Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „AMMA mín og afi búa við öm- urlegar aðstæður, þeim er ekki gert mögulegt að búa undir sama þaki síð- ustu æviárin.“ Þetta sagði ungur maður sem leitaði til mín vegna aldraðra föð- urforeldra sinna. Afi hans hefur dvalið á hjúkrunarheimili í tvö ár og amman er á biðlista eftir hjúkr- unarvist og dvelur heilsulítil heima. Þau eru þunglynd, ein- mana og sakna hvort annars sárt. Stundum er kvart- að við mig yfir ómannúðlegri með- ferð aldraðra þegar kemur að hjúkr- unarþjónustunni, ekki vegna þess að illa sé hugsað um þá, – nei, heldur hvernig skort- urinn á hjúkrunar- rýmum bitnar ómann- eskjulega á þeim. Dæmi um það er þeg- ar hjón, sambýlisfólk eða nánir einstaklingar eru vist- aðir sinn á hvorri stofnuninni, eða að annar aðilinn er kominn inn á stofnun og hinn er mánuðum og árum saman á biðlista eftir sam- bærilegri vist, sem sumir fá aldr- ei. Sá sem bíður er jafnvel svo heilsulaus að geta varla heimsótt ástvin sinn á stofnunina sem hann dvelur á. Þetta ástand hefur mjög slæm áhrif á heilsu fólks, henni hrakar og margir missa lífslöng- unina við þessar að- stæður. Um 100 aldraðir lenda í þessu Mér lék forvitni á að vita meira um þessi mál, s.s. hversu algengt það væri að hjón eða pör væru vistuð hvort á sitt hjúkrunarheimilið og einnig hvort margir makar vistmanna á hjúkrunarstofnun væru á biðlista eftir sambærilegri þjón- ustu. Heilbrigð- isráðherra svaraði mér á Alþingi í vik- unni um stöðu þessara mála. Á undanförnum fimm árum hafa 16 pör verið vistuð hvort á sitt hjúkrunarheim- ilið, – en nú dvelja níu hjón við þessar að- stæður. Nú bíða 38 aldraðir í sporum ömmu unga mannsins sem ég lýsti hér að framan. Þótt ástandið sé slæmt í hjúkrunarmálunum er það ómannúðlegt að aðskilja aldraða á þennan hátt síðustu æviárin. Sum hjúkrunarheimili eru rekin með íbúðum fyrir aldraða og geta þau boðið hjónum að dvelja undir sama þaki þótt annað þeirra sé á hjúkrunarheimili. Svo er þó ekki raunin um öll heimilin. Úrbætur ekki í sjónmáli Ástandið í hjúkrunarmálum á höfuðborgarsvæðinu er slæmt, en það afsakar ekki svona fram- kvæmd þjónustunnar. Fram- kvæmd sem bitnar á heilsu og líð- an hinna öldruðu sem í þessu lenda. Staðan í hjúkrunarmálunum er ámælisverð og áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Á annað þúsund aldraðir bíða eftir vist á hjúkrunarheimili, 450 þeirra í brýnni þörf. Vandi aldr- aðra hjúkrunarsjúklinga verður ekki leystur á næstu árum nema sérstakt átak komi til. Á höfuðborgarsvæðinu verða tekin í notkun 200 ný hjúkr- unarrými á næstu þremur til fjór- um árum, – það dugar skammt. Ég minni líka á að um 100 aldr- aðir hjúkrunarsjúklingar dvelja á Landspítalanum, – hafa lokið þar meðferð en komast ekki annað. Viðunandi þjónustu er ekki að hafa fyrir þá. Það er verk að vinna í öldrunarþjónustu hér á landi. Þar erum við 10 til 15 árum á eftir nágrannaþjóðum okkar á Norð- urlöndum. Ég sat á dögunum fund um stöðu þessara mála þar. Það eru himinn og haf á milli öldr- unarþjónustunnar þar og hér hvað nálgun og valkosti varðar. Öldruðum hjónum stíað í sundur Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um öldrunarmál ’Það er verk aðvinna í öldr- unarþjónustu hér á landi. Þar erum við 10–15 árum á eftir ná- grannaþjóðum okkar.