Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gamaldags stjórnarskrá Í íslensku stjórnarskránni er hvergi vikið að mikilvægum hug- tökum á borð við jafnrétti og þing- ræði. Þó er hvort tveggja í heiðri haft, sérstök lög um jafnrétti voru sett fyrir nokkrum árum og þing- ræðisreglan á meira en aldarlanga sögu á Íslandi. Um jafnréttið hef- ur oft þurft að takast á og bera ágreiningsmál undir dómstóla. Mjög sérkennilegt er að hvergi er minnst aukateknu orði á stjórn- mál og þaðan af síður á stjórn- málamenn eða stjórnmálaflokka í íslensku stjórnarskránni. Í þróuð- um löndum eru ítarleg ákvæði um starfsemi stjórn- málaflokka, hvaða reglum þeir skuli lúta, hversu fjár- málum þeirra sé við- komið og önnur praktísk atriði t.d. bókhaldsskyldu þeirra og að þeir skuli gera op- inberlega grein fyrir fjármálum sínum. Með þessu er verið að koma í veg fyrir að með fjár- framlögum sé þeim stjórnað á ólýðræðislegan hátt t.d. beint eða óbeint af auðfélögum og iðnjöfr- um. Meðan engar gildar reglur eru til um íslenska stjórn- málaflokka verður að telja að hætta á spillingu sé töluverð. Mútur og spilling Á venjulegu máli nefnist þetta fyrirbæri mútur til stjórnmála- manna. Þær hafa lengi verið við hafðar og hafa ekki farið fram hjá Íslendingum. Þeg- ar íslenskir skreið- arútflytjendur vildu liðka fyrir viðskiptum sínum fyrir nokkrum áratugum, var mikið fé borið á stjórnvöld í Nígeríu. Þetta þótti óhjákvæmilegt og jafnvel talin sjálfsögð kurteisi að sína skiln- ingsríku stjórnvaldi eða þægileg- um stjórnmálamönnum „smávið- urkenningu“ með því að greiða þóknun. Í mjög vel rituðu og nýút- komnu verki Guðmundar Magn- ússonar sagnfræðings um Thors- arana kemur fram að umdeildar fjárgreiðslur inn á leynireikninga voru töluvert stundaðar í saltfisk- útflutningi og öðrum viðskiptum og þótti sjálfsagt enda byggðist slíkt á gömlum venjum. Er spilling í íslenskum stjórnmálum? Markaðsvæðing ódýrasta raf- magns í heiminum eins og átakið var nefnt á sínum tíma er orðið frægt í sögunni einkum fyrir þá léttúð að selja rafmagn mjög ódýrt til stóriðjunnar og jafnframt spilla stórlega hálendi landsins. Í síðustu þingkosningum varði Framsóknarflokkurinn 100 millj- ónum í kosningaáróður sinn eða álíka hárri fjárhæð og allir hinir flokkanir saman! Á síðasta lands- fundi Framsóknarflokksins sl. haust kom fram að kosningaskuld- irnar höfðu verið greiddar og byrj- að væri að safna fyrir næstu kosn- ingar! Hvaðan skyldu Framsóknarflokknum berast allir þessir miklu fjármunir, fremur litlum stjórnmálaflokki á íslenska vísu? Flokkur þessi virðist eiga sér einungis eina hugsjón um þessar mundir: að álvæða landið milli fjalls og fjöru. Undanfarin misseri hefur iðnaðarráðherra far- ið mikinn í að boða landsmönnum glórulitla áltrú sína: í öllum lands- fjórðungum á að efna til álvera, annaðhvort byggja ný ellegar stækka þau sem fyrir eru. Það er eins og frú Álgerður eins og marg- ir eru farnir að nefna iðn- aðarráðherrann, sé talsmaður stóru hluthafanna í áliðnaðinum. Áleitin spurning er hvort Fram- sóknarflokkurinn hafi notið góðs af allri þessari álvæðingu á Ís- landi. Miklar freistingar tengjast hugsanlegum fjárhagslegum ávinningi og glæfralegum ákvörð- unum á borð við bjartsýnisvirkj- unina eystra. Meðan Framsókn- arflokkurinn hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og lagt spilin á borðið og gert þjóðinni minnstu grein fyrir hvaðan auður flokksins er kominn, þá er næsta víst að auðvelt sé að gera því skóna að fyrirtæki, þ.á m. í ál- framleiðslu moki stórfé í flokkinn. Sé einhver minnsta grunsemd um að álfyrirtækin hafi greitt ís- lenskum stjórnmálaflokki fúlgur fjár í kosningasjóð fyrir einhverja sérstaka greiðasemi t.d. fyrir að gerast sporgöngumenn aukins ál- iðnaðar á Íslandi, þá er spurning hvort ekki sé kominn tími að flokkur sá dragi sig í hlé um aldur og ævi. Saga slíks flokks ætti þá hér eftir að verða sérkafli í stjórn- málasögu landsins. Ekki verður liðið að íslenskur stjórnmálaflokk- ur haldi sig á svipuðu siðferðislegu stigi og gjörspilltir stjórnmála- flokkar í þriðja heiminum Oft hafa stjórnmálamenn er- lendis mátt segja af sér vegna til- tölulega ómerkilegra