Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 35 UMRÆÐAN SÍÐASTLIÐINN áratug hefur rekstrargrundvöllur íþróttafélaga í Reykjavík verið aftur og aftur til umfjöllunar innan borgarkerfisins. Íþrótta- og tómstundaráð hefur haft forsögu í málaflokknum og má segja að þessi umræða hafi gengið í end- urnýjun lífdaga við hverjar sveit- arstjórnarkosningar um áratuga skeið. Eins lengi og ég man hafa lausnir borgarinnar verið skamm- tímalausnir, það er að slökkva verstu eldana hverju sinni og þá helst í kyrrþey. Kveðið hefur við nýjan tón hjá ÍTR síðustu þrjú árin. Svo virðist sem með endurnýjun ráðsins eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar og tilkomu nýs formanns, Önnu Krist- insdóttur, hafi ferskir vindar tekið að blása um ganga stofnunarinnar. Á þessum fáu árum hefur meira fengist framgengt en allan áratug- inn þar á undan í að tryggja rekstr- argrundvöll félaganna. Málefni íþróttafulltrúa hefur loksins fengið farsælan endi, þjónustusamningar undirritaðir við öll hverfafélögin og byggingarkostnaður endurreikn- aður með tilliti til þátttöku Rvk. Allt þetta hefur skilað okkur marga ára- tugi fram á veginn. Þarna hafa margir komið að máli, stjórn Íþróttabandalags Reykjavík- ur, forsvarsmenn íþróttafélaganna, starfsmenn ÍTR og síðast en ekki síst okkar ágætu kjörnu borg- arfulltrúar í stjórn ÍTR undir for- sæti Önnu síðasta kjörtímabilið. Það er eftirtektarvert að undir hennar forsæti hafa gamlar og góðar hug- myndir ásamt nýjum náð fram að ganga og þá óháð því úr hvaða pólí- tíska armi þær voru upprunalega komnar. Hagur iðkenda íþrótta- félaganna hefur fengið að njóta sín og þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Það er gamall og góður siður að þakka fyrir sig. Það ætla ég að gera m.a. með því að rölta niður í Laug- ardalshöll á laugardaginn kemur, rita nafn mitt í gestabók og styðja Önnu í hennar baráttu. Ég hvet alla vildarmenn og iðkendur íþrótta- félaga í Reykjavík til að gera slíkt hið sama. BIRGIR GUNNLAUGSSON, varaformaður Fjölnis. Þakka það sem vel er gert Frá Birgi Gunnlaugssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VEGAGERÐIN og þingmenn Norðausturkjördæmis ásamt meiri- hluta sveitarstjórnar Vopnafjarðar, sem virðist áhugalítill um samgöngu- mál, halda Vopnafirði í gíslingu hvað landsamgöngur varðar, með seina- gangi í uppbyggingu Norðaust- urvegar frá Vopnafirði inn á hring- veg, nánar tiltekið frá Teigi inn að Hölkná, sem eru ca. 24 kílómetrar . Á fyrri langtímaáætlun vegagerð- arinnar átti þessum framkvæmdum að vera lokið árið 2010, á sama tíma og vegurinn um Tjörnes. Vegurinn um Tjörnes var kláraður árið 2004 og byrjað verður á vegi yfir Öxarfjarð- arheiði næsta sumar svo glöggt má sjá að í Norður-Þingeyjarsýslu býr fólk sem hefur áhuga á að hlutirnir gerist. Það kæmi okkur ekki á óvart að framkvæmdum á Öxafjarðarheiði yrði lokið áður en byrjað verður á tengingunni við Vopnafjörð. Það er í höndum heimamanna að segja til um leiðarvalið, síðan er það í höndum þingmanna og peningavalds- ins að útvega peninga til fram- kvæmdanna og að síðustu er það verkefni vegagerðarinnar að sjá um byggingu vegarins. Það er ömurlegt til þess að hugsa að nú á tímum séu notaðar sömu aðferðir við vegabætur á helstu samgönguleið Vopnfirðinga og notaðar voru um og upp úr miðri síðustu öld, það er að nota leir fyrir ofaníburð. Margoft hefur sýnt sig að slíkur ofaníburður getur verið stór- hættulegur eftir bleytur og frostnæt- ur. Þann 11. desember 2002 var hald- inn opinn kynningarfundur um vega- mál á