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Reykjavík. ÉG SENDI ykkur hreppsnefnd- armönnum útprentun af viðskiptareikningi mínum úr bókhaldi Vestur-Landeyja- hrepps fyrir árin 1994 til 1996 eins og það var fært af hendi Magnúsar Benedikts- sonar endurskoðanda og einnig sendi ég ykkur endurgerð úr sama bókhaldi vegna viðskiptareiknings míns fyrir sama tíma- bil og er það unnið af hópi endurskoðenda og þar sést vel hvernig Magnús Benediktsson rangfærði bókhaldið. Við endurgerð bókhaldsins er stuðst við lög um bókhald og góða reikningsskilavenju og stemmir þessi endurgerð nákvæmlega við ársreikninga áranna 1994, 1995 og 1996 eins og hver sem vill getur sannreynt. Ég var dæmdur fyrir færslu 500.000 króna, sem Magnús færði á viðskiptareikning minn, en sú færsla hverfur af viðskiptareikn- ingi mínum og er óþörf með öllu þegar beitt er lögmætum aðferð- um við yfirfærslu stöðu bókhaldslykla milli ára og réttum aðferðum við færslu bókhalds. „Glæpurinn“ er horfinn! Einar Sveinbjörns- son, endurskoðandi hjá KPMG, gerði skýrslu um bókhald Vestur-Landeyja- hrepps og laug á mig sökum. Hann hefur einnig logið fyrir dómi um atvik. Aðspurður fyrir dómi sagði Einar að hann hefði það fyr- ir satt að Eggert Haukdal hefði stolið 500.000 krónum en Einar kvaðst ekki geta sagt til um hvernig það mátti vera! Hann bar um þjófnað, en hann vissi ekki hvernig Eggert Haukdal hafði auðgast. Einar Sveinbjörnsson dró Vest- ur-Landeyjahreppi af fé mínu 500.000 krónur eins og sjá má þegar viðskiptareikningarnir eru bornir saman. Þessu til viðbótar dró Einar Vestur-Landeyjahreppi 1.035.000 krónur auk greiðslu 171.161 krónu eða samtals 1.706.161 króna. Hæstiréttur Íslands sætti sig við rangan framburð fyrir dómi, fölsuð fylgiskjöl og ónýta rann- sókn ríkislögreglustjóra, rangar ákærur og aðra alvarlega ágalla á málsmeðferðinni. Ég var ákærður fyrir fjárdrátt 500.000 krónur, sem er í eðli sínu einfalt. Hver eru nið- urlagsorð Hæstaréttar? Þau eru: „Oddvita mátti vera kunnugt“!!!! Mér mátti sem sagt vera kunnugt um að ég hefði dregið mér fé. Var ekki nær fyrir Hæstarétt að segja, oddviti dró sér fé. Nei ekki, það heitir að oddvita mátti vera kunn- ugt að hann dró sér fé!!!. Ég fæ einkunn um huglæga af- stöðu mína frá Hæstarétti Íslands um „glæp“ sem aldrei gat hafa verið framinn. Enginn ykkar lét svo lítið að hafa samband við mig um þessi málefni en hreppsnefnd hafnaði öllum tilraunum til sátta í dóms- máli mínu. Hreppsnefnd Rang- árþings eystra hefur tekið við her- fangi Einars Sveinbjörnssonar og situr á illa fengnu fé og veit það ugglaust mætavel. Hreppsnefnd þykir í góðu lagi að vera þjófs- nautur Einars Sveinbjörnssonar og fyrri hreppsnefndar. Opið bréf til hreppsnefndar- manna í Rangárþingi eystra Eggert Haukdal ritar opið bréf ’Ég fæ einkunn um hug-læga afstöðu mína frá Hæstarétti Íslands um „glæp“ sem aldrei gat hafa verið framinn.‘ Eggert Haukdal Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður. ÓSKAST Í GARÐABÆ Einbýlishús óskast til kaups á Flötum í Garðabæ fyrir traustan kaupanda eða sér- býli til leigu í Garðabæ Gnitaheiði - Endaraðhús í suðurhlíðum Kópavogs Glæsilegt 176 fm. endaraðhús, tvær hæðir og ris, með 26 fm sérstæðum bílskúr. Afar vel staðsett á frábærum útsýnisstað á móti suðri. Eignin skiptist m.a. í gesta w.c., eldhús með birkiinnrétt., stórar og bjartar glæsilegar samliggj. stofur með útg. á suðursvalir, sjónvarpshol, 3 her- bergi, öll með skápum og flísalagt baðherbergi auk opins rýmis/herbergis í risi með stórum þakglugga. Park- et og flísar á gólfum. Ræktuð lóð með skjólveggjum og verönd. Verð 44,9 millj. Sléttuvegur - Glæsileg 4ra herb. endaíbúð með bílskúr - 55 ára og eldri Vönduð 133 fm, 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð ásamt 23 fm bílskúr í þessu eftirsótta lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í forstofu með skápum, gesta w.c., samliggjandi stofur, eld- hús með góðum innréttingum