Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 69 MINNINGAR við sig vinnu og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Eggert og Hjalli unnu vel saman og voru miklir vinir. Það er gæfa krakkanna í „Mini-Lú“ að eiga Eggert að núna þegar þau hafa misst stjórnanda sinn, kennara og vin. Um leið og við kveðjum einstakt ljúfmenni vottum við eiginkonu Hjálmars og fjölskyldunni allri inni- lega samúð og þökkum þeim fyrir þann tíma sem sjálfsagt var tekinn frá þeim og notaður, m.a. í son okk- ar. Halla Júlía Andersen og Baldvin Kristjánsson. Hann Hjalli var góður maður. Fyrir fjórum árum, þegar ég ákvað að læra á trompet, var ég sendur í tíma hjá Hjalla. Okkur kom strax vel saman og ég held að annan eins mann sé ekki hægt að finna. Hann var alltaf glaður og hann á vini í hundraðatali. Á hverjum virkum morgni fór hann niður í Hvítasunnu- kirkju og bað til Guðs og Jesú, því að eitt af því sem að prýddi hann var sterk og sönn trú. Hann var vinur allra og sáttur við allt. Hann var líka stjórnandi Litlu Lúðrasveitarinnar, „Mini-Lú“ og þar kynntist ég honum vel. Tónlist spilaði stóran þátt í lífi hans og hann naut þess að kenna hana. Nú kennir Eggert Björgvinsson okkur. Hann var náinn samstarfs- maður og vinur Hjalla en Hjalli hafði smátt og smátt verið að láta sveitina í hendur hans. Það mun ekki líða sá dagur sem ég minnist ekki Hjalla, því að gleyma svo góðum og yndislegum manni er ekki hægt. Ég samhryggist eigin- konu hans, fjölskyldu og vinum. En það er ljóst að nú er hann kominn á staðinn sem hann trúði á, í faðm Guðs. Megi sál hans vera blessuð að ei- lífu. Arnar Baldvinsson. Hjálmar Guðnason var einhver heilsteyptasti persónuleiki sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni. Hann var sjálfum sér samkvæmur frá upphafi til enda. Hann átti óþrjótandi and- lega auðlegð sem hann miðlaði ótæpilega af til samborgara sinna, hárra sem lágra, án þess að vænta endurgjalds. Hann var manna fyrst- ur til þess að fyrirgefa mótgerðir og biðja menn fyrirgefningar ef svo bar til. Hann treysti Guði og orðum Bibl- íunnar og fól Drottni vegu sína og allt sitt líf í orðsins fyllstu merkingu. Hjálmar var gæddur afburða sam- skipta- og tónlistargreind eins og þeir vita best sem þekktu hann. Hann hafði brennandi áhuga á kristniboði og lagði sjálfur allt sitt afl í að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Framanrituðu til útlist- unar langar mig að tilgreina tvö dæmi. Árið 1994 var ég með Hjálmari á fjölmennum fundi á Akureyri þar sem kristniboð var á dagskrá. Svo skipuðust mál að sitt sýndist hverj- um um hvaða leiðir væru heilla- drýgstar og hvaða tækni kæmi að bestum notum til öflugs kristniboðs. Hjálmar hlustaði á orðræður manna, en lagði fátt til málanna í byrjun. Svo fór þó að lokum að hann stóð upp og kvaddi sér hljóðs. Síðan rétti hann sessunaut sínum trompet sitt – það hljóðfæri fylgdi honum hvert sem hann fór – og bað viðkomandi að spila lag. Sessunauturinn greip trompetið og blés kröftuglega og ár- angurinn var í öfugu hlutfalli við erf- iðið. Önnur eins óhljóð hélt ég að ekki væri hægt að ná út úr trompeti eins og þau sem kölluð voru fram í þetta sinn. Þá tók Hjálmar trompet sitt og blés undurfallegt lag – menn heilluðust. Að loknu laginu lét Hjálmar trompetið síga, leit yfir hópinn og sagði: ,,Vinir, mig langar að benda ykkur á það, að það er ann- að að eiga hljóðfæri en að kunna að spila á það“. Þessi