Vopnafirði, þar sem fulltrúar Vegagerðar ríkisins kynntu valkosti sem unnið hafði verið að varðandi tengingu Vopnafjarðar við þjóðveg eitt. Fulltrúar þessir voru Einar Þor- varðarson, Sveinn Sveinsson, Reyð- arfirði og Gunnar Jóhannsson, Ak- ureyri. Hreppsnefndir Vopna- fjarðarhrepps og Skeggjastaða- hrepps voru á fundinum, en alls voru á fundinum um 90 manns. Mikill áhugi var fyrir tengingu Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar og nærsveita við þjóðveg eitt með nútímalegu sniði. Á fundinum var lögð á það mikil áhersla að reynt yrði sem kostur er að flýta framkvæmd verksins þannig að unnt yrði að ljúka verkinu árið 2007. Kynntar voru tvær leiðir, Hofs- árdalsleið og s.k. Hofshálsleið sem liggur um Vesturárdal. Á máli manna á fundinum var ljóst að miðað við þær leiðir sem til skoðunar væru þá væri eina vitið að velja leiðina niður Hofs- árdal, enda þótt sú leið væri nokkuð dýrari. Þá væri nokkuð ljóst að hún lægi mun lægra í landi og væri af þeim sökum mun betri lausn til framtíðar. Í lok fundarins kom fram eftirfarandi álykt- un frá sveitarstjóra, Þorsteini Steinssyni og þáverandi oddvita Emil Sigurjónssyni, til stjórnvalda um flýtingu þessa mikilvæga verk- efnis: „Opinn kynning- arfundur um vegamál haldinn í Félagsheim- ilinu Miklagarði Vopnafirði 11. des. 2002 hvetur til þess að yfirvöld samgöngu- mála flýti umhverfismati á leiðinni um Hofsárdal, þannig að mögulegt verði að hefja framkvæmdir árið 2004 og ljúka þeim eigi síðar en 2007. Skorað er á þingmenn og samgöngu- yfirvöld að sjá til þess að nægir fjár- munir fáist til verksins. Fundurinn hvetur hreppsnefndir Vopnafjarð- arhrepps og Skeggjastaðahrepps til að fylgja málinu fast eftir.“ Tillaga þessi var samþykkt sam- hljóða á fundinum. Nú er árinu 2005 að ljúka og ekki höfum við heyrt af því að búið sé að ákveða með val á leið og trúlega ekki hægt að byrja á um- hverfismati fyrr en leiðin hefur verið ákveðin. Þannig er ljóst að þær hreppsnefndir sem falið var að fylgja málinu eftir hafa sofið á verðinum. Okkur, sem þetta ritum, finnst að vinna hefði átt eftir tillögu sveit- arstjóra og oddvita hér að framan og viljum við skora á alla þá sem málið varðar að bretta nú upp ermar og láta verkin tala. Það skal að lokum á það bent að verði valin leið um Vesturárdal en ekki Hofsárdal, má alveg eins reikna með 10 til 15 ára framkvæmdatíma þar sem hægt verður að áfangaskipta verkinu á þeirri leið. Vopnafjörður í gíslingu Alexander Árnason og Baldur Helgi Friðriksson fjalla um samgöngumál ’Það er ömurlegt til þessað hugsa að nú á tímum séu notaðar sömu aðferð- ir við vegabætur á helstu samgönguleið Vopnfirð- inga og notaðar voru um og upp úr miðri síðustu öld, það er að nota leir fyrir ofaníburð.‘ Baldur Helgi Friðriksson Alexander Árnason er rafvirkja- meistari og Baldur Helgi Friðriksson er læknir. Alexander Árnason ÉG TEK undir orð sr. Bjarna Karlssonar og annarra presta og leikmanna sem ritað hafa og rætt á jákvæðum nótum um rétt samkyn- hneigðra til hjónavígslu og annarra mannréttinda. Lærisveinar Meist- arans frá Nasaret hafa oft í tímans rás þurft að staldra við, hugsa sitt mál og móta svo í orð- um skoðanir sínar af einlægni, kjarki og hispurslaust eins og sr. Bjarni hefur gert. Á postulafundinum voru lærisveinarnir ósammála: Áttu bara gyðingar að heyra fagnaðarerindið en ekki heiðingjar? Gyð- ingar notuðu orðið Ky- rios um Guð einan. Og Guð var bara einn. Mörgum þótti það guð- last að nota sama orðið yfir Guð og Jesú. Sagði Hann ekki að boðin um góðu fréttirnar