Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND AKUREYRI Reyðarfjörður | Í þessum mánuði ætlar verktakafyr- irtækið Bechtel að skila bakskautaverksmiðju tilbúinni til Alcoa Fjarðaáls og er hún fyrsta húsið í álverksmiðj- unni á Reyðarfirði sem tekið verður í notkun. Í bak- skautaverksmiðju eru sett saman rafskaut sem liggja í botnum álkeranna í kerskálum álversins. Þannig getur Alcoa fljótlega hafist handa um að undirbúa álframleiðsl- una. Þá er grunnur steypuskála álversins að taka á sig mynd þessa dagana og jafnframt sér nú móta fyrir verð- andi álsílói. Næsti áfangi verksins er að ljúka við að klæða kerskál- ana að utan, sem er þýðingarmikið þar sem vinna er þá ekki lengur háð veðri nema að litlu leyti.Yfir 90% af jarð- vinnu vegna álversins er nú lokið og um 33% af heild- arverkinu. Stefnt er að því að 80% af heildarframkvæmd Bechtel á álverslóðinni verði lokið um næstu áramót. Nú eru 1.600 manns starfandi fyrir Bechtel að álversfram- kvæmdinni og mannskapur því í hámarki. Þar af eru um 1.400 á svæðinu hverju sinni en hinir í vaktaleyfi. Starfs- mannaþorpið FTV er að fyllast og búa þar rétt tæplega 1500 manns. Reiknað er með að hefja álframleiðslu í ál- verinu eftir tæpt ár. Fjöldi starfsmanna Bechtel við álverið í hámarki Skila bakskauta- verksmiðju í maí Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kerskálar klæddir utan Álverið á Reyðarfirði tekur á sig æ skýrari mynd eftir því sem á framkvæmdina líður. Framandi menning | Jap- ansk/franski sviðslistarhóp- urinn Pokkowapa verður með fjölskylduskemmtun á Iðavöll- um á Fljótsdalshéraði, laug- ardaginn 13. maí nk. og hefst sýningin kl. 16. Verkið sem sýnt verður heitir Holo no uta, en það hefur verið sýnt víða um heim. Dagblaðið Le Rebublican í París segir að það sé einstök upplifun. Það er Menningar- miðstöð Fljótsdalshéraðs sem stendur fyrir sýningunni. Fáskrúðsfjörður | Árshátíð grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar var haldin í félagsheimilinu Skrúð á dög- unum. Húsfyllir var og skemmtu gestir sér kon- unglega. Allir bekkir lögðu gjörva hönd á stóra sýningu þar sem bæði var leikið, spilað og sungið af inn- lifun. Ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð 9. bekkjar. Nú eru um 90 börn í skólanum og hefur heldur fjölgað nemendunum undanfarið. Til stendur að stækka skólabygginguna verulega á næstunni. Krakkarnir á Fáskrúðsfirði á svið Morgunblaðið/Albert Kemp Djúpivogur | Þessi súla sem hér er stödd á bryggjunni í Djúpavogshöfn tók sér far með fiskibátnum Má SU í land. Þessi annars fallegi fugl hafði reyndar í ógáti gleypt línukrók þegar var verið að draga línuna fyrr um daginn og var þá ákveðið að leyfa henni aðeins að kíkja upp á landið. Súlan sem var með merki á öðrum fæti rölti góða stund um bryggjuna og virtist nokkuð áhugasöm um það sem fyrir augu bar. En síðan stökk hún fyrir hafnarkantinn og stefndi til hafs og virtist frelsinu feginn. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Súludans á bryggjunni Spræk eftir að hafa verið veidd á línu. Fékk súlu á línuna ODDUR Helgi Halldórsson, bæjar- fulltrúi og efsti maður á lista fólksins, segir L-listann láta skynsemina ráða þegar kemur að málefnum Akureyr- ar, ekki það hvort ákvarðanir séu þóknanlegar stjórnmálaöflum annars staðar á landinu, flokksforystu eða ríkisstjórn. L-listinn kynnti í gær helstu atriði úr stefnuskránni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. „Við leggjum áherslu á að L-listinn er grasrótarhreyfing. Það er ekki flokksskírteini sem dregur okkur saman, eingöngu áhugi á bæjarmál- unum og það að gera góðan bæ betri.“ Oddur sagði núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks ekki hafa staðið sig nægilega vel. „Þegar velferðarhraðlestin ekur framhjá á 100 kílómetra hraða þýðir ekkert fyrir okkur að auka hraðann úr 50 í 80 kílómetra hraða.“ Hann vill að ráðinn verði faglegur bæjarstjóri eftir kosningar, ekki póli- tískur. „Við teljum að það, að vera blikksmiður í 20–30 ár, eða kenna leikfimi í 20 ár eða fara í Stýrimanna- skólann, sé ekki endilega sú starfs- reynsla sem er heppileg til þess að verða bæjarstjóri; framkvæmdastjóri þess stórfyrirtækis sem Akureyri er.