Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HAMAS Í EINANGRUN Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínumanna, ætlar að fela Hamas- hreyfingunni myndun nýrrar stjórn- ar en Fatah-hreyfingin hefur ákveð- ið að eiga ekki aðild að henni. Ísraelar ítreka, að þeir muni engin samskipti eiga við Hamas, en skoð- anakannanir sýna þó, að stór hluti Ísraela vill ræða við hreyfinguna svo fremi hún hafni ofbeldi. Vona marg- ir, að afstaða Hamas muni mildast þegar hún gerir sér grein fyrir því hve háðir Palestínumenn eru er- lendu fjármagni, einkum frá vest- rænum ríkjum. Álframleiðsla þrefaldast Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sagði á ráð- stefnu um ál- og orkuframleiðslu á Íslandi í gær, að álframleiðsla hér á landi myndi nánast þrefaldast á allra næstu árum og yrði Ísland þá komið í hóp stærstu álútflutningsríkja í heimi. Fram kom í máli Gylfa Arn- björnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, að mikill stöðugleiki væri í starfsmannahaldi hjá álverum hér á landi, meðalstarfsaldur hjá Alcan væri með því hæsta sem þekktist hér á landi. Loðnan fundin? Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson fann stóra loðnutorfu á Rauða torginu, 60 sjómílur suð- austur frá Gerpi, snemma í gær- morgun. Ásgrímur Halldórsson SF, sem leitaði nær landinu, varð í gær var við litlar torfur og Sturla á Guð- mundi VE fann flekki á víð og dreif. Málinu skipt upp Baugsmálinu var skipt upp í gær samkvæmt ákvörðun dómenda þrátt fyrir mótmæli sakflytjenda. Deilt var um hvenær hefja ætti aðal- meðferð. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 46/56 Viðskipti 18 Brids 56 Erlent 22/23 Skák 61 Landið 25 Dagbók 62 Akureyri 26 Víkverji 62 Árborg 26 Velvakandi 63 Suðurnes 27 Staður og stund 64 Daglegt líf 28/29 Menning 65/73 Ferðalög 30/31 Bíó 70/73 Listir 32/33 Ljósvakamiðlar 74 Umræðan 34/45 Veður 75 Forystugrein 38 Staksteinar 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                    ÍSLENSKA þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagn- vart séra Sigríði Guðmarsdóttur sóknarpresti vegna skipunar í embætti sendiráðsprests í Lund- únum 25. nóvember 2003 samkvæmt dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur í gær. Dómurinn sýknaði þjóð- kirkjuna hins vegar af kröfu Sigríðar um miskabætur vegna skipunarinnar. Þjóðkirkjunni var á hinn bóginn gert að greiða 400 þúsund kr. upp í málskostnað hennar. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sigurðar Sig- urðssonar, sem var staðgengill biskups Íslands 25. nóvember 2003, að skipa séra Sigurð Arnarson í embætti sendiráðsprests í Lundúnum. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vék sæti vegna skipunar í embættið og fór Sigurður Sig- urðsson vígslubiskup því með skipunarvald vegna stöðuveitingarinnar. Að mati dómsins var ekki sýnt fram á stjórn- sýsluvenju um heimildir til þess framsals opinbers valds er um ræddi. Var biskupi Íslands því óheim- ilt að kveða svo á að niðurstaða þeirrar hæfnis- nefndar sem skipuð var 8. júlí 2003 væri bindandi fyrir handhafa skipunarvalds, segir í dómi héraðs- dóms. Að mati héraðsdóms var biskupi þá óheimilt að framselja umrætt skipunarvald sitt til stjórnsýslu- nefndar, sem stofnað var til vegna umræddrar embættisveitingar, án sérstakrar heimildar í lög- um, stjórnvaldsfyrirmælum eða stjórnsýsluvenj- um. Ljóst þótti að slíkum heimildum var ekki til að dreifa í lögum nr. 78/1997 eða í öðrum lagaheim- ildum. Þá var að mati dómsins gengið út frá því að skip- un sr. Sigurðar hefði brotið gegn jafnréttislögum. Skúli Magnússon héraðsdómari dæmdi málið. Sif Konráðsdóttir hrl. flutti málið fyrir Sigríði og Gestur Jónsson hrl. fyrir Biskupsstofu. Að sögn Gests hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Á sama hátt og niðurstaða héraðsdóms var önnur en við áttum von á erum við auðvitað mjög fegin því að sýknað var af miskabótakröfunni, því annar þáttur málsins var um það að með einhverjum hætti hefði verið misbeitt valdi í þágu þess umsækjanda sem skipaður var. Það er ekkert í dóminum sem tekur undir þau sjónarmið,“ sagði Gestur Jónsson. Biskupi óheimilt að fram- selja skipunarvald sitt Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÉG vonast til að stjórnsýslumál og jafnrétt- ismál eflist innan þjóðkirkjunnar í kjölfar þessa dóms,“ segir sr. Sigríður Guðmars- dóttir sóknarprestur um dóm héraðsdóms frá því í gær. „Í rauninni breytist ekki mik- ið hjá mér vegna niðurstöðunnar. Ég starfa sem sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli sem er mjög skemmtilegt prestakall og ég ætla að halda áfram að vinna að því upp- byggingarstarfi sem þar er. Þessi dómur á því ekki eftir að breyta mínum högum enda var aldrei farið fram á að ég fengi presta- kallið í Lundúnum. Málið snerist um skaða- bótakröfu og viðurkenningu þess að þarna hefði pottur verið brotinn og vinnubrögð ekki nógu vönduð. Það hefur nú verið við- urkennt af héraðsdómi. Svo er ég afar ánægð með lögfræðinginn minn, Sif Kon- ráðsdóttur.