Morgunblaðið - 28.01.2006, Page 24

Morgunblaðið - 28.01.2006, Page 24
Miðbær | Klæði og skæði þurfa að vera í lagi hjá göngu- görpum, hvort sem þeir arka um götur og torg eða fjöll og firnindi. Þessi garpur fann góð- an stað á Skólavörðustígnum til að binda skóþveng sinn, áð- ur en haldið var áfram ferð um borgina. Morgunblaðið/Sverrir Skóþvengur bundinn á Skólavörðustígnum Borgarlíf Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Víða á landsbyggðinni er það svo að með hækkandi sól í byrjun hvers árs kemur einhver kraftur í menningarlífið. Strandir eru þar enginn undantekning. Veðrið spilar eflaust þar inn í og eftir umhleypinga undanfarinna vikna njóta Strandamenn lognríkra daga. Félagslíf stendur með miklum blóma um gjörvalla sýsluna og sama er hvert er litið, hvaða aldurshópur á í hlut, alls staðar virðist gilda hið forkveðna, að maður sé manns gaman.    Strandamenn hafa líka ákveðið að kjósa mann ársins. Að þessu sinni stendur vefurinn strandir.is fyrir kosn- ingunni. Fyrri umferð er lokið og í þeirri seinni er kosið um þá þrjá aðila sem fengu flestar tilnefningar, en hátt í þriðja tug manna fékk tilnefningar. Nú er kosið á milli eru Aðalheiðar Ólafs- dóttur söngkonu úr Stjörnuleit, Guð- brands Einarssonar göngugarps, úr átakinu Haltur leiðir blindan, og Jóns Jónssonar ferðamálafrömuðar. Í fyrra hlaut Sverrir Guðbrandsson, sem gaf út endurminningar sínar í bókinni Ekkert að frétta, titilinn Strandamaður ársins 2004. Úrslit í kosningunni um Stranda- mann ársins 2005 verða kunngjörð á vefnum nú eftir helgi.    Í skólalífinu er verið að undirbúa árshátíðir, sem fram eiga að fara í mars, bæði í grunnskólanum á Drangsnesi og á Hólmavík. Foreldrafélagið á Hólmavík hefur sömuleiðis boðað til félagsvistar annað kvöld og er búist við 30-60 manns á öllum aldri sem taka munu í spil. Á Hólmavík stendur til mikil íþróttahátíð í dag. Þar ætla nemendur og foreldrar að spreyta sig í ýmsum íþróttum, rifja upp fugladansinn og skella sér í sund á eftir.    Eins og annars staðar á þessum árs- tíma eru Strandamenn í óða önn að und- irbúa þorrablót. Að minnsta kosti fjögur þorrablót eru haldin í sýslunni, þar af tvö í febrúarbyrjun. Heyrst hefur að hólmvískar konur séu að æfa mikinn leikþátt í revíustíl, og sama er upp á teningnum á Drangsnesi, en á Hólmavík. Það er venjan hér að konurnar bjóði til þorraveislu og karl- arnir skipuleggi svo góufagnað nokkrum vikum síðar. Úr bæjarlífinu HÓLMAVÍK EFTIR KRISTÍNU SIGURRÓS EINARS- DÓTTUR FRÉTTARITARIA Samningurinn felur í sér að fyr- irtækin styrkja starfið hjá KFR í gegn- um auglýsingar á fatnaði. Keyptir hafa verið regnjakkar á alla iðkendur KFR, alls 140 jakka, og eru þeir með auglýs- ingum fyrirtækjanna. Myndin er tekin þegar skrifað var undir samninginn. Knattspyrnufélag Rangæinga(KFR), verktakafyrirtækið Múrog Mál ehf. og ferðaþjónustufyr- irtækið Hellishólar ehf. í Fljótshlíð skrif- uðu nýlega undir samstarfssamning til næstu þriggja ára, en sömu eigendur eru af báðum fyrirtækjunum. Samstarf fyrirtækja og KFR Hjónakornin Þór-arinn Hjartarsonog Margrét Guð- mundsdóttir voru að búa sig undir nóttina. Margrét nefndi að líklega væru vinahjón þeirra, Páll Valsson og Halla Kjart- ansdóttir, að ræða stöðu