Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 67 MINNINGAR tóku þau skref fyrir skref með álagi sem er harðari skóli en nokkuð ann- að vegna þess að það var um lífið að tefla. Í gegn um þetta allt breiddu þau faðminn á móti lífinu, slógu á létta strengi, nutu þess að fjölskyld- an er samhent, börnin yndisleg. Hvert skref var gengið til sigurs, kappleikur sem skyldi vinnast af lífi og sál. Þroskinn skiptir máli, en stundum er hann svo dýru verði keyptur að maður sér ekki tilganginn, sér enga glompu á himninum um stund, uns rofar til eins og alltaf í lífinu. Hver þekkir hjartað sem bak við býr, brjóstið sem heitast slær, sagði Ási í Bæ. Enginn nema sá sem á brennur, upplifir þungann, sáraukann, getur skynjað þetta, skynjað ógnina sem aðeins vonin fær sigrað og trúin á sigur lífsins. Það er sagt að það sé tilgangur með öllu. Oft er hann ótrú- lega langsóttur, út úr öllum kortum hins mannlega skilnings. Kannski er tilgangurinn sá að gera sér grein fyrir því að það eina sem skiptir máli er jákvætt hug- arfar, hlý hönd, hlýtt viðmót, vin- arþel og hjálpsemi, fyrirgefning og fordómaleysi. Ef lífið samanstendur af mörgum auðnusporum, þótt ör- stutt séu, þá er það mikils virði og það eru einmitt þessar auðnustundir sem eru fjöregg lífsgleðinnar, fjör- egg galdursins að gleðjast yfir öllu góðu og gera gott úr hinu svo það megi gleðja einnig. Fátt er eins brothætt í mann- heimum og orð, en eitt orð getur dimmu í dagsljós breytt, sagði skáldið, og það er einmitt þetta orð sem fólk verður að nota þrek sitt til þess að koma á framfæri þegar þess er þörf. Hver og einn verður að meta hvað er rétta orðið, en ef það speglar sál og hjarta þess sem segir þá er það rétta orðið. Guð varðveiti Jóa, börnin, fjöl- skyldur og vini, Guð varðveiti minn- ingu stórkostlegrar ungrar konu sem fór ekki mikið fyrir en líknaði mörgum sem eiga um sárt að binda og leiddi marga á jákvæða braut. Í samtímanum vaka augun skær og brosið blítt. Árni Johnsen. Sorgin nístir, sársaukinn mikill en samt léttir, léttir yfir því að þján- ingum Júlíu er lokið. Hún fékk svo sannarlega að reyna hvað sársauki var alveg síðan 1998. Alltaf bar Júlía sig vel, það var sama hvar maður hitti hana, úti í búð, í saumó eða bara heima, alltaf leit Júlía vel út. Dugleg að punta í kringum sig og alltaf máluð og vel til höfð. Hún sagði alltaf að yrta útlitið skipti öllu máli, þá liði sálartetrinu örlítið bet- ur. Svona smá Pollýanna. En alltaf kom hún hreint fram í sambandi við sjúkdóm sinn og sagði öllum nýjustu fréttir af gangi mála. Og hver á nú að miðla til okkar þekkingu þinni um hvaða vítamín eiga best við í það og það skiptið? Hver á að mæta með handavinnu í saumó? Það var alveg sama hvað saumaklúbburinn okkar tók sér fyrir hendur, bútasaum, ker- amik, myndlistarnámskeið eða prjónaskap, þá stóð Júlía alltaf upp úr í myndarskapnum. Hver á að vera plötusnúður í næsta partíi og spila ELO og Smookey? Og það vantar mikið í næstu sumarbústaða- ferð þegar Júlíu vantar. Styrkur og samheldni hefur einkennt klúbbinn okkar og ekki í fyrsta skipti sem sorgin hefur knúið dyra. Minningin um einstaka baráttu- konu lifir í hjörtum okkar og hjálpar okkur svo sannarlega. Orðin henn- ar: „Hugsið um heilsuna meðan þið hafið hana,“ hafa aftur og aftur skotið upp kollinum. En nú er stríð- inu lokið hjá Júlíu, hún sem vann svo margar orrustur, og eftir stend- ur okkar mikla hetja í hugum okkar allra. Kæra vinkona, farðu í friði á Guðs fund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Jói, Berglind, Ragnar Þór, Eygló og Beddi, Raggi og Anna, Bidda og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Eygló G., Eygló E., Hulda, Rósa, Árný, Björg, Jóný, Erna og Sveindís. Kæra vinkona. Stríðinu er lokið og þú hefur fundið friðinn. Eftir sit- ur maður og hugsar til baka og minningarnar um góða stúlku flæða um hugann. Mér varð hugsað til baka til sumarsins 2003, þegar