sannindi bað hann menn að hafa í huga þegar þeir ígrunduðu hvernig best væri að kynna fagnaðarerindi Jesú Krists fyrir landi og þjóð. Þessi lexía Hjálmars hafði slík áhrif að haft var á orði að fundurinn hefði skipst í tvo meginkafla: Fyrir og eftir lúður! Í janúar, nánar tiltekið sunnudag- inn 22., var ég við guðsþjónustu í hvítasunnukirkjunni í Vestmanneyj- um. Stjórnandi hennar og ræðumað- ur var Hjálmar Guðnason. Í prédik- un sinni rakti hann lífshlaup sitt frá þeim tíma sem hann gafst Jesú Kristi – en það var árið 1977. Hjálm- ar hafði þá komið á samkomu í Hvítasunnukirkjunni og fengið fyr- irbæn. Nokkru síðar þegar hann var í bíltúr með vini sínum leiftruðu þessi orð úr Jóhannesarguðspjalli, 14. kafla og 6. versi, í huga hans og endurómuðu um alla veru hans: Jesús segir við hann: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. „ Hjálmar greip í vin sinn og hróp- aði: ,,Óli! Óli! Ég er búinn að finna það sem ég hef leitað að allan tím- ann. Jesús er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Engin kemur til föðurins nema fyrir hann!“ Frá þessari stundu urðu þeir Hjálmar og Jesús Kristur óaðskilj- anlegir vinir og féll aldrei skuggi á það samband þeirra. Ræðu sinni lauk Hjálmar með svofelldum orðum: „Vinir, ég er ekki leitandi maður lengur. Fyrir 29 ár- um fann ég það sem ég hafði leitað að allt mitt líf fram að þeim tíma. Þetta nýja líf með Jesú er ekta og það er varanlegt. Þetta líf með Jesú er það sem allir verða að eignast.“ Ekki grunaði mig á þessari stundu að þetta yrði hans síðasti vitnisburð- ur og hans síðasta guðsþjónusta. Þegar ég spurði andlát Hjálmars hljómaði vitnisburður hans í huga mér: Ég hef fundið það sem ég leit- aði að! Hjálmar átti lifandi samfélag við Jesú – það vissi ég og hafði séð óræk merki þess í lífi hans fyrir löngu. Á þessari stundu hefur Hjálmar litið Guð og mun dvelja í eilífri dýrð með Jesú Kristi. Hann mun aldrei og getur aldrei glatast! Hann er kom- inn heim! Við munum sjást aftur! Fyrirheit Guðs standa og eru áreiðanleg. Þau eru huggun harmi gegn. Gísli Jóhannes Óskarsson. Að morgni föstudagsins 27. janúar var ég vakinn klukkan rúmlega sjö og mér tilkynnt að vinnufélagi minn og vinur til rúmlega þrjátíu ára, Hjálmar Guðnason, væri látinn. Ég varð fyrst orðlaus en svo hálfdofinn. Ég hafði kvatt hann kvöldið áður glaðan og hressan, eins og í öll þau skipti sem við köstuðum kveðju hvor á annan í meira en þrjátíu ár. Mér var falið að láta aðra vinnufélaga hans vita en áður en ég treysti mér til þess lét ég nokkurn tíma líða. Er ég kom til Vestmannaeyja um haustið 1970 og tók við Tónlistar- skóla Vestmannaeyja lágu leiðir okkar Hjalla fljótlega saman. Hann lék á trompet með miklum ágætum og með sérlega fallegum tón. Við fór- um fljótlega að leika saman í Landa- kirkju, hann á trompetinn, ég á org- elið. Það var mér ljóst frá upphafi að þar fór einstakt ljúfmenni og góður drengur. Hann var loftskeytamaður og vann hjá Landsímanum á Loft- skeytastöðinni. Hann hafði kennt nokkra tíma á viku hjá Tónlistar- skólanum áður en ég tók við skól- anum og hélt hann því áfram eftir að ég kom. Þegar gosið reið yfir fór allt skólaskipulag út í veður og vind og á þeim tíma lék Hjálmar stórt hlut- verk á Loftskeytastöðinni, sem enn er í minnum haft. Árið 1977 var starf Tónlistarskól- ans löngu komið í fastar skorður eft- ir umrót gossins en tónlistarkenn- arar höfðu þá komið og farið, sem ekki er mjög