ættu að berast út um allan heim? Á þeim tímum reyndist erfitt að túlka þau orð. En þeir sættust. Hvernig brást Meistarinn frá Nasaret við reglum, siðum og venj- um gyðinga, lögmáli Gamla testa- mentisins? Hann gekk um og gerði gott og braut meðal annars reglur hvíldardaganna. Lögmálið var liðið. Reglugerðarbáknið var gott svo langt sem það náði. En Hann var kominn til að uppfylla lögmálið og frelsa menn undan okinu. En frels- inu fylgir ábyrgð. Hann minnti alla sem hann mætti á ábyrgð á eigin lífi. Hjá honum fundust ekki und- anbrögð. Hann var hvorki geðlaus né hafði óskiljanlegt langlundargeð. Hann hafði sínar skoðanir og fór ekki dult með þær. Hann bauð öllum til sín, faðmur hans var ætíð opinn. Hann ræddi aldrei um að líkþráir, fatlaðir, efasemdarmenn, toll- heimtumenn eða „öðruvísi“ menn en vinir hans hefðu ekki öll réttindi á við aðra lærisveina hans. Hann mætti öllum með góðvild og skilyrð- islausri elsku. Ekki voru allir kristnir sammála um hvaða rit skyldu tekin með í Biblíunni á sínum tíma og í næstu útgáfu Biblíunnar hér á landi munu hin svokölluðu apók- rýfu-rit fylgja með. Engar ritning- argreinar hljóða upp á úrskurð um hvaða bækur, guðspjöll og bréf postula og læri- sveina Jesú skyldu tek- in með í Biblíunni. Kristnir menn þurftu að koma sér saman um það. Þeir þurfa ávallt og á öllum tímum að staldra við og hugsa sitt mál. Þvílíkar deilur urðu um trúarjátningu kristinna manna árið 325 – þar sem samþykkt var meðal annars að Jesús væri Guð, Kyrios, en Kyrios var notað um keis- arann í rómverska heimsveldinu og vissu kristnir menn að þeir hættu lífi sínu með þessari játningu. Og þeir sættust, en þegar tímar liðu skiptust þeir í 3 megin trúardeildir. Ekki eru allir mótmælendur sam- mála um barna- eða fullorðinsskírn. Jesús blessaði börnin en var sjálfur skírður fullorðinn. Mótmælendur innbyrðis og kaþólskir eru ekki á eitt sáttir um fermingu en eru samt systkin í trúnni. Ekki eru kristnir menn sammála um einstaka liði trúarjátningarinnar t.d. upprisu holdsins og upprisu mannsins … Óþarfi er að telja meira. Kirkjan sem stofnun er í eðli sínu íhaldssöm. Styrkleiki hennar getur falist í stöðugleika. En einmitt í stöðugleik- anum getur veikleiki hennar leynst. Allt hefur sinn tíma. Og stundum er tíminn kominn. Engin uppskrift er til í Biblíunni um allar hefðir, siði, tón, tal eða prédikun sem hæfir á öll- um tímum, í öllum samfélögum, und- ir öllum kringumstæðum í öllum heimsálfum. Því fer fjarri. Nýir tímar kalla oft á nýja sýn frá öðrum sjónarhóli. Kaþólska kirkjan og mótmæl- endur eru ekki á eitt sáttir um sakramenti kirkjunnar og mótmæl- endur innbyrðis ekki sammála um ýmsa helgisiði og áherslur varðandi náðarmeðul, lækningagáfur, spá- dómsgáfur o.s.frv. – hver telur sig gera rétt eins og Biblían og sam- viskan segir honum. Hvað einkenndi líf Jesú að mínu mati, orð hans, starf og anda – orð og athöfn? Auðmýkt, innsæi, ákveðni, öryggi, alúð, en umfram allt kærleikur sem elskar allt og kallar til sjálfsábyrgðar. Og þykja mér fleiri atriði í Nýja testamentinu mæla með vígslu samkynhneigðra en á móti. Við hjónavígslu samkynhneigðra er alveg víst að alvara og ábyrgð muni ríkja þar á bæ. Ég tek því ein- dregna afstöðu með því að samkyn- hneigðir eigi kost á hjónavígslu inn- an kirkjunnar. Hér þarf kristið fólk að staldra við, hugsa sitt mál og taka ákvörðun. Einn af leyndaradóm- unum á bak við frið, lífsgleði og jafn- rétti felst í virðingu fyrir öllum mönnum og skilningi á lífsgildum þeirra. Kirkjan og samkynhneigð Þórir S. Guðbergsson fjallar um kristna kirkju og samkynhneigð ’Nýir tímar kalla oft á nýja sýn frá öðrum sjónarhóli.