.is 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur 28. MARS 2009 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.