Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 24
Miðbær | Klæði og skæði þurfa að vera í lagi hjá göngu- görpum, hvort sem þeir arka um götur og torg eða fjöll og firnindi. Þessi garpur fann góð- an stað á Skólavörðustígnum til að binda skóþveng sinn, áð- ur en haldið var áfram ferð um borgina. Morgunblaðið/Sverrir Skóþvengur bundinn á Skólavörðustígnum Borgarlíf Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Víða á landsbyggðinni er það svo að með hækkandi sól í byrjun hvers árs kemur einhver kraftur í menningarlífið. Strandir eru þar enginn undantekning. Veðrið spilar eflaust þar inn í og eftir umhleypinga undanfarinna vikna njóta Strandamenn lognríkra daga. Félagslíf stendur með miklum blóma um gjörvalla sýsluna og sama er hvert er litið, hvaða aldurshópur á í hlut, alls staðar virðist gilda hið forkveðna, að maður sé manns gaman.    Strandamenn hafa líka ákveðið að kjósa mann ársins. Að þessu sinni stendur vefurinn strandir.is fyrir kosn- ingunni. Fyrri umferð er lokið og í þeirri seinni er kosið um þá þrjá aðila sem fengu flestar tilnefningar, en hátt í þriðja tug manna fékk tilnefningar. Nú er kosið á milli eru Aðalheiðar Ólafs- dóttur söngkonu úr Stjörnuleit, Guð- brands Einarssonar göngugarps, úr átakinu Haltur leiðir blindan, og Jóns Jónssonar ferðamálafrömuðar. Í fyrra hlaut Sverrir Guðbrandsson, sem gaf út endurminningar sínar í bókinni Ekkert að frétta, titilinn Strandamaður ársins 2004. Úrslit í kosningunni um Stranda- mann ársins 2005 verða kunngjörð á vefnum nú eftir helgi.    Í skólalífinu er verið að undirbúa árshátíðir, sem fram eiga að fara í mars, bæði í grunnskólanum á Drangsnesi og á Hólmavík. Foreldrafélagið á Hólmavík hefur sömuleiðis boðað til félagsvistar annað kvöld og er búist við 30-60 manns á öllum aldri sem taka munu í spil. Á Hólmavík stendur til mikil íþróttahátíð í dag. Þar ætla nemendur og foreldrar að spreyta sig í ýmsum íþróttum, rifja upp fugladansinn og skella sér í sund á eftir.    Eins og annars staðar á þessum árs- tíma eru Strandamenn í óða önn að und- irbúa þorrablót. Að minnsta kosti fjögur þorrablót eru haldin í sýslunni, þar af tvö í febrúarbyrjun. Heyrst hefur að hólmvískar konur séu að æfa mikinn leikþátt í revíustíl, og sama er upp á teningnum á Drangsnesi, en á Hólmavík. Það er venjan hér að konurnar bjóði til þorraveislu og karl- arnir skipuleggi svo góufagnað nokkrum vikum síðar. Úr bæjarlífinu HÓLMAVÍK EFTIR KRISTÍNU SIGURRÓS EINARS- DÓTTUR FRÉTTARITARIA Samningurinn felur í sér að fyr- irtækin styrkja starfið hjá KFR í gegn- um auglýsingar á fatnaði. Keyptir hafa verið regnjakkar á alla iðkendur KFR, alls 140 jakka, og eru þeir með auglýs- ingum fyrirtækjanna. Myndin er tekin þegar skrifað var undir samninginn. Knattspyrnufélag Rangæinga(KFR), verktakafyrirtækið Múrog Mál ehf. og ferðaþjónustufyr- irtækið Hellishólar ehf. í Fljótshlíð skrif- uðu nýlega undir samstarfssamning til næstu þriggja ára, en sömu eigendur eru af báðum fyrirtækjunum. Samstarf fyrirtækja og KFR Hjónakornin Þór-arinn Hjartarsonog Margrét Guð- mundsdóttir voru að búa sig undir nóttina. Margrét nefndi að líklega væru vinahjón þeirra, Páll Valsson og Halla Kjart- ansdóttir, að ræða stöðu íslenskunnar