Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 29 UMRÆÐAN MIKILVÆGI góðrar lögfræði- kennslu fyrir íslenskt samfélag hef- ur verið viðurkennt afar lengi. Stór hluti sjálfstæðisbaráttu Íslendinga gekk út á þörfina fyrir því að koma á fót lagadeild hérlendis. Lagaskól- inn var svo stofnaður með lögum ár- ið 1904 og tók til starfa árið 1908. Lagadeild Háskóla Íslands á því langa sögu að baki og starfar á afar traustum grundvelli. Eðlilega hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og margt breyst. Lengst af var lagadeild Háskóla Íslands eina lagadeildin hérlendis og kom samkeppnin því aðallega frá útlöndum. Nú er lögfræði kennd við fjóra háskóla hérlendis og þar af hafa tveir þeirra heimild til að taka skólagjöld, Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Það samkeppnisumhverfi sem lagadeild Háskóla Íslands býr við er því veru- lega brenglað og engan veginn háð á jafnréttisgrundvelli. Allir íslenskir háskólar fá fjár- greiðslu frá ríkinu og miðast hún við hvern og einn virkan stúdent. Hinir svo kölluðu einkareknu háskólar innheimta skólagjöld ofan á þá upp- hæð og standa því töluvert betur að vígi en ríkisreknu skólarnir hvað varðar fjármagn til að spila úr. Því fjármagni sem kemur inn í HÍ í gegnum fjárlög er skipt á deildir skólans með svokölluðu deililíkani og hallar þar verulega á lagadeild sem er í lægsta reikniflokki. Deili- líkanið byggist á forsendum sem eru úreltar og miða til dæmis við að engir verkefnatímar séu í lagadeild og að þar séu nánast engar rann- sóknir stundaðar. Það er því í raun ótrúlegt hversu vel lagadeild stend- ur í dag, nemendum hefur fjölgað verulega og deildin hefur þriðju hæstu rannsóknarvirkni innan Há- skólans. Nú hefur Háskólaráð samþykkt að endurskoða deililíkanið, meðal annars vegna ítrekaðra óska frá fulltrúum lagadeildar. Það segir sig þó sjálft að ef lagadeild fær aukið fjármagn í gegnum deililíkanið mun það koma niður á öðrum deildum Háskólans. Því er algjört grundvall- aratriði að meira fjármagn komi inn í HÍ frá menntamálayfirvöldum, lagadeild er alls ekki eina deild Há- skólans sem á í fjárhagsvandræðum. Það dylst engum að námið í laga- deild er gott nám. Mikil áhersla er lögð á að byggja upp góðan grunn með yf- irgripsmikilli og djúpri kennslu í kjarnagreinum lög- fræðinnar. Þegar á efri ár námsins er komið er aftur á móti mikið framboð af ólíkum valnám- skeiðum sem bjóða upp á sérhæfingu á einstökum sviðum. Við deildina starfa afar færir kennarar og starf fræðimanna við lagadeild HÍ er þungamiðjan í rannsóknum á íslenskum lögum. Við sem nemum við lagadeild HÍ völd- um þá deild vegna fræðilegrar stöðu deildarinnar sem skilar sér ótvírætt í kennslunni. Eflaust eru flestir sammála um að aukin samkeppni innanlands hefur gert lagadeild HÍ gott en sam- keppni sem ekki er háð á jafnrétt- isgrundvelli getur ekki endað nema á einn veg. Það er líka algerlega ótækt að ekkert samræmt gæðamat sé á kennslu í þeim skólum sem kenna lögfræði hérlendis. Það ætti í raun að tala um menntastefnu stjórnvalda sem stefnuleysi og eins og menntamálaráðherra talar er erfitt að sjá fyrir endann á því. Á tyllidögum er talað um gríð- araukningu fjárframlaga í mennta- kerfið og þá auðvitað líka til Há- skóla Íslands. Yfirvöld lofsyngja uppgang í íslenskri menntun og virðast telja að við stöndum fyllilega jafnfætis því sem best gerist í Evr- ópu. Flestir sem þekkja til vita að þetta eru ekkert annað en tölur og orð í skrautbúningi, raunveruleikinn er allt annar. Íslendingar telja sig eiga heima í hópi menntaðra og upp- lýstra velferðarþjóða. Við getum því með stolti lagt meiri alúð við þjóð- skólann, sem veitir öllum Íslend- ingum tækifæri til menntunar óháð stétt eða stöðu. Það er löngu tíma- bært að stjórnvöld setji skýra stefnu í háskólamálum og veiti laga- deild Háskóla Íslands þá virðingu og fjármagn sem hún á skilið. Vandi lagadeildar Háskóla Íslands Dagný Ósk Aradóttir og Þórir Hrafn Gunnarsson fjalla um menntun og afstöðu stjórnvalda til hennar ’Yfirvöld lofsyngja upp-gang í íslenskri menntun og virðast telja að við stöndum fyllilega jafn- fætis því sem best gerist í Evrópu.‘ Þórir Hrafn Gunnarsson Höfundar eru laganemar og í stjórn Röskvu. Dagný Ósk Aradóttir Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæj- arstjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Mark- lund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholts- stiftis, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Ella Þóra Jónsdóttir mælir með Gesti Guðjónssyni í 3. sæti í prófkjöri Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Ólafur Örn Haraldsson mæl- ir með Gesti Kr. Gestssyni í 2. sæti í prófkjöri Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Magnús Helgi Björgvinsson mælir með Guðríði Arn- ardóttur í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópa- vogi. Einar Karl Birgisson styður Gest Guðjónsson í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópa- vogi í 3. sæti listans. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar                      Fréttasíminn 904 1100 Sesselja Kristjánsdóttir M Garðar Thór Cortes Bergþór Pálsson M Davíð Ólafsson Hlín Pétursdóttir M Anna Margrét Óskarsdóttir Einar Th. Guðmundsson Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky M Leikstjóri: Paul Suter Leikmynd og búningar: Season Chiu M Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Mið asa la, s . 511 420 0 mid asa la@ ope ra.is www .op era .is Aðeins sýnd í febrúar og mars ATH! 25 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði í sal Frumsýning 5. febrúar 2006 F A B R I K A N ÍSLENSKA ÓPERAN FÉKK ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN SEM FLYTJANDI ÁRSINS ÁRIÐ 2005 Í FLOKKI SÍGILDRA VERKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.