ég dvaldist hér í Eyjum. Afmælið þitt, fjörið á Illugagötunni, tónleikarnir með Obbosí og þjóðhátíðin voru há- punktar sumarsins og þar áttir þú stóran þátt í góðu geimi. Það var svo gaman hjá okkur og þú skemmtir þér svo vel. Félagar mínir úr Reykjavík litu inn í tjaldið á þjóðhá- tíðinni þar sem þú stóðst og reyttir af þér brandarana, fannst eitthvað spaugilegt við okkur alla, við hlóg- um svo mikið og erum enn að hlæja. Það var svo gott að tala við þig og þú hafðir svo þægilega nærveru. Þú stóðst þétt við bakið á mér þegar ég átti erfitt, og ég vona að ég hafi get- að veitt þér einhvern styrk. Þú ert og þín verður alltaf minnst sem mik- illar hetju, sem barðist í mikilli or- ustu um lífið og tilverunna, en eins og ég nefndi áðan þá er henni nú lokið, svo snögglega að ég hef vart áttað mig á því enþá. En staðreynd- ir lífsins blasa þó við og ég, og við öll, verðum að ylja okkur við minn- ingarnar um þig héðan í frá. Lífs- orka þín verður mér leiðarljós þar til við hittumst á ný. Ég sakna þín, elsku Júlía, lífið verður aldrei eins án þín. Elsku Jói, Berglind, Ragnar Þór og aðrir aðstandendur, guð veri með ykkur á erfiðum tímum. Birkir Egilsson. Elsku Júlía. Eftir að ég kynntist Óla mínum á þjóðhátíð 1997 var ég svo heppin að kynnast vinahópnum hans fljótlega. Það var alveg ein- staklega skemmtilegur og samheld- inn hópur og þar á meðal voruð þið Jói. Margt var brallað og oftar en ekki heima hjá ykkur, horft á fót- bolta, haldin matarboð, spilakvöld og fleira. Líf og fjör og alltaf voru allir velkomnir. Öllum leið vel, svo notalegt og gott. Skemmtilegar minningar sem fá mann til að brosa. Alltaf vildu öll börn fara í heim- sókn til ykkar, Atli Freyr, Sindri Geir og Stefanía Ósk voru engin undartekning frá því. Þið voruð svo einstaklega barngóð og pössuðuð ykkur á því að eiga dót og jafnvel stútglös fyrir yngstu börnin og vid- eóspólur fyrir allan aldur. Alltaf hugsað fyrir öllu. Börnin rötuðu á sleikjóskúffuna og leið eins og kóng- um. Þið töluðuð líka svo fallega til þeirra, hlustuðuð og jafnvel strídduð þeim góðlátlega. Það var því ekkert skrýtið að þú værir börnunum ykkar alveg frábær mamma og þeirra besti vinur. Berg- lind og Ragnar Þór hafa misst svo ólýsanlega mikið. Oft sátum við saman í eldhúsinu þínu og spjölluðum um heima og geima, leituðum ráða og gáfum ráð. Eitt áttum við sameiginlegt og það var trúin á líf eftir þetta líf. Þú kíkt- ir allt of snemma í þann pakka, hann mátti liggja lokaður lengi enn, en ég hef trú á því að eftir að þú opnaðir, þá hafi Stefán okkar setið og tekið á móti þér ásamt Baldri og öðrum ást- vinum í hlýju og kærleik og leiðbeint þér áfram. Saman hafið þið Stefán auga með okkur hinum og náið von- andi að skemmta ykkur í leiðinni. Ég sé ykkur fyrir mér, þig á græj- unum, því þar vildir þú helst vera í partíum, og Stefán syngjandi með. Svo í fyllingu tímans þá komum við eitt og eitt og verðum með. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Líf þitt hefur í raun verið ótrúlegt síðustu rúm sjö árin. Ótrúlegar kvalir og mörg áföllin inni á milli með fleiri neikvæðum fréttum af heilsu þinni. Algjör rússíbanaferð, en þú ert mesta hetja sem um getur, það er svo óréttlátt að láta einni manneskju líða svona illa. En alltaf var það brosið þitt fallega og já- kvæðnin sem skaust upp úr drung- anum. Hetja er eina orðið sem á við um þig. Ég fór í heimsókn til þín á sunnu- deginum, þremur dögum áður en þú kvaddir, og varst þú þá svo hress, sast uppi, prjónaðir, spjallaðir og fékkst þér köku með rjóma. Eftir á að hyggja var þetta sennilega þín síðasta stund sem þú varst sæmi- lega hress, því seinnipartinn varst þú orðin rosalega veik og byrjaðir stríðið. Fyrir mér var þetta dýrmæt stund. Ég kom svo og kvaddi þig á miðvikudeginum og það var ótrúlegt að sjá muninn á þér á ekki fleiri dögum. Er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og í raun sleppa af þér hendinni, fyrir mitt leyti, því að þú varst svo kvalin. Náðir þú að kveðja flestalla þann dag og kvaddir svo rétt fyrir mið- nætti. Takk fyrir allt og allt, elsku Júlía mín, og við hittumst síðar. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til Jóa, Berglindar, Ragnars Þórs og annarra ástvina. Þín vinkona, Gunnhildur Kjartansdóttir. Þegar ég rifja upp þær minningar sem ég á um Júlíu, þá er minn- ingabrunnurinn nær óþrjótandi. Enda var heimili þeirra Jóa lengi vel svo gott sem mitt annað heimili, fyrst í Birkihlíðinni og svo á Illuga- götunni. Ótal ferðir innan sem utan lands. Elliðaeyjarferðir, tuðruferðir, matarboð, spilakvöld, ÍBV-leikir og að sjálfsögðu þjóðhátíð. Eftir að ég kynntist Gunnhildi minni minnkaði „átroðningurinn“ en gestrisni ykkar var sú sama og við og börnin okkar vorum ávallt au- fúsugestir á Illugagötunni. Já, þó krabbameinið hafi tekið þig frá okkur, þá eigum við minning- arnar og þær verða ekki teknar frá okkur. En Júlía skildi ekki bara eftir ljúfar minningar, heldur fjölskyldu sem nú bíður það erfiða verkefni að byggja sig aftur upp eftir þennan mikla missi. Kæru Jói, Berglind og Ragnar Þór. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sem og til foreldra, tengda- foreldra, systkina og annarra ást- vina. Ólafur Erlendsson. Bragi Svan Stefánsson föðurbróð- ir minn lést aðfaranótt 24. jan., rétt liðlega áttræður að aldri. Bragi upplifði hefðbundna æsku, fór í sveit, á sjóinn og í Bretavinnu. Hann var alltaf sérstakur og svolítið þrjóskur. Í hliðinu hjá Bretunum var honum eitt sinn gert að sýna ofan í nestistösku sína en hann neitaði. Var þá byssu miðað á hann og hann beð- BRAGI SVAN STEFÁNSSON ✝ Bragi Svan Stef-ánsson fæddist í Steinholti í Glerár- þorpi á Akureyri, 11. janúar 1926. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 24. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Stefán Krist- jánsson, verkamað- ur í Reykjavík, f. 26. febrúar 1897, d. 11. nóvember 1975, og Kristín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 17. jan- úar 1900, d. 18. maí 1976. Bræður Braga eru Bjarni, f. 13. september 1923, d. 27. mars 1991, Baldur Magnús, f. 13. nóvember 1928 og Höskuldur, f. 22. júlí 1939. Útför Braga fór fram í kyrrþey. inn aftur, en enn neit- aði Bragi og var hon- um hleypt í gegn með það, því auðséð var hversu heill maður hann var. Fyrir honum lá að vinna verkamanna- störf alla ævi og var hann ætíð í þeim erf- iðustu, fyrst á loft- pressu þar sem oft þurfti að vinna uppfyr- ir sig og aka steypu í hjólbörum upp still- ansa. Hann tók þátt í að byggja Hallgrímskirkju, vann hjá Breiðholti hf. meðan það varði og var um skeið hjá Lýsi hf., en síðustu árin vann hann hjá borginni. Á leikvöllum naut hann sín, því hann var einstak- lega barngóður, og fylgdist grannt með hvort aðbúnaður þar væri ekki í lagi. Þrátt fyrir erfiðisvinnuna veit ég ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma vantað í vinnu og aldrei kom hann of seint. Bragi hafði góðan húmor og hló mikið þegar hann eftir margra ára starf hjá einu fyrirtækjanna sem hann vann fyrir, fékk vodkapela að launum, því hann bragðaði aldrei áfengi. Þótt skólaganga hans hafi ekki verið löng var hann vel lesinn og kunni fornsögurnar nánast utanbók- ar og hann fór í leiðangra á söguslóð- ir til að upplifa þær betur. Hann var félagi í Hinu íslenska fornleifafélagi og Skógræktarfélagi Íslands. Bóka- safn hans er mikið að vöxtum og nokkuð sérstakt. Að fornsögunum, „lexikonum“ og sögubókum frátöld- um eru listaverkabækur frá öllum menningarheimum þar áberandi, enda var Bragi listhneigður mjög, skar í tré og var listateiknari á yngri árum eins og myndir sýna sem varð- veist hafa. Þá eru þar ekki síst alls kyns skógræktarrit enda var skóg- rækt eitt aðaláhugamál hans eins og garðurinn í Melgerði 1 í Reykjavík sýnir, þar ræktaði hann sjaldgæfar trjátegundir, einkum barrtré. Bragi kvæntist ekki og til