æskilegt. Fór ég því til Hjálmars og innti hann eftir því hvað þyrfti að koma til svo hann hætti á Loftskeytastöðinni og kæmi til Tónlistarskólans og sneri sér ein- göngu að kennslu auk þess að stofna skólalúðrasveit. Sem betur fer var hugur hans allur meira og minna í tónlistinni svo hann lét til leiðast án mikillar fortölu, enda kannski orðinn leiður á vaktavinnunni á Loftskeyta- stöðinni. Þetta var mikil gæfa fyrir Tónlistarskólann og samfélagið hér í Eyjum því hér var kominn maður sem lifði fyrir starf sitt og átti sér- lega gott með að vinna með börnum. Hann var vakinn og sofinn yfir starf- inu og spurði aldrei hvað hann fengi fyrir þetta eða hitt. Hann var af þeirri kynslóð sem mat vinnuna númer eitt. Ég á magrar góðar minningar um samstarf okkar Hjálmars sem ekki verða raktar hér en að lokum vil ég þakka fyrir frábært samstarf sem aldrei féll skuggi á og óska Döddu og eftirlifandi fjölskyldu hans Guðs blessunar. Guðmundur H. Guðjónsson. Hjalli var tónlistarkennarinn minn frá haustinu 2000. Hann var næstum alltaf í góðu skapi og var mjög þolinmóður. Hann var mjög vinalegur maður. Hann sagði alltaf að hann gæti séð þegar ég var að blása rétt í hljóðfærið mitt því þá komu spékopparnir hjá mér í ljós. Þegar hann var ekki með gleraugun á sér þá kom stundum fyrir að hann lék vitlausa tóna því hann sá ekki á blaðið. Hann gleymdi nefnilega oft gleraugunum sínum eða jafnvel týndi þeim. Ég held að hann hafi verið búinn að prufa 3–5 gleraugu sem ég vissi af. Í ferðalögum var mjög sérstakt að hann svaf næstum eins og barn, allt- af beinn og á bakinu og hraut. Síð- ustu tónleikarnir sem hljómsveitin hans lék á var við verðlaunaafhend- ingu íþróttamanns ársins í Vest- mannaeyjum fyrir 16 dögum. Síð- asta æfingin sem hann var með var daginn áður en hann féll frá. Á þess- ari æfingu sagði hann við mig að hann myndi sjá mig daginn eftir í tíma og á æfingabúðum sem áttu að vera á föstudagskvöldið. Um föstu- dagsmorguninn beið ég eftir að hitta hann í tíma en fékk sorgarfréttirnar um klukkan hálftíu. Ég sakna Hjalla mjög mikið og er mjög sorgmæddur yfir því að hann skuli vera látinn. Ég er viss um að hann er í himnaríki ef það er til því hann var svo góður maður. Ágúst Sölvi Hreggviðsson. Þau eru orðin þrjátíu árin sem ég hef starfað með Hjálmari Guðna- syni, sem hér er minnst. Það var bjart yfir honum, stutt í brosið og hláturinn. Hann var vinnu- samur, ósérhlífinn og alltaf að. Stundum í kapphlaupi við klukkuna, en alltaf björguðust hlutirnir. Hann var svolítill dellukarl. Sökkti sér þá ofan í viðkomandi viðfangsefni og setti sig vel inn í hlutina. Þau tvö áhugamál hans sem áttu hug hans allan voru trúin og tromp- etið. Hann lærði ungur að leika á trompet hjá Oddgeiri Kristjánssyni og naut síðar leiðsagnar hjá Jóni Sigurðssyni og fleirum, en var að miklu leyti sjálfmenntaður. Æfði sig alla tíð mikið, hafði frábæran, fal- legan tón og góða tækni. Hann var frumkvöðull í að leika á trompet fyr- ir ferðamenn í sjávarhellum Vest- mannaeyja. Þeir eru ófáir, bæði inn- lendir og erlendir, sem notið hafa þeirrar ógleymanlegu upplifunar. Þar var hann sannarlega á heima- velli, þekkti hvern lófastóran blett, enda sannur eyjamaður og unni sinni heimaslóð. Hann kenndi á blásturshljóðfæri í áratugi, stjórnaði Lúðrasveit Vest- mannaeyja í áratug og Skólalúðra- sveit Vestmannaeyja frá stofnun hennar árið 1978 til dauðadags. En trompetið var hans sérgrein