Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is Kraftmikið og magnað nútímaverk! „...allir fá einn, en þú ekki neinn...“ Miðasala allan sólarhringinn á netinu. Miðasalan opin 13-17 alla virka daga og frá kl. 15 á laugardögum. Sun. 19. feb. kl. 20 Fim. 23. feb. kl. 20 Fös. 24. feb. kl. 20 Lau. 25. feb. kl. 19 Fim. 2. mars kl. 20 Fös. 3. mars kl. 20 Lau. 4. mars kl. 19 Fös. 10. mars kl. 20 Lau. 11. mars kl. 19 Fös. 17. mars kl. 20 Lau. 18. mars kl. 19 Frumsýning Fim. 16. feb.kl. 20 UPPSELT Forsala hefst á morgun 6. febrúar – fyrstir koma – fyrstir fá! Þú passar að koma okkur ekki í neitt múslimastríð meðan allt er í óvissu um að herinn verði áfram hjá okkur. Áætlað er að aðeinsum 15% fornleifa áÍslandi séu skráð. Þetta kemur fram í grein sem Sólborg Una Páls- dóttir, verkefnisstjóri skráningarmála hjá Forn- leifavernd ríkisins, ritaði í Tímarit félags íslenskra háskólakvenna. Áætlað hefur verið að um 150–200 þúsund forn- leifar séu á Íslandi. Þessi áætlaða tala er fengin með því að reikna meðaltal fornleifa út frá þeim jörð- um sem þegar hafa verið skráðar og margfalda með fjölda lögbýla á 19. öld. Sólborg Una telur líklegt að þessi áætlaða tala eigi eftir að hækka eftir því sem þekking eykst og tækni til staðsetja fornleifar, sem ekki eru lengur sjáanlegar á yfirborði jarðar, batnar. Í dag er búið að skráð um 25–30 þúsund fornleifar eða 15% af áætl- uðum fjölda fornleifa. Til saman- burðar má nefna að búið er að skrá 150 þúsund fornleifar í Danmörku. Sólborg Una bendir á að Danir séu að fara í sína þriðju eða fjórðu um- ferð skráningar, en Íslendingar hafi ekki enn komist yfir fyrstu umferðina á landinu öllu. Í Dan- mörku hefur búseta varað mun lengur en hér á landi, en á móti kemur að byggð er þar þéttari og búið er að raska fornleifum tals- vert mikið, aðallega með ýmiss konar jarðvinnslu. „Brýnt er að við Íslendingar leggjum meiri áherslu á skráningu fornleifa því erfitt er að vernda minjastaði sem við höfum enga vitneskju um,“ segir Sólborg Una. Landupplýsingakerfi hafa mikla kosti Sólborg Una bendir á að það sé ekki nóg að senda her manns á vettvang til að skrá fornleifar. Það þurfi einnig öflugt kerfi sem haldi utan um öll skráningargögn og miðli upplýsingum til almennings, framkvæmdaraðila og landeig- enda. Hún segist telja að landupp- lýsingakerfi sé í dag hentugasta tækið til að halda utan um slíkar upplýsingar. Landupplýsingakerfi eru notuð til að halda utan um upp- lýsingar, greina þær og koma á framfæri við þá sem þurfa á þeim að halda. Sveitarfélög hafa verið að koma sér upp slíkum gagna- grunnum til að halda saman upp- lýsingum um lagnakerfi og fleira. Sá sem er að hefja jarðvinnu getur t.d. fengið allar upplýsingar um lagnir, hvort sem er vatn, skólp, síma eða rafmagn. Ef fornleifar væru skráðar í slíkt kerfi gæfi augaleið að hægt yrði með mjög markvissum hætti að koma í veg fyrir að menn skemmdu óvart fornleifar þegar þeir væru að fara út í jarðvinnu. Sólborg Una bendir einmitt á í grein sinni að jafnvel þó að búið sé að skrá fornleifar í prentuðum skýrslum eða í hefðbundna gagna- grunna sé eftir sem áður hætta á að fornleifar verði fyrir tjóni við jarðrask. Venja sé að skrá forn- leifar með einu hniti eða einum punkti. Fornleifar geti hins vegar verið línulegar eins og t.d. fornir garðar eða vegir. Þetta vandamál sé auðvelt að leysa í landupplýs- ingakerfi. Sólborg Una segir að í mörgum nágrannalöndum sé farið að halda utan um upplýsingar um fornleifar í landupplýsingakerfum. Slíkt kerfi hafi verið í notkun í Dan- mörku frá 1990. Þetta kerfi sé einnig í notkun í Noregi og Sví- þjóð. „Notkun landupplýsingakerfis í fornleifageiranum á Íslandi á sér stutta sögu. Nú allra síðustu ár hefur það þó verið að ryðja sér til rúms við skráningu gagna við fornleifauppgrefti og ber rann- sóknina á Hólum þar hæst en hún styðst einmitt við landupplýsinga- kerfi sem sænska minjavarslan hannaði. Aðeins er farið að bera á því að sótt sé um styrki til að gera rannsóknir á landslagi á litlum af- mörkuðum svæðum í fornleifa- fræðilegum tilgangi og er Forn- leifastofnun Íslands ehf. þar fremst í flokki,“ segir Sólborg. Sólborg Una segir að áður en hægt verði að skrá þessi gögn þurfi að leggja í mikla vinnu í að samræma þau. Engir opinberir staðlar hafi verið settir sem forn- leifafræðingum hafi borið að vinna eftir og því gæti nokkurs ósam- ræmis í skráningu. Samkvæmt núverandi lögum ber sveitarfélögum að tilgreina fornminjar þegar þau leggja fram aðalskipulag og deiliskipulag. Fyr- ir mörg sveitarfélög fylgir þessu mikill kostnaður, sérstaklega þeg- ar sveitarfélögin eru fámenn og ná yfir stórt landsvæði. Þessu ákvæði hefur því ekki alltaf verið fylgt strangt eftir, en Skipulagsstofnun hefur þó gert kröfu um að sveit- arfélögin leggi fram áætlun um skráningu fornminja þegar aðal- skipulagstillögur eru lagðar fram. Sólborg Una sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri sín skoðun að til að koma þessum mál- um í gott lag þyrfti ríkið að leggja fram fjármuni til skráningar á fornminjum. Minni sveitarfélög hefðu ekki bolmagn til að gera þetta ein og óstudd. Nú er verið að endurskoða þjóð- minjalög og búast má við að þessi mál verði skoðuð í þeirri vinnu. Fréttaskýring | Skráning fornleifa á Íslandi 15% fornleifa eru skráð Erfitt er að vernda minjastaði á Íslandi sem enginn hefur vitneskju um Fornleifar á Íslandi eru illa skráðar. Stöndum langt að baki nágrannaþjóðum okkar  Mikill áhugi er á fornleifa- rannsókum á Íslandi og á síðustu árum hefur talsvert miklum fjár- munum verið varið til rannsókna á þessu sviði. Minni áhersla hefur hins vegar verið lögð á kerf- isbundna skráningu fornleifa og stöndum við langt að baki ná- grannaþjóðum okkar í þeim mál- um. Um 150 þúsund fornleifar hafa verið skráðar í Danmörku, en 25–30 þúsund á Íslandi, sem talið er nema um 15% af öllum fornleifum í landinu. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.