Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 35 UMRÆÐAN REYKJAVÍK er höfuðborg okkar Íslendinga. Við erum öll stolt af borg- inni okkar við Sundin og viljum veg hennar sem mestan. Á tímum al- þjóðavæðingarinnar þarf Reykjavíkurborg að laga sig að nýjum kröfum og breyttum að- stæðum. Í því felst að hún þarf að standast borgum í öðrum lönd- um snúninginn í síh- arðnandi samkeppni um íbúana og þarf því að endurskilgreina hlut- verk sitt sem öflugur og lifandi þjónustuaðili sem starfar í þágu íbú- anna – fólksins í borg- inni. Þar er verk að vinna, því þótt Reykja- vík standi að mörgu leyti vel er fjölmargt sem betur mætti fara og við blasa augljós tækifæri til að skapa nútímalega heimsborg með þægilegum bæj- arbrag þar sem okkur getur öllum liðið vel og verið örugg. Við þurfum að koma Reykjavík í fremstu röð. Ég vil að Reykjavík verði fyrsta flokks borg. Allir Reykvíkingar mega taka þátt í opnu prófkjöri Framsóknarflokks- ins sem fram fer í Laugardalshöll í dag. Framsóknarflokkurinn býður þá fram undir eigin merkjum; merkjum B-listans í borgarstjórn í fyrsta sinn í sextán ár og kostar því kapps að sem flestir borgarbúar taki þátt í að móta kraftmikinn og sigurstranglegan framboðslista af hálfu miðjuaflanna í borgarstjórnarkosningunum nú í vor. Ég býð mig fram til forystu á þess- um tímamótum. Framundan eru spennandi tímar. Margir hafa haft á orði að stjórnmálin hafi ekki fylgt kalli tímans og að margir myndu frekar vilja kjósa einstaklinga fremur en flokka í kosningum. Opið prófkjör er lýðræðisleg leið til þess að velja fólkið sem skipa á framboðslistana; þar eiga borgarbúar allir rétt á að taka þátt og ég er sannfærður um að þeir muni taka því góða boði fagn- andi. Ég skynja ákveðin vatnaskil í borg- armálunum. Það er þörf fyrir breyt- ingar; þörf fyrir öðruvísi nálgun og nýjar hugmyndir. Til þess að góður árangur náist, þurfum við öll að leggj- ast á eitt. Við höfum góðar hug- myndir og við viljum koma þeim til framkvæmda. Saman getum við náð árangri. Saman getum við breytt borginni okk- ar og búið til fyrsta flokks Reykjavík, nú- tímalega heimsborg þar sem fólkið er í fyr- irrúmi. Prófkjörsbaráttan undanfarnar vikur hef- ur verið ákaflega skemmtileg og gefandi. Þennan tíma hef ég nýtt til þess að setja fram hugmyndir mínar í ræðu og riti en fyrst og fremst til þess að tala við borgarbúa. Ég hef kynnst ótalmörgum og hvarvetna fundið að Reykvíkingar hafa brennandi áhuga á sameiginlegum mál- efnum okkar borgarbúa og heitar skoðanir á því hvernig hægt er að bæta þjónustuna við barnafjölskyldur og eldri borgara; hvernig hægt er að leysa um- ferðarhnútana; hvað ber að gera og hvað að varast í skipulagsmálum og þannig mætti áfram telja. Ég lagði af stað í þessa baráttu með góðum hópi fjölskyldu og vina með bjartsýni og jákvæðni að leið- arljósi. Það hefur verið ómetanlegt að sjá hópinn stækka dag frá degi þegar nýir stuðningsmenn og samherjar gefa sig fram, sýna viljann í verki og leggjast með okkur á árarnar. Ég er afar þakklátur fyrir allan þann mikla stuðning og velvilja sem ég hef fundið fyrir undanfarnar vikur. Nú er komið að þáttaskilum í bar- áttunni og lokaspretturinn einn eftir Ég treysti á þinn stuðning í prófkjöri okkar framsóknarmanna sem fer fram í Laugardalshöll í dag. Hann skiptir miklu máli. Fyrsta flokks Reykjavík Eftir Björn Inga Hrafnsson Björn Ingi Hrafnsson ’Ég skynjaákveðin vatnaskil í borgarmál- unum. Það er þörf fyrir breyt- ingar; þörf fyrir öðruvísi nálgun og nýjar hug- myndir.