og frá honum er sprottinn margur góður trompetleikarinn. Hjálmar og vinur hans, Ólafur Gränz, urðu vitni að upptökum Heimaeyjargossins árið 1973. Þeir brölluðu margt saman. Það var gam- an að fylgjast með þeim á þjóðhátíð- inni 1976, þar sýndu þeir svo um munaði að það er hægt að skemmta sér án áfengis. Fjörið var mest í þeirra tjaldi og þeir héldu lengst út, en varirnar á Hjálmari voru orðnar þrútnar eftir næturlangan trompet- leik. Seinna frelsaðist Hjálmar og gekk í Hvítasunnusöfnuðinn. Í því var hann sannur sem og í öðru sem hann gerði. Við fyrstu kynni vakti það athygli mína að hann sagði yfirleitt: „Bless á meðan,“ þegar hann kvaddi. Mér fannst þetta í fyrstu svolítið skrýtið, en við nánari íhugun fann ég hvað þetta er í raun falleg kveðja. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð við skyndilegt fráfall hans. Hjálmari þakka ég samfylgdina. Bless á meðan. Stefán Sigurjónsson. Þitt ljúfa nafn mig laðar nær að leita til Kristur kær og þrýsta í elsku þér við barm með þessum veika trúararm. Mig langar að minnast bæna- félaga míns og trúarhetjunni Hjálm- ari Guðnasyni eða Hjalla á Hól eins og hann var alltaf kallaður, hér í nokkrum orðum. Ég kynntist Hjalla fyrir mörgum árum síðan. Fyrst þegar við komum í trúboðsferð með unglingahópnum í Veginum. Nokkr- um árum seinna kom krakkahópur- inn úr Veginum í trúboðsferð til Eyja. Meðan á ferðinni stóð bauð Hjalli öllum hópnum í ferð á Bravó og var farið að Bjarnarey og til baka. Allir krakkarnir fengu að stýra og vakti það mikla lukku. Á ferðum mínum til Eyja var Hjalli alltaf mættur klukkan 7.00 á bænastundir í Hvítasunnukirkjunni. Þegar búið var að laga kaffið og lesa úr Biblíunni var beðið fyrir bænar- efnum. Ég trúi því að allar þær bæn- ir sem beðnar hafa verið fyrir Eyja- mönnum og öðrum séu heyrðar af Drottni vorum Jesú Kristi. Þegar ég var í einni vinnuferð þarna ásamt vinnufélaga mínum var okkur boðið til kvöldverðar á Hól. Mikil blessun var það fyrir okkur að koma á Hól og fá mjög góðan kvöldverð og andlega uppfyllingu í orði Guðs. Það var líka mikil ánægja fyrir okkur Hjalla að geta komið inn í Skipalyftu og beðið fyrir vinum okkar þar. Betri mann en Hjalla til þessa verks, er erfitt að finna. Það er mikill söknuður fyrir okkur sem eftir erum að missa svona sterkan Guðs mann og trúarhetju. Elsku Dadda, og aðrir aðstandend- ur, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Megi góður Guð styrkja ykkur um ókomna tíð. ,,Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur“ segir Páll í Filippibréf- inu 1:21. Eiríkur Sveinn Tryggvason. Enginn veit hvenær kallið kemur, þegar við verðum burtkölluð úr þessu jarðlífi. Þótt vinur minn Hjalli á Hól hafi öllum að óvörum verið kallaður héðan til skapara síns geri ég ráð fyrir að hann hafi verið reiðubúinn. Hann var sannur trú- maður og heill í trú sinni. Alla ævi safnast í sjóð minninga, góðar minningar og aðrar lakari. All- ar mínar minningar sem tengjast Hjalla eru góðar. Vinátta okkar spannar marga áratugi. Hjalli var einstaklega góður félagi og tryggur. Greiðvikinn úr hófi fram og vildi allt- af greiða götu annarra. Margar góð- ar ferðir hef ég farið með Hjalla á sjó, til veiða og í úteyjar. Betri og traustari félaga var vart hægt að hugsa sér. Í minningunni lifa margir frábærir dagar við úteyjar í blíðu og sælu sumarveðri. Trompetleikur í Klettshelli. Príl, sig og eggjasnatt í Bjarnarey fyrir mörgum árum. Klif- ur