Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TALSMENN Hamas-samtakanna, sigurvegaranna í þingkosningum Palestínumanna, hvöttu í gær ákaft til einingar þjóðarinnar en viðbrögð- in voru misjöfn. Margir liðsmenn Fatah-samtakanna á Gaza létu í gær ljós vonbrigði sín með niðurstöður kosninganna og kröfðust sumir þess að Mahmoud Abbas forseti segði af sér. „Krafa okkar er ein og aðeins ein, að miðstjórn [Fatah] og bylting- arráð segir þegar af sér,“ sagði Sam- ir Mashrawi, einn af frammámönn- um Fatah á staðnum. Hann tapaði í kosningunum. Kveikt var í bílum, skotið upp í loftið og krafist afsagna spilltra flokksleiðtoga. Fólkið heimtaði að Fatah héldi fast við þá ákvörðun sína að taka ekki þátt í samsteypustjórn með Hamas. Til harðra slagsmála kom milli Fatah- og Hamas-manna á Gaza og var beitt byssum. Er vitað að þrír særðust. Lítill munur í prósentum Endanlegar niðurstöður kosning- anna í Palestínu voru birtar í gær en Hamas hlaut alls 76 þingsæti af 132 á þingi. Fatah hreppti 43 sæti, aðrir fengu samanlagt 13 sæti. Yfirburðir Hamas í atkvæðatölum voru mun minni en þingsætafjöldinn gefur til kynna vegna þess að öflugasti fram- bjóðandi í einmenningskjördæmum fær sætið og atkvæði skiptust víða milli margra flokka og flokksbrota. Hamas var með rúm 43% atkvæða á landsvísu en Fatah liðlega 40%. Sums staðar voru fleiri en einn fram- bjóðandi fyrir Fatah vegna klofnings sem kom upp fyrir kosningar og varð þetta ekki til að bæta stöðuna fyrir hreyfinguna. Sjálfstæð Palestína, flokkur lækn- isins Mustafa Barghuti, sem var efstur á landslista flokksins, hlaut 2,6% atkvæða og tvö sæti. Einn þekktasti stjórnmálamaðurinn úr röðum Palestínukvenna, Hanan As- hrawi, náði kjöri fyrir smáflokk sinn. Skoðanir eru afar skiptar á því hvernig bregðast skuli við þeirri um- byltingu sem orðin er vegna kosn- inganna og væntanlegrar valdatöku Hamas. Leiðtogi sjía-múslíma í Líb- anon, stórajatollah Mohammed Hussein Fadlallah, sagði að Hamas, sem neitar að viðurkenna Ísrael, myndi koma á óbeinum viðræðum. „Hamas mun efna til óbeinna samningaviðræðna við fjendurna til að tryggja frelsi [Palestínumanna],“ sagði Fadlallah. Þess má geta að Tyrkir, sem lengi hafa átt gott sam- starf við Ísraela, buðust í gær til þess að verða milligöngumenn í hugsan- legum viðræðum Ísraels við Hamas. Spáir hamskiptum eins og hjá Ariel Sharon Pervez Musharraf, forseti músl- ímaríkisins Pakistans, sagði í gær að Hamas-liðar hefðu sigrað með lýð- ræðislegum hætti og yrðu að fá að sanna sig. Hann minnti menn á að Ariel Sharon, hinn sjúki, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefði verið talinn ofbeldisfullur hermaður sem hefði spillt friðnum. „En þannig æxl- uðust málin að hann varð eina vonin um frið á svæðinu,“ sagði Musharraf. Efnahagsmálaráðherra Palestínu- manna, Mazen Sinokrot, hvatti í gær til þess á ráðstefnu um efnahagsmál í Davos í Sviss að Hamas fengi tæki- færi og spáði því að samtökin myndu draga úr ofstækinu gegn Ísrael þeg- ar þau tækju við völdum. Mohamm- ad Mustafa, einn af ráðgjöfum Abbas forseta, var í fylgdarliði Sinokrot. Á fréttamannafundi var spurt hvort til þess gæti komið að Hamas yrði stjórnarflokkur í Palestína en geng- ist síðan við ábyrgð á tilræði sjálfs- morðingja gegn Ísraelum. „Við skulum ekki gera ráð fyrir því að þeir hefji störf í ríkisstjórn og fari síðan og sprengi í Ísrael,“ sagði Mustafa. Sinokrot minnti á