yfirsjóna. Má í því sambandi minnast á ráðherra einn sænskan sem varð það á í messunni hérna um árið að greiða sígarettur sínar með kreditkorti ráðuneytis síns. Jafnskjótt og það kom í ljós varð ráðherradómur viðkomandi endasleppur. Þó að fjárhæðin væri ógnarsmá, hafði viðkomandi sýnt af sér dómgreind- arleysi og varð að gjalda þess. Á Íslandi hins vegar segja ekki nema örfáir ráðherrar af sér og þá hefur áður mikið gengið á í þjóðlífinu. Spurning hvort valdagleðin verði skynseminni og heiðarleikanum yf- irsterkari. Þörf á reglum og siðvæðingu Þörf er á að setja skynsamlegar og sanngjarnar reglur um starf- semi stjórnmálaflokka á Íslandi og helst af öllu að binda þær í stjórn- arskrá. Flokkarnir eiga að lands- lögum að opna bókhaldið og það alveg upp á gátt. Með því að setja slíkar reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna er verið að treysta innviði lýðræð- isins í þágu þjóðarinnar og koma í veg fyrir að þeim sé stjórnað af hagsmunum auðsins. | esja- @heimsnet.is Fjármál stjórnmálaflokkanna Guðjón Jensson fjallar um fjár- mál stjórnmálaflokkanna ’Flokkarnir eiga aðlandslögum að opna bók- haldið og það alveg upp á gátt. Með því að setja slíkar reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna er verið að treysta innviði lýðræðisins í þágu þjóð- arinnar og koma í veg fyrir að þeim sé stjórnað af hagsmunum auðsins.‘ Guðjón Jensson Höfundur er áhugamaður um betra lýðræði á Íslandi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali Hamraborg 20A, 200 Kópavogur – www.husalind.is sími 554 4000 – fax 554 4018, email: gugga@husalind.is – sveina@husalind.is LJÓSAVÍK - 3JA HERBERGJA Opið hús kl. 16:00 - 17:00 í dag Björt og opin 105 fm 3ja her- bergja íbúð á 2. hæð (efstu) í litlu fjölbýli á eftirsóttum stað í Grafarvogi. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni eru í íbúðinni. Í eldhúsi er innrétting frá Axis og tæki frá Rönning (Fagor). Sérinngangur í íbúðina af svöl- um. Þvottahús innan íbúðar. Stutt í skóla og þjónustu. Verð 24,9 millj. GVENDARGEISLI - 4RA HERBERGJA Opið hús kl. 14:00 - 15:00 í dag Glæsileg og vönduð 117,9 fm 4ra herbergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli. Fallegt út- sýni er úr íbúðinni. Bílastæði í bílageymslu. Innréttingar, yfir- felldar hurðir úr hlyn og parket úr eik frá Agli Árnasyni. Gott aðgengi er að húsinu. Bíla- geymsla er undir húsinu. Stutt í skóla og þjónustu. Verð 27,5 millj. Op ið hú s Op ið hú s Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasteignasali www.klettur.is Glæsileg, ný 3ja herbergja 99 fm íbúð á 2. hæð í viðhaldslitlu lyftuhúsi, ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Glæný og fullbúin íbúð á góðum stað í hinu nýja Hvarfahverfi á Vatnsenda. Nýtt parket á gólfum og flísar á baðherbergi, forstofu og þvottaherbergi, lýsing í loftum frá LUMEX, gluggatjöld frá Nútíma, heimilistæki fylgja með frá Heimilistækjum (þvottavél, þurrkari, ískápur og uppþvottavél). SÖLUMAÐUR KLETTS FASTEIGNASÖLU VERÐUR Á STAÐNUM OG TEKUR Á MÓTI GESTUM. (8215401/Svavar) OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 14:00-15:00 Álfkonuhvarf 35 - SÝNINGARÍBÚÐ Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Háteigsvegur 22 - Stór bílskúr Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag Nýkomin í sölu glæsileg og björt 3ja herb., 82,2 fm hæð ásamt 40 fm bílskúr. Íbúðin er öll nýlega standsett, s.s. innréttingar, gólfefni og rafmagn. Parketlagt anddyri og hol með skáp. Fallegt eldhús með sprautul. innr., stáltækjum og parketi. Nýlegt og fallegt baðherb. m/flísum í hólf og gólf, baðkeri, innr., upphengdu wc og glugga. Barnaherbergi með parketi á gólfi og flísalagðar suðvestur svalir. Fallegt útsýni. Hjónaherbergi er rúmgott, parketlagt og með skáp. Björt og rúmgóð stofa með parketi á gólfi. Þvottahús í sameign. Bílskúrinn er m/heitu og köldu vatni, bílskúrsh.opnara og vinnuherbergi ásamt geymslurisi. Garðurinn er sérlega fallegur. Verð 27 millj. Steinþór og Elínborg taka vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16. Bjalla merkt „Steinþór og Elínborg“. Teikningar á staðnum. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.