í Lat, Stóra-Örn og aðra kletta og dranga. Margar ferðir í Hrauney í snatt og lundaveiði, þótt oft væri meira spjallað en veitt. Fjöldi skoð- unarferða um Eyjarnar, sem áttu hug hans allan, lifa í minningunni enda var Hjalli mjög fróður um ör- nefni og sögu Eyjanna. Þótt ekki hafi alltaf verið mulið undir vin minn Hjalla hef ég fáa þekkt sem voru glaðari í sinni en hann. Ég minnist hans sem síbros- andi og þegar hann hló hló hann með öllum líkamanum og smitaði frá sér með glaðværð. Þannig vil ég minnast hans og muna. Söknuður og sorg fylgir vinamissi en sárust er sorg Döddu og fjöl- skyldunnar. Ég veit þó að trú þeirra mun hjálpa þeim og ég bið þeim blessunar. Ragnar Jónsson. Elsku Hjalli draumapabbi, eins og ég kallaði þig oft á mínum uppvaxt- arárum, það er svo erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur hjá okkur, þú varst svo stór og ómissandi hluti af lífi mínu. Það er svo margs að minn- ast og ég gæti skrifað um svo margt um hversu frábær þú varst mér og um öll ferðalögin sem við fórum á Draumnum, rútunni sem við áttum saman fjölskyldurnar. Það eru alveg ógleymanlegar stundir og munu allt- af eiga stóran sess í hjarta mínu. Mér finnst ég svo lánsöm að hafa fengið að kynnast þér, þú varst svo brosmild og hjartahlý persóna. Ég var eins og hálfgerður heimalningur á Hól öll mín uppvaxtarár, þar sem ég og Magga vorum óaðskiljanlegar alla tíð og við krakkarnir lékum okk- ur öll mikið saman. Þið Dadda voruð alltaf svo traust og það skein af ykk- ur góðmennskan, þegar ég kom til Eyja eftir að ég flutti til Reykjavík- ur. Þá var alltaf ómissandi að koma á Hólinn í heimsókn og alltaf galdraði Dadda fram dýrindis kræsingar eins og henni einni er lagið. Eins finnst mér svo vænt um Bravóferðina sem ég og Rut dóttir mín fórum með þér fyrir rúmu ári. Það var svo skemmti- leg ferð, hún Rut er svo oft búin að tala um þessa bátsferð á Bravó. Okk- ur fannst svo gaman mæðgunum í ferðinni og þú spilaðir svo fallega á trompetið í hellinum, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að fara í þessa ferð með þér. Elsku Hjalli, það er svo óendan- lega sárt að þurfa að kveðja þig, mér finnst svo ótrúlegt að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. En þú lifir alltaf í minningu okkar og ég er svo þakklát fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við höfum átt saman. Guð geymi þig, elsku heimsins besti Hjalli, þín Sonja. Ég ætla að minnast vinkonu minnar Guð- rúnar Oddsdóttur, Unnu, eins og hún var ávallt kölluð, með nokkrum orðum. Hún var mér trygg vinkona allt frá barnæsku. Við hjónin áttum margar skemmtilegar stundir með þeim Unnu og Sigga bæði heima og eins á ferðalögum innanlands. Gestrisni þeirra hjónanna var GUÐRÚN ODDSDÓTTIR ✝ Guðrún Odds-dóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1933. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 28. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 3. febrúar. meiriháttar og Unna var frábær í að útbúa glæsilegt veisluborð, hún hafði einnig gam- an af því að skoða heiminn og núna síð- ast í desember í heim- sókn til Odds sonar síns í Ameríku. Andlegt þrek henn- ar var ótrúlegt og því hélt hún fram á síð- ustu stund. Guð blessi minningu hennar. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (D. Stef.) Innilegar samúðarkveðjur til Sigga, Hildu, Héðins, Odds, Önu og barnabarna. Gróa Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.