“ „Vinnubrögðin ekki nógu vönduð“ ÁSGEIR Sverrisson, fréttastjóri er- lendra frétta á Morgunblaðinu, hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins. Ás- geir, sem hefur starfað á Morg- unblaðinu í tæp 20 ár, mun hefja störf á Blaðinu 1. febrúar næstkomandi. Hann segir ráðninguna ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Í síðustu viku var ég kallaður á fund eigenda Blaðsins og spurður að því hvort ég vildi taka þetta starf að mér. Þetta kom satt að segja eins og þruma úr heiðskíru lofti og ég bað um umhugs- unarfrest. Ég hugsaði málið í sólar- hring og bað svo um fund með eig- endunum,“ segir Ásgeir. Á þeim fundi hafi hann lýst því hvernig hann sæi fyrir sér að hægt væri að þróa Blaðið, tæki hann við ritstjórn þess. „Ég bað þá að hugsa málið í tvo til þrjá daga. Það var gert og svo náðist samkomulag um að ég tæki við rit- stjórastöðunni,“ segir Ásgeir. Spurður um hið nýja starf á Blaðinu segir Ásgeir að hann sjái þar ýmsa möguleika. Nýtt skeið sé að hefjast í sögu Blaðsins, einkum vegna tveggja þátta. Annars vegar sé fyr- irhugað að hefja aldreifingu á Blaðinu að morgni dags en stefnt sé að því að það verði síðar á árinu. Hins vegar hyggist Blaðið taka í notkun miðlægt ritstjórnar- og fram- leiðslukerfi, sem muni breyta miklu. Markmiðið að skapa Blaðinu sérstöðu á blaðamarkaði Ásgeir segir að ýmsar breytingar þurfi að gera hjá Blaðinu, meðal ann- ars á útliti, framsetningu og á sam- setningu þess. Sumar þessar breyt- ingar sé hægt að gera á tiltölulega skömmum tíma, en lengri tíma taki að vinna að öðrum. „Markmiðið verður að skapa Blaðinu ákveðna sérstöðu á blaða- markaði. Sú sérstaða mun fyrst og fremst felast í því að Blaðið verður í morgundreifingu en það verður veru- lega frábrugðið Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Það stendur ekki til að búa til nýtt Morgunblað, það verður allt annar tónn í Blaðinu,“ segir hann. Ásgeir kveðst hlakka til að takast á við nýja starfið. „Það erfiðasta við þetta verður að yfirgefa Morg- unblaðið, sem er frábær vinnustaður. Ég hef unnið hérna í bráðum 20 ár og á marga góða og dýrmæta vini á blaðinu,“ segir Ásgeir. „Mér fannst hins vegar rétt að taka þessu tæki- færi,“ bætir hann við. Ásgeir hóf störf á Morgunblaðinu árið 1986. Hann var löngum umsjón- armaður erlendra frétta en var ráð- inn fréttastjóri erlendu fréttadeild- arinnar 1994. Þar starfaði hann til ársins 1997 en þá hélt til náms og starfa á Spáni um eins árs skeið. Eftir heimkomuna hóf hann aftur störf á ritstjórn Morgunblaðsins. Þá sá Ásgeir meðal annars um heilsu- umfjöllun blaðsins, skrifaði frétta- skýringar af erlendum vettvangi og um íslensk öryggis- og varnarmál. Auk þess skrifaði hann marga Við- horfsdálka í blaðið. Árið 2001 tók hann aftur við frétta- stjórastarfi á erlendu deildinni og hefur gegnt því síðan. Ásgeir Sverris- son ráðinn rit- stjóri Blaðsins Morgunblaðið/Júlíus Ásgeir Sverrisson ræðir við Karl Garðarsson, framkvæmdastjóra útgáfu- félagsins Árs og dags, á ritstjórnarskrifstofum Blaðsins í gær. NÝR efnisþáttur hefur göngu sína í Lesbók Morgunblaðsins í dag en í honum verður mælt með leiksýn- ingum, tónleikum, myndlistarsýn- ingum og kvikmyndum sem standa til boða í menningarlífi landsmanna hverju sinni. Enn fremur mun lesandi segja frá bókunum sem hann er að glugga í og birt verður brot úr dagbókum þekktra einstaklinga frá fyrri tíð. Meðmæladálkurinn kemur í stað upptalningar á sýningum í lista- söfnum, leikhúsum og kvikmynda- húsum en þær upplýsingar má nálgast í Stað og stund í aðal- blaðinu og á mbl.is. Meðmæli Lesbókar FORRÁÐAMENN Fegurðar- samkeppni Íslands hafa tekið þá ákvörðun að Ólafur Geir Jónsson, Herra Ísland 2005, verði sviptur titlinum og er það í fyrsta sinn í sögu Fegurðarsamkeppni Íslands sem slíkt er gert, að því er segir í fréttatilkynningu frá Fegurðar- samkeppni Íslands. Heilbrigt líferni og reglusemi eru m.a. þættir sem skipta miklu, þar sem gera má ráð fyrir að Herra Ísland sé fyrirmynd ung- menna í landinu. Ólafur Geir hef- ur að mati for- svarsmanna keppninnar ekki staðið undir þeim væntingum sem keppnin gerir til Herra Íslands ár hvert, en við val hans er leitast við að velja fulltrúa sem er keppninni til sóma bæði hérlendis og erlendis. Herra Ísland sviptur titlinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.