“ Oddur er sjálfur blikksmíða- meistari. Meirihlutaflokkarnir hafa gagn- rýnt L-listann fyrir að koma ekki með tillögur í bæjarstjórn og vera á móti flestu, en Oddur vísar því á bug: „Við lærðum það sem börn að þeir sem í glerhúsi búa skuli ekki kasta grjóti. Þeir tala um að ég hafi ekki lagt neitt fram, og þess vegna er skemmtilegt að lesa stefnuskrárnar þeirra því þar eru ýmsir punktar frá mér komnir. Ég minni sérstaklega á að ég lagði fram við fjárhagsáætlun 2004 að við hefðum frítt í strætó. Ekki var við það komandi, en nú eru báðir meirihluta- flokkarnir komnir með það í stefnu- skrána.“ L-listinn vill m.a. leggja áherslu á eftirtalin atriði:  Bætt skipulag innanbæjarsam- gangna. Löngu tímabært að leggja Miðhúsabraut og Dalsbraut verði grafin í stokk að hluta.  Ávallt nægar byggingarlóðir jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi. Ný byggð skipulögð í landi Ytra Krossaness og Þórsness, út að Brá- völlum.  Ljúka skipulagi háskólasvæðis.  Akureyri sé fjölskylduvænn bær.  Tryggt aðgengi að daggæslu, skól- um, heilsugæslu og allri þjónustu.  Frítt í strætó!  Allar barnafjölskyldur eigi kost á leikskólaplássi – án skólagjalda.  Skólar verði ekki einkavæddir.  Leik- og grunnskólar: Heitur mat- ur í hádeginu, eldaður á Akureyri!  Háskólinn á Akureyri njóti öflugs stuðnings.  Orkuháskólinn er boðinn velkom- inn!  Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði að.  Glerárgil og strandlengjan með- fram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði.  Markvisst verði unnið að stuðningi við atvinnulíf, bærinn verði fýsileg- ur kostur fyrir ný fyrirtæki. At- vinnuleysi verði útrýmt.  Markvisst verði unnið að markaðs- setningu Akureyrar.  Þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyrarflugvelli.  Glæsileg íþróttaaðstaða byggð á fé- lagssvæðum KA og Þórs í samráði við félögin.  Akstursíþróttaaðstaða byggð við Glerá.  Fimleikafólki verði tryggð aðstaða sem jafnast á við það besta sem gerist.  Reiðhöll verði reist á hesthúsa- svæðinu við Hlíðarholt.  Listahátíð unga fólksins verði ár- legur viðburður.  Fjármagn til vímuvarna og for- varna verði stóraukið.  Markvisst verði unnið áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi og að- stöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn.  Málefnum fatlaðra er betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki.  Algjört jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórn- sýslu Akureyrarbæjar.  Áfram verði unnið að verkefninu „sjálfbært samfélag í Hrísey“.  Heilsugæsla Hríseyinga verði færð undir Heilsugæslustöðina á Akur- eyri.  Starfsemi Fjórðungssjúkrahússins sem hátæknisjúkrahús á lands- byggðinni verði stórefld; hluti „Símapeninganna“ fari í verkefnið. Listi fólksins er grasrótarhreyfing sem vill gera góðan bæ betri, segir oddvitinn Atvinnuleysinu verði útrýmt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nokkrir frambjóðenda L-listans sem kynntu stefnuskrána Frá vinstri: Oddur Helgi Halldórsson, Víðir Benedikts- son, Anna Halla Emilsdóttir, Þóroddur Hjaltalín, Ragnar Snær Njálsson, Nói Björnsson og Tryggvi Gunnarsson. Þorvaldur | Sýningunni Íslands- myndir lýkur á Café Karólínu á morgun, föstudag. Íslandsmyndir er ljósmyndaröð Þorvaldar Þor- steinssonar þar sem birt er sýn- ishorn af því Íslandi sem heiminum stendur til boða utan hefðbund- innar markaðssetningar og land- kynningar.    Soffía | Sýningu Soffíu Sæmunds- dóttur á nýjum verkum í efri sal og á svölum í Ket- ilhúsinu lýkur á sunnudaginn, 7. apríl. Þetta er fyrsta sýning Soffíu norðan heiða og sýnir hún olíumálverk á tré, striga og pappír unnin á undanförnum þremur árum. Sýninguna nefnir hún Einskonar landslag og kveður þar við nokkuð annan tón í málverkum hennar.    Tónleikar | Hljómsveitin Hvann- dalsbræður heldur tónleika í kvöld á Græna hattinum í tilefni nýs disks sem sveitin var að gefa út. Sá heitir Hvanndalsbræður ríða feitum hesti. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Karel efstur | Karel Rafnsson verslunarstjóri verður í efsta sæti F-listans í Eyjafjarðarsveit í kom- andi sveitarstjórnarkosningum. Að F-listanum stendur hópur ein- staklinga sem hefur að sameig- inlegu markmiði að vinna að efl- ingu sveitarfélagsins og framfaramálum, óháð flokkum. F-listinn hefur verið með meiri- hluta í sveitarstjórn Eyjafjarð- arsveitar frá stofnun hans fyrir átta árum, og á fjóra fulltrúa af sjö í sitjandi sveitarstjórn.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.