Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.05.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 41 DAGBÓK Ídag hefjast Kópavogsdagar með opnunsýningar sem ber yfirskriftina: Bílar íKópavogi, sýningin verður á listatúninusvokallaða, vestan við safnahúsið. „Þetta er samstarfsverkefni bókasafnsins og Héraðsskjalasafns Kópavogs,“ segir Hrafn Andrés Harðarson, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. „Þetta eru ljósmyndir frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, úr safni Herberts Guð- mundssonar og eru bílar á hverri mynd. Þetta eru svarthvítar myndir en bílarnir eru í litum og í forgrunni myndanna. Kristín Þorgeirs- dóttir, ljósmyndari Héraðsskjalasafnsins, hefur haft veg og vanda af uppsetningu sýningar- innar.“ Hvað annað verður til skemmtunar á Kópa- vogsdögum? „Það verða fjallaljóð til sýnis á veggjum bókasafnsins, það verður verðlaunaafhending í ljóðasamkeppni unga fólksins þennan sama dag og sýnd verður kvikmyndin; Líf og saga Kópa- vogsbæjar, Kópavogur í 50 ár, sýnd í Kórnum í bókasafninu. Loks verður þennan sama dag Feng shui kynning í Lindasafni kl. 17.15.“ Hvert er markmið Kópavogsdaga? „Markmiðið er að draga fram það sem verið er að gera í menningarmálum bæjarins og gefa íbúum hans tækifæri til að kynnast lífi og starfi hinna ýmsu stofnana, félaga og einstaklinga í bænum.“ Hvað fleira verður á dagskránni? „Mjög margt verður á dagskránni sem of langt mál yrði upp að telja allt saman , ég held að ég haldi mig við bókasafnið að mestu – nema hvað ég get ekki annað en minnt á yfirlitssýn- ingu Guðmundar frá Miðdal í Gerðarsafni. Í Kórnum og barnadeild bókasafnsins verður dagana 8. til 12. maí og 15. til 19 maí ævintýri fyrir börn undir yfirskriftinni: Fuglar og önnur fljúgandi fyrirbæri. Þetta verða fjörug fræðslu- erindi í máli og myndum í umsjón starfsfólks bókasafnsins og Náttúrfræðistofu Kópavogs. Panta þarf tíma í þetta í síma 570-0450. Í tengslum við þetta verður flugdrekadagur í Borgarholtinu þriðjudaginn 23. maí nk. Mánudaginn 8. maí verður upplestur félaga í bókmenntaklúbbi Hana-nú á völdum köflum úr Þjófi í Paradís eftir Indriða G. Þorsteinsson í tilefni af því að hann hefði orðið 80 ára. Félagar í Ritlistarhópi Kópavogs munu lesa úr verkum sínum á listatúninu fyrrnefnda hinn 9. maí kl. 17, þeir munu hafa þar til sölu bækur sínar. Einnig verður í bókasafninu ljósmynda- sýning frá Ammassalik, vinabæ Kópavogs. Ýmsir tónlistarviðburðir verða í tilefni Kópa- vogsdaga, íþróttaviðburðir og bæjarlistamaður Kópavogs verður útnefndur. Kópavogsdagar enda með hátíðardagskrá á afmæli bæjarins 11. maí. Menning | Margbreytileg dagskrá og skemmtileg á Kópavogsdögum Bílamyndir og fjallaljóð  Hrafn Andrés Harðarson fæddist 1948 í Kópavogi. Hann lauk námi í bókasafns- fræði frá University of North London árið 1972, starfaði sem bókavörður á Borgar- bókasafni um árabil en hefur verið forstöðu- maður Bókasafns Kópavogs frá 1977. Hann er kvæntur og á eitt barn á lífi, Hörn Hrafnsdóttur. Íslandsmótið. Norður ♠ÁD93 ♥DG ♦K653 ♣1095 Suður ♠KG1087 ♥Á ♦ÁG742 ♣ÁD Suður verður sagnhafi í sex spöðum og fær út hjartatíu. Hvernig er áætlunin? (Trompið ligg- ur 3–1.) Þetta er stílhreint tæknispil. Sagn- hafi tekur þrisvar spaða, trompar hjarta, spilar svo tígulkóng og tígli á gosa ef austur fylgir: Norður ♠ÁD93 ♥DG ♦L653 ♣1095 Vestur Austur ♠6 ♠542 ♥109865 ♥K7432 ♦8 ♦D109 ♣KG7632 ♣84 Suður ♠KG1087 ♥Á ♦ÁG742 ♣ÁD Hér heppnast svíningin, en það er í lagi þótt vestur fái að Dx, því þá verður hann að spila laufi upp í ÁD eða hjarta í tvöfalda eyðu. Spilið kom upp í úrslitum Íslands- mótsins í tvímenningi og þar reyndi lítt á menn, því tíguláttan kom út á öllum borðum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d6 2. Rf3 Rf6 3. c4 g6 4. Rc3 Bf5 5. Rg5 Bg7 6. e4 Bg4 7. Be2 Bxe2 8. Dxe2 Rfd7 9. Be3 Rc6 10. Hd1 e5 11. Rf3 exd4 12. Rxd4 0-0 13. 0-0 He8 14. Rxc6 bxc6 15. c5 De7 16. cxd6 cxd6 17. Dd2 Re5 18. Dxd6 Rc4 19. Dxc6 Hac8 20. Dd7 Rxb2 21. Dxe7 Hxe7 22. Rd5 Hxe4 23. Hc1 Hce8 24. Hc7 Ha4 25. Hfc1 Rd3 26. Hc8 Kf8 27. g3 Ha5 28. Hxe8+ Kxe8 29. Hc8+ Kd7 30. Hc7+ Ke6 31. Rc3 Staðan kom upp í SM-flokki fyrsta laugardagsmótsins í Búdapest sem lauk fyrir skömmu. Hinn fimmtán ára Gyula Pap (2.389) hafði svart gegn landa sín- um frá Ungverjalandi, stórmeistaran- um Ivan Farago (2.534). 31. … Be5! 