að Frels- isamtök Palestínu (PLO), regnhlífar- samtök flestra baráttuhópa Palest- ínumanna, hefðu eitt sinn verið talin hermdarverkasamtök en þau hefðu síðar sest að samningaborði með Ísr- aelum. Starfandi utanríkisráðherra Ísra- els, Tzipi Livni, hvatti í gær erlend ríki til að viðurkenna ekki stjórn með Hamas á ráðherrastólum og sagði að kosningar ætti ekki að nota til að „hvítþvo“ hryðjuverkamenn. Livni sagði að með brottförinni frá Gaza í fyrra hefðu Ísraelar opnað dyrnar að friðarumleitunum en með því að kjósa Hamas hefðu Palestínumenn skellt dyrunum aftur. Ísraelsher er í viðbragðsstöðu vegna spennuástandsins. Voru alls 15 Palestínumenn, sem taldir eru vera liðsmenn herskárra hópa, hand- teknir aðfaranótt föstudags í skyndi- áhlaupi á Vesturbakkanum. Átta þeirra voru liðsmenn Hamas. Fatah-menn ósáttir og krefjast afsagna leiðtoga Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Spáð að Hamas reyni að hefja óbeinar viðræður við Ísraela Reuters Reiðir Fatah-menn brenna græna fána Hamas-samtakanna á mótmæla- fundi í Khan Yunis, sunnan við Gaza-borg, í gær. Fagnandi Hamas-menn hófu í gær að mála moskur í Jerúsalem grænar til að minna á sigurinn. Berlín. AP. | Johannes Rau, fyrrver- andi forseti Þýskalands, lést í gær, en hann var 75 ára að aldri. Hann hafði átt við heilsuleysi að stríða um langt skeið. Rau var forseti Þýskalands á ár- unum 1999–2004 og heimsótti Ísland í júlí 2003. Hans er helst minnst fyr- ir þá áherslu sem hann lagði á að styrkja tengsl Þýskalands og Ísr- aels en árið 2000 flutti hann fyrstur manna ræðu á þýsku í ísraelska þinginu, en í ræðu sinni bað hann gyðinga fyrirgefningar á glæpum þýskra nasista í síðari heimsstyrj- öldinni. Rau var áður borgarstjóri í Wup- pertal og síðan ríkisstjóri í Norður Rín-Westfalen um tveggja áratuga skeið. Hann var kanslaraefni jafn- aðarmanna í þingkosningum í Þýskalandi 1987 en tapaði þá fyrir Helmut Kohl og hann tapaði einnig í forsetakosningum 1994. Fimm árum síðar var hann hins vegar kjörinn forseti landsins, en þá voru jafnað- armenn komnir til valda í Þýska- landi. Johannes Rau látinn BLÓM voru lögð á skópör úr járni við bakka Dónár í Búdapest í Ung- verjalandi í gær til minningar um þá sem fórust í helför nasista gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöld- inni. Um var að ræða táknrænt listaverk til minningar um þrjátíu gyðinga sem ungverskir nasistar drápu við Dónárbakka og fleygðu svo í fljótið. Þess var minnst víða í Evrópu í gær að sextíu og eitt ár er liðið frá því að bandamenn komu til Ausch- witz-búðanna í Póllandi, eins helsta vettvangs ódæða nasista. Alls er talið að sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför nasista auk rúmlega milljónar sígauna. AP Fórnarlamba helfararinnar minnst Ramallah, Dubai, Kaíró. AFP. | „Póli- tískur jarðskjálfti skekur heimshlut- ann,“ sagði í fyrirsögn aðalfréttar palestínska dagblaðsins Al-Quds í gær en fréttinni fylgdu ljósmyndir af fylgjendum Hamas-samtakanna sem í fyrradag komu grænum fána Hamas fyrir á stöng fyrir framan palestínska þingið í Ramallah. „Hinir raunverulegu sigurvegarar í kosningunum eru palestínska þjóð- in sem hefur tryggt friðsamleg valdaskipti með kosningum sem voru frjálsar, heiðarlegar og gagn- sæjar,“ sagði Al-Quds í leiðara. Blaðið Al-Hayat Al-Jadida, sem er opinbert málgagn heimastjórnar Palestínu, kallaði eftir samsteypu- stjórn Hamas og Fatah og lýsti