íslenskunnar uppi í rúmi á kvöldin. Þórarinn varð hugsi og glettist: Ég hef fengið upp í kok alveg málfarslöggufjandann Páls og Höllu pillow talk er pundað yfir veslings landann. Rúnar Kristjánsson orti til manns sem ekki vildi heyra nein rök: Heyrðu í þeim sem hugsa ólíkt þér, heldur mun þá vitkast í þér sálin. Þröngsýni á þroska hömlun er, þekktu hvernig aðrir líta á málin! Hjónasögur pebl@mbl.is Hveragerði | Orkuveita Reykjavíkur hefur gerist aðili að Háskólasetrinu í Hveragerði. Gerðist það við endurnýjun samstarfssamn- ings um starfrækslu Háskólasetursins sem nýlega fór fram. Aðilar að samningnum eru Háskóli Ís- lands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvera- gerðisbær, Prokaria rannsóknir ehf., Rann- sóknastofnunin Neðri Ás, Sunnlensk orka og Orkuveita Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur kom í stað Heilsustofnunar NLFÍ. Með samningnum eru Háskólasetr- inu áfram tryggðir óbreyttir fjármunir til rekstursins en það sem á vantar verður fengið með aflafé, svo sem styrkjum og út- seldri vinnu, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Háskólasetrið í Hveragerði tók til starfa árið 2000 og er þetta í þriðja sinn sem sam- starfssamningurinn er framlengdur. Aðal- starfsvettvangur setursins eru náttúru- fræði- og umhverfisrannsóknir. Rannsóknir setursins hafa meðal annars verið á sviði mengunarmála, vatnavistfræði og örveru- fræði. Meðal verkefna sem unnið hefur ver- ið að eru rannsóknir á baðleir, mengunar- flokkun fall- og stöðuvatna, úttekt á náttúrulegum baðlaugum og úttekt, mæl- ingar og ráðgjöf á sviði skólpmengunar. Setrið hefur aðsetur að Reykjum í Ölfusi, en auk þess ræður það yfir vinnuaðstöðu og fræðimannsíbúð í Hveragerði. Aðstaðan og íbúðin standa til boða vísindamönnum og námsmönnum, sem eru að vinna að rann- sóknaverkefnum, og ganga þeir fyrir sem vinna að rannsóknum sem tengjast starfs- sviði setursins eða viðfangsefnum á Suður- landi. Orkuveitan aðili að Háskólasetri í Hveragerði Vestmannaeyjar | Viðræður eru að hefjast um byggingu knattspyrnuhúss í Vest- mannaeyjum. Bæjarstjórn hefur falið bæj- arstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar að ræða við forráðamenn ÍBV og aðra þá aðila sem kunna að koma að fjármögnun, byggingu og rekstri knatt- spyrnuhúss. Fram kemur á sudurland.is að Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri skilaði ítarlegri greinargerð um málið á síðasta bæjarstjórn- arfundi og í framhaldi af því var ákveðið að skipa nefndina. Hún á að skila tillögum fyrir 20. febrúar næstkomandi. Leiði viðræður til þess að ráðist verði í byggingu knattspyrnu- húss skal jafnframt fylgja þeim tillögur um hvernig þeim útgjaldaauka verði mætt í málaflokknum íþróttir og æskulýðsmál. Hefja viðræður um knatt- spyrnuhús ♦♦♦ Vinsamlegast komið vörunni til Osta- og smjörsölunnar, Bitruhálsi 2. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á óþægindunum. Allar nánari upplýsingar veitir Geir Jónsson forstöðumaður rannsóknarstofu Osta- og smjörsölunnar í síma 569 1640 eða 664 1640. sími 569 1600 • fax 567 3465 Osta- og smjörsalan innkallar eftirfarandi þrjár vörutegundir vegna galla: Búri Havarti Krydd-Havarti INNKÖLLUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.