uppi í rúmi á kvöldin. Þórarinn varð hugsi og glettist: Ég hef fengið upp í kok alveg málfarslöggufjandann Páls og Höllu pillow talk er pundað yfir veslings landann. Rúnar Kristjánsson orti til manns sem ekki vildi heyra nein rök: Heyrðu í þeim sem hugsa ólíkt þér, heldur mun þá vitkast í þér sálin. Þröngsýni á þroska hömlun er, þekktu hvernig aðrir líta á málin! Hjónasögur pebl@mbl.is Hveragerði | Orkuveita Reykjavíkur hefur gerist aðili að Háskólasetrinu í Hveragerði. Gerðist það við endurnýjun samstarfssamn- ings um starfrækslu Háskólasetursins sem nýlega fór fram. Aðilar að samningnum eru Háskóli Ís- lands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvera- gerðisbær, Prokaria rannsóknir ehf., Rann- sóknastofnunin Neðri Ás, Sunnlensk orka og Orkuveita Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur kom í stað Heilsustofnunar NLFÍ. Með samningnum eru Háskólasetr- inu áfram tryggðir óbreyttir fjármunir til rekstursins en það sem á vantar verður fengið með aflafé, svo sem styrkjum og út- seldri vinnu, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Háskólasetrið í Hveragerði tók til starfa árið 2000 og er þetta í þriðja sinn sem sam- starfssamningurinn er framlengdur. Aðal- starfsvettvangur setursins eru náttúru- fræði- og umhverfisrannsóknir. Rannsóknir setursins hafa meðal annars verið á sviði mengunarmála, vatnavistfræði og örveru- fræði. Meðal verkefna sem unnið hefur ver- ið að eru rannsóknir á baðleir, mengunar- flokkun fall- og stöðuvatna, úttekt á náttúrulegum baðlaugum og úttekt, mæl- ingar og ráðgjöf á sviði skólpmengunar. Setrið hefur aðsetur að Reykjum í Ölfusi, en auk þess ræður það yfir vinnuaðstöðu og fræðimannsíbúð í Hveragerði. Aðstaðan og íbúðin standa til boða vísindamönnum og námsmönnum, sem eru að vinna að rann- sóknaverkefnum, og ganga þeir fyrir sem vinna að rannsóknum sem tengjast starfs- sviði setursins eða viðfangsefnum á Suður- landi. Orkuveitan aðili að Háskólasetri í Hveragerði Vestmannaeyjar | Viðræður eru að hefjast um byggingu knattspyrnuhúss í Vest- mannaeyjum. Bæjarstjórn hefur falið bæj- arstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ræða við forráðamenn ÍBV og aðra þá aðila sem kunna að koma að fjármögnun, byggingu og rekstri knatt- spyrnuhúss. Fram kemur á sudurland.is að Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri skilaði ítarlegri greinargerð um málið á síðasta bæjarstjórn- arfundi og í framhaldi af því var ákveðið að skipa nefndina. Hún á að skila tillögum fyrir 20. febrúar næstkomandi. Leiði viðræður til þess að ráðist verði í byggingu knattspyrnu- húss skal jafnframt fylgja þeim tillögur um hvernig þeim útgjaldaauka verði mætt í málaflokknum íþróttir og æskulýðsmál. Hefja viðræður um knatt- spyrnuhús ♦♦♦ Vinsamlegast komið vörunni til Osta- og smjörsölunnar, Bitruhálsi 2. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á óþægindunum. Allar nánari upplýsingar veitir Geir Jónsson forstöðumaður rannsóknarstofu Osta- og smjörsölunnar í síma 569 1640 eða 664 1640. sími 569 1600 • fax 567 3465 Osta- og smjörsalan innkallar eftirfarandi þrjár vörutegundir vegna galla: Búri Havarti Krydd-Havarti INNKÖLLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.