áhyggjum sínum af þeim möguleika að við taki bókstafstrúarmenn í lík- ingu við þá sem unnu sigur í kosn- ingum í Alsír 1992 og réðu ríkjum í Afganistan í tíð talibanastjórnar- innar 1996–2001. Á sínum tíma voru úslitin í Alsír ógilt til að hindra valdatöku bókstafstrúarmanna og við tók blóðugt borgarastríð. „Með myndun þjóðstjórnar, sem forsetinn [Mahmoud Abbas] færi fyrir, væri hægt að leysa aðsteðjandi vanda og komast hjá því að sama staða komi upp hér og í Alsír og í kjölfar valdatöku talibana,“ sagði blaðið. Dagblöð annars staðar í arabaheiminum voru á svipuðum nótum, flest lýstu sigri Hamas á miðvikudag sem pólitískum land- skjálfta en sögðu jafnframt að óvissutímar væru framundan. Al- Hayat spurði hvernig Hamas myndu bregðast við sigri, hafandi það í huga að samtökin hefðu ávallt verið í stjórnarandstöðu og hefðu aldrei þurft að svara tilteknum spurning- um þess vegna. Og Al-Khaleej í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum kallaði sigur Hamas „lýðræð- islegt tsunami“ sem markaði „raun- verulegt valdarán, en með liðsinni kjörkassanna“. Helstu leiðtogar arabaríkjanna hvöttu Hamas til að hefja friðar- viðræður við Ísraela. Voru slík um- mæli m.a. höfð eftir Hosni Mubarak, forseta Egyptalands. „Lýðræðis- legt tsunami“ Stokkhólmur. AFP. | Níu manns létu lífið og 44 slösuðust þegar fólksflutn- ingabifreið fór út af vegi við bæinn Arboga í Svíþjóð í gær. Arboga er um 150 km vestur af Stokkhólmi en fólkið var á leið til höfuðborgarinnar. Eru tildrög slyss- ins ekki ljós en haft er eftir vitni, að bílnum hafi smám saman verið ekið nær og nær vegarbrúninni og þar til hann steyptist út af veginum og nið- ur brattan bakka. Lagðist þakið saman er bíllinn stöðvaðist á hvolfi og var erfiðleikum bundið að ná far- þegunum út. Af þeim, sem slösuðust, voru fjórir taldir vera í lífshættu. Níu fórust í Svíþjóð Reuters EVO Morales, sem sór embættiseið sem forseti Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu um síðustu helgi, hefur lækk- að laun sín um meira en helming. Eru þau nú rétt rúmlega 1.800 doll- arar á mánuði, um 110.000 íslenskar krónur. Ákvörðun forsetans hefur í för með sér að laun allra embættis- manna í Bólivíu lækka, en lög lands- ins kveða á um að enginn opinber starfsmaður megi þéna meira en for- seti landsins. Í frétt BBC kemur fram að Mor- ales hafi sagt að með peningunum sem þessi ákvörðun sparaði yrði hægt að fjölga starfandi læknum og kennurum hjá hinu opinbera. Gaf forsetinn í skyn að hann teldi rétt af fulltrúum á þinginu í Bólivíu að fylgja fordæmi hans. Stendur við kosningaloforð um launalækkun Morales hafði í kosningabarátt- unni vegna forsetakosninganna lýst því yfir að hann myndi lækka laun forsetans um helming ef hann næði kjöri. En Morales gengur lengra en hann hafði lýst yfir, staðreyndin er sú að hann hefur nú lækkað laun for- seta Bólivíu um 57%. Morales er fyrsti indíáninn sem kosinn er forseti Bólivíu en indíánar eru meira en helmingur þjóðarinnar. Hann ræktaði áður kókalauf og hef- ur heitið því að berjast gegn spill- ingu, skattleggja hina ríku og þjóð- nýta orkufyrirtæki. Reuters Evo Morales, forseti Bólivíu, með skál fulla af dollurum. Þetta eru þó ekki þeir peningar sem sparast við launalækkunina sem hann hefur ákveðið til handa sjálfum sér. Morales lækkar laun sín um 57% Um leið lækka laun allra embættismanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.