‘ Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra og býður sig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnar. Prófkjör Reykjavík ÞAÐ ER áreiðanlega ekkert grín að reka alvöru spaugstofu ár- um saman svo öllum vel líki. Í upphafi var orðið, innblást- urinn ósvikinn, uppátækin frum- leg, hugdetturnar magnaðar, ímyndunaraflið óbeislað, frjótt og ferskt, leikurinn bráðlifandi, orða- skiptin meinfyndin og eftirherm- urnar velheppnaðar. En nú er Snorrabúð stekkur. Spaugstofan má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. Nú er það engu líkara en þetta sé orðið eins og hver önnur færibandavinna sem þessir atvinnuspaugarar þurfa að drífa af í einum grænum hvelli fyrir hverja einustu helgi. Jónas heitinn Árnason frá Múla sem skrifaði á sínum tíma Bæj- arpóstinn, pistil er birtist daglega í Þjóðviljanum, sagði einhverju sinni við kunningja sinn að sér fyndist þetta oft vera eins og að pissa, þegar manni væri ekki mál. Ég er alls ekki frá því að líkt sé á komið fyrir leikhöfundum í Spaug- stofunni. Væri ekki ráð að hægja örlítið á ferðinni og sýna sig aðeins hálfsmánaðarlega á skjánum í staðinn fyrir að gera það vikulega? Þannig væri ef til vill smávon til þess að þeir gætu endurheimt neistann, já, gamla neistann sem virðist nú því miður að vera um það bil að slokkna. Satt best að segja sakna ég gömlu alvöru-Spaugstofunnar meðan hún var upp á sitt besta. Nú ber ekki á öðru en að annað hljóð sé komið í strokkinn, ankannalegt og hvimleitt tómahljóð, sem þessir gömlu, lúnu og mér liggur við að segja útbrunnu skemmtikraftar megna ekki með nokkru móti að losa sig við. Ekkert púður lengur, engin stemmning og jafnvel rónarnir sem voru einu sinni svo skemmti- legir eru svipir hjá sjón og hvað stendur þá eftir, nú eintóm aula- fyndni sem engan gleður, að minnsta kosti ekki hugsandi mann. En það er huggun harmi gegn að þeir vinna sér þó fyrir salti í grautinn og munu áreiðanlega ekki hrekjast út á vonarvöl á næst- unni. Halldór Þorsteinsson Spaugsnauðir Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs og fyrrverandi leikdómari. OFT ER talað um hjarta borgar og er þá átt við svæðið þar sem miðstöð menningar og versl- unar er. Á síðustu ár- um hafa borgaryf- irvöld í Reykjavík, með góðum árangri, unnið að því að gera miðborgina aftur að þessum miðpunkti í líkama borgarinnar. Við ramman reip var að draga. Sjálfstæð- ismenn höfðu skipu- lagt fyrstu stóru verslunarmiðstöð landsins og Borg- arleikhúsið, með Leikfélagi Reykjavík- ur sem í nær hundrað ár hafði haft aðsetur við Tjörnina, fjarri miðborg- inni. Einnig ætluðu þeir að flytja höf- uðstöðvar Borgarbókasafnsins á sama stað. Í tíð Reykjavíkurlistans hefur þessari þróun verið snúið við. Borgarbókasafn, Ljósmyndasafn og Listasafn Reykjavíkur mynda nú menningarkjarna á hafnarbakkanum. Brátt mun svo glæsilegt tónlistarhús rísa þar. Listaháskólinn Kynnt hefur verið skipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á reit suðvestan væntanlegs tónlistarhúss, norðan fyrrnefnds menn- ingarkjarna. Miklar um- ræður hafa farið fram um hvar væntanlegri nýbygg- ingu Listaháskólans verði fundinn staður. Í mínum huga er þessi reitur í næsta nágrenni safnanna tilvalinn staður fyrir skól- ann. Dæmi um