og borðaðstöðu, tvö góð herb. með skápum og baðherb. Flísalagðar suðvestursvalir út af stofu, lokaðar að hluta, með stórkostlegu útsýni og svalir í norðaustur út af öðru her- berginu. Parket á gólfum. Geymsla innan íbúðar með innréttingum og möguleika á þvottaaðstöðu. Sameiginlegt þvottaherb. á hæðinni. Mikil sameign, m.a. matsalur, húsvarðaríbúð, setustofa, gufuböð o.fl. Verð tilboð. Einilundur - Garðabæ Afar glæsilegt, sérstætt og vandað 325 fm einbýlishús, teiknað af Jes Einari Þorsteinssyni arkitekt. Eignin er 325 fm, hæð og kj., með 42,1 fm innb., tvöf. bílskúr. Húsið er fellt inn í halla landsins og torfveggir þess hlífa því fyrir veðri og vindum. Með faglega staðsettum skörðum í veggjum er birtu veitt inn um gluggafleti. Að innan er húsið eitt opið rými steypt úr sjónsteypu og ómálað með góðri lýsingu sem skiptist m.a. í setustofu að norðanverðu, borðstofu í miðju hússins með aukinni lofthæð og áföstu fjölskylduherb. með eldstó að sunnanverðu og eldhús sem opnast fram í fjölskylduherbergið. Fjöldi herb. og baðherb. auk gesta w.c. Mjög vel var vandað til byggingarinnar í upphafi og haldið vel við. Sérinng. er í kj. og býður upp á ýmsa möguleika. 1.248 fm ræktuð lóð með um 76,0 fm nýlegum sólpalli með skjólveggjum og garðhýsi. Eignin er afar vel staðsett fyrir enda rólegrar götu með opið svæði að norðan- og austanverðu. Fallegt útsýni. Stutt í leikskólann. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Smyrlahraun - Hafnarfirði Glæsilegt og nánast algjörlega end- urbyggt um 180 fm einbýlishús sem er kjallari og tvær hæðir. Eignin skiptist m.a. í eldhús með nýlegum beykiinnréttingum, vönduðum tækj- um og stórri eyju, rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur, sex her- bergi, sjónvarpshol og tvö glæsileg, endurnýjuð baðherbergi. Nýjar svalir til suðurs út af efri hæð. Húsið hefur verið mjög mikið endurnýjað á sl. árum, m.a. vatns- og raflagnir og tafla, allt járn á húsi að utan sem og á þaki, gler og gluggar o.fl. Tvö sér bílastæði eru á lóð hússins og hellulögð verönd. Verð 41,9 millj. Hringbraut - Efri hæð og ris ásamt bílskúr Falleg 151 fm, 6 herb. hæð og ris í þríbýlishúsi ásamt 20 fm bílskúr. Hæðin skiptist m.a. í rúmgóðar samliggjandi stofur með útgengi á vestursvalir, eldhús með snyrtilegri viðarinnréttingu, fjögur herbergi og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Þvottaaðstaða í geymslu innan íbúðar. Nýtanlegur gólfflötur í risi er um 80 fm og hefur verið allt nýlega einangrað og býður upp á marga möguleika. Bílskúr upphitaður og raflýstur. Afgirtur og fallegur suðurgarður. Verð 37,5 millj. Laugarnesvegur - Sérhæð m. bílskúr Stórglæsileg 110 fm, 4ra herb. sér- hæð ásamt sérgeymslu í kjallara og 26 fm bílskúr í þessu nýja þríbýlis- húsi í Laugarnesinu. Íbúðin er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta og eru innihurðir, gólfefni og innréttingar úr eik. Flísa- lagt baðherbergi, samliggjandi, rúm- góðar og bjartar stofur með miklum gluggum, eldhús með vönduðum tækjum og tvö herbergi bæði með skápum. Tvö sérbílastæði á lóð. Hús klætt að utan og því viðhaldslítið. Verð 36,9 millj. SUÐURHRAUN Um er að ræða tvö 526,2 m² bil í nýlegu stálgrindahúsi sem er byggt árið 2000. Hvort bil er 526,2 m² og skiptast bilin þannig; 396,0 m² er á götuhæð en 130,2 m² eru á steyptu millilofti. Hvert bil er með tvennum innkeyrsludyrum, göngu- dyr og með lökkuðu gólfi. Stærð inn- keyrsludyranna er u.þ.b. 4,5x4,0 metrar. Milliloftið er úr forsteyptum einingum og er það óinnréttað. Lóðin er malbikuð og frágengin. 5612 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.