‘ Þórir S. Guðbergsson Höfundur er félagsráðgjafi, kennari og lífeyrisþegi. AÐ UNDANFÖRNU hefur það verið býsna áhugavert að fylgjast með framvindu þeirrar umræðu er snýr að kjaramálum leikskólakenn- ara. Á sama hátt og það gæti verið áhuga- vert að fylgjast með fransk-búlgarskri kvikmynd um vatns- hræddan kafara, hvor- ugt nær nokkurri skiljanlegri átt en þó má gera ráð fyrir að kvikmyndinni ljúki fyrr eða síðar. Maður veit ekki með hitt. Nýverið sendu nem- ar á lokaári við leik- skólakennaraskor KHÍ frá sér þá yfirlýs- ingu að óvíst væri hvort þeir byðu fram starfskrafta sína í þágu leikskólanna að lokinni útskrift. Nem- arnir hyggjast bíða og sjá hvernig tilvonandi starfsumhverfi þeirra þróast áður en þeir taka ákvörðun um hvort þriggja ára nám í leikskólafræðum sé í raun ekkert nema fróðleg og sniðug tímasóun. Hér er því ekki bara um að ræða starfandi leikskólakennara sem hafa flestir haft nægan tíma til að velta vöngum og fárast yfir arfaslakri samningagerð síðustu ára svo og því almenna skilningsleysi sem þeir oft- ar en ekki mæta þegar kemur að þeirri miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Nemar í greininni eru hins vegar einstaklingar sem hafa án efa beðið þess með óþreyju að geta gengið til verks og látið reyna á þá menntun sem þeir kusu sér, fullir áhuga og metnaðar í garð fyrirliggj- andi verkefna. Hagsmunaaðilar ættu því að taka þessa yfirlýsingu mjög alvarlega, það hefur eitthvað heilmikið farið úrskeiðis þegar kons- ertpíanisti kýs frekar að spila á kon- fektdollur. Upphaf umræðunnar má rekja til þeirrar launahækkunar sem náði meðal annars til ófaglærðra starfs- manna á leikskólum Reykjavíkur og lagði nánast að jöfnu kjör þeirra við kjör fullmenntaðra leikskólakenn- ara. Sjálfur fagna ég þessari launa- hækkun hinna ófaglærðu enda eru þeir oftar en ekki yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks í leikskólum borgarinnar og þess vegna nauðsyn- legt að stemma stigu við starfsmannavelt- unni sem líklega er hvergi örari en hjá Leikskólum Reykjavík- ur. Að sama skapi fagna ég viðbrögðum leik- skólakennara en með hækkuninni fannst þeim ómaklega vegið að sinni menntun. Ég er þó engu að síður þeirrar skoðunar að þeir hefðu fyrir löngu átt að krefj- ast úrbóta á sínum eigin forsendum og í ljósi eig- in gildis en ekki bara „af því hinir fengu“. Ófaglærðir starfsmenn eiga sitt réttmæta til- kall til fyrrgreindra kjarabóta enda ósjald- an um að ræða fólk með jafnknýjandi hugsjónir og þær sem leikskóla- kennarar hafa að leiðarljósi. Það er þó vitaskuld afar jákvætt að þessi kjarabót ófaglærðra skuli hafa hrundið af stað þeirri miklu um- ræðu sem nú stendur yfir og gera má ráð fyrir að eigi eftir að koma til góða þeim sem mestu máli skipta þegar leikskólinn er annars vegar, þ.e. starfsfólki, foreldrum og börn- um. Hvorki leikskólakennarar né ófag- lærðir fá bílinn sinn til að ganga á engu nema hugsjóninni, fólk ætti ekki að þurfa að flýja bæjarfélög eða fela prófskírteini til að leggja áherslu á þá einföldu staðreynd. Og kafarar eiga ekki að vera hræddir við vatn. „Það vantar spýtur … Hilmar Örn Óskarsson fjallar um kjör starfsfólks á leikskólum Hilmar Örn Óskarsson ’ Hvorki leik-skólakennarar né ófaglærðir fá bíl- inn sinn til að ganga á engu nema hugsjón- inni …‘ Höfundur er umboðsmaður Morgun- blaðsins á Blönduósi og fyrrverandi starfsmaður Leikskóla Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.