sambæri- lega staðsetningu æðstu listaskóla hvers lands er að finna í mörgum höf- uðborgum Vesturlanda. Starfandi listamenn Í dag eru í miðborginni bæði sýningarsalur og verkstæði Grafíkfélagsins sem og verkstæði og vinnustofur Myndhöggvarafélagsins. Hvoru tveggja í húsnæði í eigu borg- arinnar. Nú stendur fyrir dyrum að aðstaða félaganna verði færð um set. Hugmyndir hafa verið uppi um að finna þeim stað á Korpúlfsstöðum og þar verði auk þess fleiri vinnustofur. Þrátt fyrir að stjórn Sambands ís- lenskra myndlistarmanna fagni fjölg- un vinnustofa eru ýmsir sem setja spurningamerki við að færa starfsemi félaganna úr miðborginni. Undirrituð er ein þeirra sem telur það ekki fýsi- legan kost að finna þeim stað í útjaðri borgarinnar. Ein aðalástæðan er að meira þarf til en opinberar menning- arstofnanir til að listalífið blómstri í miðborginni. Þar þarf einnig að vera aðsetur starfandi listamanna. Nú er tækifæri fyrir borgina að ekki aðeins bjóða Listaháskólanum lóð í miðborg- inni heldur og einnig að koma að byggingu skólans með því að fá þar inni fyrir starfsemi umræddra félaga. Nábýli nemenda við starfandi lista- menn væri væntanlega beggja hagur. Borgin ætti og að gera meira í mið- borginni fyrir starfandi listamenn. Á væntanlegu nýbyggingasvæði á Slippsvæðinu væri hægt að reisa hús- næði með vinnustofum fyrir lista- menn í öllum greinum lista. Það frjóa líf sem skapaðist í kringum slíka lif- andi listamiðstöð væri dágóð vítamín- sprauta fyrir miðborgina. Vítamín fyrir lista- lífið í miðborginni Eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, Gerlu Guðrún Erla Geirsdóttir ’Það frjóa líf sem skap-aðist í kringum slíka lif- andi listamiðstöð væri dá- góð vítamínsprauta fyrir miðborgina.‘ Höfundur er kennari og myndhöfundur sem gefur kost á sér í prófkjöri Sam- fylkingarinnar og biður um 4. til 6. sæti. Prófkjör Reykjavík Þriðjudaginn 10. janúar í Vestmannaeyjum kl. 20.00 Miðvikudaginn 11. janúar í Reykjanesbæ kl. 20.00 Fimmtudaginn 12. janúar á Akranesi kl. 20.00 Laugardaginn 21. janúar á Akureyri kl. 10.30 Laugardaginn 21. janúar í Ólafsfirði kl. 14.00 Þriðjudaginn 24. janúar á Sauðárkróki kl. 20.00 Miðvikudaginn 25. janúar í Borgarnesi kl. 20.00 Fimmtudaginn 26. janúar á Selfossi kl. 20.00 Laugardaginn 28. janúar í Reykjavík kl. 13.15 Fimmtudaginn 2. febrúar á Húsavík kl. 20.00 Laugardaginn 4. febrúar á Ísafirði kl. 10.30 Mánudaginn 6. febrúar í Grundarfirði kl. 20.00 Miðvikudaginn 8. febrúar á Höfn kl. 20.00 Fimmtudaginn 9. febrúar á Hellu kl. 20.00 Miðvikudaginn 15. febrúar í Garðabæ kl. 20.00 Fimmtudaginn 16. febrúar á Patreksfirði kl. 12.00 Fimmtudaginn 16. febrúar í Búðardal kl. 17.00 Laugardaginn 18. febrúar á Egilsstöðum kl. 10.30 Laugardaginn 18. febrúar í Fjarðabyggð kl. 13.30 Mánudaginn 20. febrúar á Blönduósi kl. 20.00 Þriðjudaginn 21. febrúar í Mosfellsbæ kl. 20.00 Miðvikudaginn 22. febrúar í Grindavík kl. 20.00 Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde utanríkisráðherra, mun á næstu mánuðum fara um landið og efna til funda með trúnaðarmönnum flokksins, formönnum og stjórnarmönnum flokksfélaga, fulltrúaráða og kjördæmisráða, sveitarstjórnar- mönnum og þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Formaður Sjálfstæðisflokksins á ferð um landið Fundarstaðir verða auglýstir í fundarboði á hverjum stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.