32. Hc4? Best var að leika 32. Hb7 þar eð eftir 32. … Bxc3 33. Hb3 tapar hvítur ekki manni en á hinn bóginn tapar hann hinu mikilvæga a-peði eftir 33. … Hxa2. Svartur tryggði sér mannsvinninginn með því að leika 32. … Rb2! 33. Hc8 Kd7 34. Hf8 Bxc3 35. Hxf7+ Ke6 36. Hxh7 a6 37. Hh6 Kf5 38. h3 Rc4 39. g4+ Kf6 40. Bf4 Kg7 41. g5 Hxa2 Svartur stendur nú örugglega til vinn- ings. 42. h4 Be5 43. Bxe5+ Rxe5 44. h5 gxh5 45. f4 Rf3+ 46. Kf1 h4 47. f5 Rxg5 48. Hg6+ Kf7 49. Hxg5 h3 50. Kg1 Hg2+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Vargurinn á Tjörninni ÞAÐ er orðið hálfsorglegt að koma og gefa öndunum á Tjörninni brauð núorðið. Svo margir eru vargfugl- arnir, mávarnir, orðnir að þeir ráð- ast á endurnar og bíta til að reyna að ná af þeim ætinu. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta. Ég vil endilega að það sé gert eitthvað til að fækka þessum vargi á Tjörninni því ég ótt- ast að andar- og kríuungarnar kom- ist ekki á legg vegna þessa. Ég furða mig á að ekkert skuli vera gert í þessu. Andavinur. Góð þjónusta ÉG hef frá byrjun verslað við skó- verslun Steinars Waage. Ég keypti mér spariskó hjá þeim fyrir nokkr- um mánuðum, sem ég var búin að vera í nokkrum sinnum. Þá gerðist það að sólinn rifnaði frá og fór ég með skóna og sýndi verslunarstjór- anum þá því þetta hlyti að vera galli. Verslunarstjórinn tók við skónum og sagði umyrðalaust við mig: Veldu þér bara nýja skó. Ég varð mjög undrandi en valdi mér bestu skóna sem ég sá og gekk því út á nýjum skóm. Vil ég þakka fyrir mig og góða þjónustu. Ánægður viðskiptavinur. Útvarpssagan ÚTVARPSSAGAN sem verið er að lesa um þessar mundir í RÚV heitir Anna Svärd og er eftir Selmu Lagerlöf. 30 lestrar, takk fyrir. Það væri ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki í annað sinn með stuttu millibili sem saga er lesin eftir þessa annars ágætu konu og er þessi framhald hinnar fyrri, sem var álíka löng. Ég velti því hins vegar fyrir mér hver ræður þessu vali, hvort kunn- ingsskapur við annaðhvort þýðanda bókarinnar eða upplesara ráði þar einhverju um, því af nógu er að taka þegar val á sögum er annars vegar. Og það verður seint sagt að þarna sé meistaraverk á ferðinni hvort heldur sé talað um söguna sjálfa, þýðingu eða upplesturinn. Það var athyglis- vert að hlusta á þá fyrri en þetta er fullmikið af því „góða“. Hlustandi. Legghlífar týndust við Esjurætur SVARTAR legghlífar týndust við Esjurætur laugardaginn 29. apríl. Finnandi hringi í síma 823 3556. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Árnaðheilla dagbók@mbl.is 75 ÁRA afmæli.Í dag, 4. maí, er 75 ára Guðríður Jónsdóttir, Kol- beinsgötu 52, Vopnafirði. Af því tilefni mun hún taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 16. Vinir og vanda- menn eru velkomnir til þess að gleðjast á þessum tímamótum. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, ersjötug frú Gerður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Hálsi í Svarfaðar- dal, nú til heimilis í Lækjasmára 2 í Kópavogi. Hún tekur á móti ættingj- um og vinum á heimili sonar síns á Suðurvangi 7 í Hafnarfirði laugardag- inn 6. maí nk. milli klukkan 15 og 18. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, ersextugur Sigurjón Haffjörð, Snorrabraut 52, Reykjavík. Hann er að heiman í dag. 40 ÁRA afmæli. Í dag, 4. maí, erfertugur Guðmundur G. Gunn- arsson, forstjóri Ice-Group. 70 ÁRA afmæli. Margrét Stur-laugsdóttir frá Snæfelli, Stokkseyri verður sjötug 7. maí nk. Af því tilefni býður hún vinum og vanda- mönnum í kaffi í Hólmaröstinni á Stokkseyri laugardaginn 6. maí frá kl. 14. ELLIMÁLARÁÐ Reykjavíkur- prófastsdæma og Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar efna til sumar- dvalar fyrir eldri borgara á Löngu- mýri í sumar. Boðið er upp á fimm daga dvöl frá mánudegi til föstudags. Um er að ræða tvo hópa í júní og einn í júlí. Á Löngumýri er mjög góð aðstaða, innandyra sem utan, og gott að njóta sumars í sveitasælunni. Þar er m.a. sundlaug, heitur pottur o.fl. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Ellimálaráðs f.h. virka daga í síma 557 1666. Sumardvöl eldri borgara á Löngumýri Vertureyklaus! Næsta námskeið er 12. og 13.maí 2006 á Hótel Loftleiðum. Ath. Takmarkaður sætafjöldi. Guðjón Bergmann – 690-1818 gudjon@gbergmann.is www.vertureyklaus.is Viltu hætta að reykja? H rin gb ro t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.