hans var oft leitað þegar peninga vantaði eða ef skrifa þurfti upp á lán og þrátt fyr- ir þröngan fjárhag brást hann aldrei. Hann bjó með foreldrum sínum þar til þeir létust en eftir lát þeirra ein- angraðist hann mikið og fyrir þrem- ur árum hafði heilsu hans og sjón hrakað svo að hann fluttist að Dval- arheimilinu Felli. Þar lærbrotnaði hann svo í byrjun janúar. Ég ætla að leyfa honum að eiga síðustu orðin, þau lét hann frá sér við okkur Höllu á spítalanum á áttræðisafmælisdeg- inum: „Heyrðu, ég er ekki með neitt smitandi, ykkur er óhætt að koma nær“. Egill Baldursson. Vinur Hafnarfjarð- ar, Rolf Peters frá Cuxhaven í Þýskalandi, er allur. Með fráfalli hans er brostinn öfl- ugasti hlekkurinn í vinakeðju bæj- anna tveggja, hinna fornu fiski- bæja, Hafnarfjarðar og Cuxhaven, sem formfest voru 1988. Rolf var potturinn og pannan í því að koma á hinum formlegu vinabæjar- tengslum og hann hefur allar götur síðan verið sá aðili sem hefur rækt- að þennan vinagarð með hugarþeli sínu, áhuga og krafti. Nú verður það okkar eftirlifenda að reyna að treysta böndin og halda samstarf- inu áfram. Vinabæjatengsl Cuxhaven og Hafnarfjarðar eru ekki hefðbundin sem slík. Þau eru svo miklu meira, því á þessum rúmu 17 árum hafa fjölmargir íbúar bæjanna tveggja bundist sterkum persónulegum vinaböndum. Og í þeim efnum var Rolf Peters líka fyrirmyndin. Hann áttaði sig á því að í samstarfi og samvinnu tveggja bæjarfélaga, þar sem að komu forsvarsmenn bæj- anna tveggja, fulltrúar úr atvinnu- lífi, íþróttum, æskulýðsstarfi, menningargeiranum og fleiri, þá yrðu slík samskipti án innihalds, ef hugur fylgdi ekki máli – ef vinátta millum fólks væri ekki til staðar. Og þennan vinagarð, sem var orð- inn stór og þéttvaxinn, ræktaði Rolf Peters svo sannarlega við fjöl- marga Hafnfirðinga. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera bæjarstjóri í Hafnarfirði, þegar samkomulag um vinabæja- tengslin voru undirrituð í Cux- haven 17. september 1988. Það var hátíðleg stund og ánægjuleg. Þar ROLF PETERS ✝ Rolf Petersfæddist í Braunschweig í Þýskalandi 27. jan- úar 1929. Hann lést á heimili dóttur sinnar í Berlín föstudagskvöldið 13. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram í Cuxha- ven, föstudaginn 20. janúar. var auðvitað Rolf Peters, þá sem og síðar, hrókur alls fagnaðar. Hann varð síðan formaður sér- staks vinafélags Cuxhaven og Hafnar- fjarðar ytra, en það félag hefur verið kjarni samskiptanna – og tengiliður við op- inbera aðila sem einkaaðila í þessu samstarfi. Rolf Peters var drengur góður. Vask- ur og röggsamur, vildi láta hlutina ganga fram skipulega og án tafar. Teinréttur og virðulegur í fasi, jafnvel formlegur á stundum, en léttstígur og ávallt stutt í brosið og smitandi hláturinn. Hann kom hreint og beint fram, hvort heldur viðmælandinn var barn, unglingur, ráðherra, eða forseti. Var ævinlega hann sjálfur og blátt áfram. Kunni að umgangast háa og lága með stíl. Það var gott að njóta samveru með Rolf. Hann lífgaði ævinlega upp á tilveruna – jók henni innihald og tilgang. Margar minningar frá góðum dögum í samskiptum Cuxhavenbúa og Hafnfirðinga rifjast upp. Og oft- ast er Rolf þar í aðalhlutverki. Og vináttuna vökvaði hann reglulega. Þess naut ég ítrekað. Alltaf kom jólakort eða stutt kveðjukort. Síð- astliðið haust, þegar ég breytti um starfsvettvang og flutti búferlum til Svíþjóðar, þá var fyrsta bréfið sem ég fékk í Stokkhólmi, frá vini mínum í Cuxhaven, Rolf Peters. Það þótti mér vænt um. Cuxhavenbúar hafa misst góðan son. Við Hafnfirðingar höfum séð á baki góðum vini. Fjölskyldu Rolf sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hug- ur minn er jafnframt hjá vinum í Cuxhaven. Svo lengi sem bæirnir tveir, Cuxhaven og Hafnarfjörður, verða í byggð og saga þeirra skráð, þá mun nafn Rolf Peters vera skrifað þar stórum stöfum með gullnu letri. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.